Fyrirtækið sem átti að bjarga ímynd Sigmundar gjaldþrota Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 09:58 Almannatengilinn Viðar Garðasson rak Forystu ehf. Vísir/valli Gjaldþrotaskiptum í almannatengslafyrirtækið Forysta ehf. er lokið. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, sem samkvæmt Lögbirtingablaðinu námu 9.177.833 krónum. Fyrirtækið var í eigu almannatengilsins Viðars Garðarssonar en hann hefur, rétt eins og fyrirtækið, reglulega ratað í fréttir á síðustu misserum vegna starfa hans fyrir þáverandi formann Framsóknarflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Vísir fjallaði ítarlega um störf Viðars og Forystu fyrir Framsókn í apríl síðastliðnum. Tilefnið var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að flokkurinn þyrfti ekki að greiða Viðari fimm og hálfa milljón króna sem almannatengillinn taldi Framsókn skulda sér í tengslum við vinnu í aðdraganda Alþingiskosninganna árið 2016.Sjá einnig: Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Viðar setti meðal annars upp vefsíður fyrir Sigmund Davíð þar sem hann gat komið fram sjónarmiðum sínum í kjölfar birtingar Panamaskjalana. Þá tók hann einnig nýjar ljósmyndir af Sigmundi, en það var mat Viðars að myndir af forsætisráðherranum í tengslum við umfjöllun um Panamaskjölin hefðu verið mjög neikvæðar. Viðar fékk þó ekki samþykki framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins fyrir þeirri vinnu sem hann innti af hendi. Fór því svo að Framsókn neitaði að greiða reikninginn en Sigmundur Davíð greiddi 1,1 milljón króna til Viðars vegna útlagðs kostnaðar, eins og samkomulag hafði verið milli þeirra um að hann greiddi ef innheimta Viðars gengi illa. Í dómi héraðsdóms var ekki séð að Viðar hefði getað verið í góðri trú um að Sigmundur Davíð hefði sem formaður flokksins einn umboð til að stofna til þess konar skuldbindinga fyrir flokkinn. Var Framsóknarflokkurinn því sýknaður og þurfti því ekki að greiða hinar rúmu fimm milljónir sem Viðar taldi flokkinn skulda sér. Nánar má fræðast um málið í frétt Vísis: Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga. Panama-skjölin Tengdar fréttir Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02 Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Gjaldþrotaskiptum í almannatengslafyrirtækið Forysta ehf. er lokið. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum því lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, sem samkvæmt Lögbirtingablaðinu námu 9.177.833 krónum. Fyrirtækið var í eigu almannatengilsins Viðars Garðarssonar en hann hefur, rétt eins og fyrirtækið, reglulega ratað í fréttir á síðustu misserum vegna starfa hans fyrir þáverandi formann Framsóknarflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Vísir fjallaði ítarlega um störf Viðars og Forystu fyrir Framsókn í apríl síðastliðnum. Tilefnið var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að flokkurinn þyrfti ekki að greiða Viðari fimm og hálfa milljón króna sem almannatengillinn taldi Framsókn skulda sér í tengslum við vinnu í aðdraganda Alþingiskosninganna árið 2016.Sjá einnig: Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Viðar setti meðal annars upp vefsíður fyrir Sigmund Davíð þar sem hann gat komið fram sjónarmiðum sínum í kjölfar birtingar Panamaskjalana. Þá tók hann einnig nýjar ljósmyndir af Sigmundi, en það var mat Viðars að myndir af forsætisráðherranum í tengslum við umfjöllun um Panamaskjölin hefðu verið mjög neikvæðar. Viðar fékk þó ekki samþykki framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins fyrir þeirri vinnu sem hann innti af hendi. Fór því svo að Framsókn neitaði að greiða reikninginn en Sigmundur Davíð greiddi 1,1 milljón króna til Viðars vegna útlagðs kostnaðar, eins og samkomulag hafði verið milli þeirra um að hann greiddi ef innheimta Viðars gengi illa. Í dómi héraðsdóms var ekki séð að Viðar hefði getað verið í góðri trú um að Sigmundur Davíð hefði sem formaður flokksins einn umboð til að stofna til þess konar skuldbindinga fyrir flokkinn. Var Framsóknarflokkurinn því sýknaður og þurfti því ekki að greiða hinar rúmu fimm milljónir sem Viðar taldi flokkinn skulda sér. Nánar má fræðast um málið í frétt Vísis: Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02 Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Viðar Garðsson hefur stefnt Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. 7. nóvember 2017 12:02
Sá sem átti að bjarga ímynd Sigmundar eftir Panamaskjölin fær enga peninga Forsætisráðherrann sagði að Viðar Guðmundsson "væri akkúrat maðurinn sem þyrfti.“ 16. apríl 2018 15:30