Brak þeyttist allt að kílómetra leið í stærsta skýstróknum Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2018 17:00 Þrír skýstrókar fóru yfir við bæinn Norðurhjáleigu á föstudag. Brak fauk fleiri hundruð metra. Sæunn Káradóttir Öflugasti skýstrókurinn sem myndaðist við Álftaver í Vestur-Skaftafellssýslu í síðustu viku feykti braki allt að kílómetra leið. Hópur frá Veðurstofu Íslands fór í vettvangsferð á staðinn í dag til þess að taka út aðstæður og afla gagna um strókana sem voru óvenjukraftmiklir á íslenskan mælikvarða. Skýstrókarnir feyktu þökum af húsum á bænum Norðurhjáleigu og stórum jeppa með kerru út í skurð þegar þeir fóru yfir Álftaver við Kúðafljót á föstudag. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir við Vísi að tjónið af völdum strókanna sé alfarið bundið við Norðurhjáleigu. Hún fór ásamt félögum sínum þangað í dag, kannaði merki um skýstrókana og ræddi við fólk sem varð vitni að þeim. „Það er alveg augljóst að þetta var mjög kraftmikið veður og líklega þrír strókar sem gengu yfir í röð eiginlega. Einn þeirra, miðjustrókurinn, hefur líklega verið sá allra öflugasti. Hann bar brak fimm hundruð og jafnvel þúsund metra frá bænum,“ segir Elín Björk.Hefðu ekki haft ímyndunarafl í að vara við skýstrókumVeðurfyrirbrigði af þessu tagi eru sjaldgæf á Íslandi. Skýstrókar myndast þegar loft verður afar óstöðugt. Þá þarf loft að verða mjög hlýtt við yfirborð en kalt í háloftunum auk þess sem sérstakt vindafar þarf til. Hafgola getur einnig komið í veg fyrir að strókar myndist og þroskist. Elín Björk segir að hagstæðar aðstæður fyrir stróka skapist sjaldan hér á landi þó að þekkt sé að litlir hvirflar myndist. Markmið vettvangsferðarinnar í dag var bæði að safna heimildum um skýstrókana en einnig gögnum fyrir rannsókn sem beinist meðal annars að því að spá fyrir um aðstæður fyrir skýstróka. Elín Björk segir að nú taki við greining og samanburður á gögnum. Hún telur líklegt að Veðurstofan muni leita ráða hjá erlendum sérfræðingum sem þekki betur til skýstróka.Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Skýstrókar eru til dæmis nokkuð algengir á sléttum Bandaríkjanna. Elín Björk segir að þar sé yfirleitt ekki varað við einstökum strókum nema með um tíu til fimmtán mínútna fyrirvara. Hins vegar geti veðurfræðingar varað við því að líkur séu á að þeir geti myndast á stærra svæði. Ekki er þó líklegt að Íslendingar þurfi að hafa miklar áhyggjur af hættu af öflugum skýstrókum. Elín Björk telur að það hafi verið sérstakar og óvenjulegar aðstæður sem leiddu til þess að þeir gátu myndast nú. „Ef við hefðum varað við einhverju þá hefðum við líklega frekar varað við þrumuveðri og hagléli. Ég held að við hefðum ekki haft ímyndunarafl í að vara við skýstrókum,“ segir hún. Veður Tengdar fréttir Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23 Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Öflugasti skýstrókurinn sem myndaðist við Álftaver í Vestur-Skaftafellssýslu í síðustu viku feykti braki allt að kílómetra leið. Hópur frá Veðurstofu Íslands fór í vettvangsferð á staðinn í dag til þess að taka út aðstæður og afla gagna um strókana sem voru óvenjukraftmiklir á íslenskan mælikvarða. Skýstrókarnir feyktu þökum af húsum á bænum Norðurhjáleigu og stórum jeppa með kerru út í skurð þegar þeir fóru yfir Álftaver við Kúðafljót á föstudag. Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir við Vísi að tjónið af völdum strókanna sé alfarið bundið við Norðurhjáleigu. Hún fór ásamt félögum sínum þangað í dag, kannaði merki um skýstrókana og ræddi við fólk sem varð vitni að þeim. „Það er alveg augljóst að þetta var mjög kraftmikið veður og líklega þrír strókar sem gengu yfir í röð eiginlega. Einn þeirra, miðjustrókurinn, hefur líklega verið sá allra öflugasti. Hann bar brak fimm hundruð og jafnvel þúsund metra frá bænum,“ segir Elín Björk.Hefðu ekki haft ímyndunarafl í að vara við skýstrókumVeðurfyrirbrigði af þessu tagi eru sjaldgæf á Íslandi. Skýstrókar myndast þegar loft verður afar óstöðugt. Þá þarf loft að verða mjög hlýtt við yfirborð en kalt í háloftunum auk þess sem sérstakt vindafar þarf til. Hafgola getur einnig komið í veg fyrir að strókar myndist og þroskist. Elín Björk segir að hagstæðar aðstæður fyrir stróka skapist sjaldan hér á landi þó að þekkt sé að litlir hvirflar myndist. Markmið vettvangsferðarinnar í dag var bæði að safna heimildum um skýstrókana en einnig gögnum fyrir rannsókn sem beinist meðal annars að því að spá fyrir um aðstæður fyrir skýstróka. Elín Björk segir að nú taki við greining og samanburður á gögnum. Hún telur líklegt að Veðurstofan muni leita ráða hjá erlendum sérfræðingum sem þekki betur til skýstróka.Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Skýstrókar eru til dæmis nokkuð algengir á sléttum Bandaríkjanna. Elín Björk segir að þar sé yfirleitt ekki varað við einstökum strókum nema með um tíu til fimmtán mínútna fyrirvara. Hins vegar geti veðurfræðingar varað við því að líkur séu á að þeir geti myndast á stærra svæði. Ekki er þó líklegt að Íslendingar þurfi að hafa miklar áhyggjur af hættu af öflugum skýstrókum. Elín Björk telur að það hafi verið sérstakar og óvenjulegar aðstæður sem leiddu til þess að þeir gátu myndast nú. „Ef við hefðum varað við einhverju þá hefðum við líklega frekar varað við þrumuveðri og hagléli. Ég held að við hefðum ekki haft ímyndunarafl í að vara við skýstrókum,“ segir hún.
Veður Tengdar fréttir Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23 Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Kraftur skýstrókanna óvenjulegur hérlendis Elínu Björk Jónasdóttur, veðurfræðingi, rekur ekki minni til jafn kraftmikilla skýstróka hérlendis og þeirra sem fóru yfir Norðurhjáleigu í Álftaveri í gær. 25. ágúst 2018 14:23
Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. 24. ágúst 2018 23:36