Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 23:36 Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. Sæunn Káradóttir Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. Athygli vekur að skýstrókarnir voru mjög öflugir og staðbundnir því bærinn Norðurhjáleiga fór mun verr út úr hvassviðrinu en nærliggjandi bær sem er í um 100 metra fjarlægð. Sæunn Káradóttir var ásamt fjölskyldu sinni á Selfossi þegar nágrannakona hennar hringdi í hana og sagði henni frá því sem fyrir augu hennar bar. Nágrannakonan sagðist hafa fylgst með því þegar tveir kraftmiklir skýstrókar fóru um bæinn og ollu mikilli eyðileggingu. Sá þriðji hafi ekki verið jafn kröftugur. „Það er nú ekki langt á milli bæja. Það kom aðeins rok hjá henni en svo sá hún bara þökin á okkar bæ fljúga af, hvert á eftir öðru. Það eru svona 100 metrar á milli bæja, hún ætlaði ekki að trúa þessu,“ segir Sæunn í samtali við fréttastofu. Sæunn segist alls ekki hafa búist við þessu. Það hafi verið óstöðugt veður síðustu daga sem hafi einkennst af þrumum og hagléli en það hafi ekki hvarflað að henni að skýstrókar sem þessir gætu valdið jafn mikilli eyðileggingu og raun bar vitni. „Það var ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Sæunn segir að sem betur fer hafi engin dýr verið inni í þeim húsum sem urðu illa úti í strókunum og þá segist hún vera fegin því að hvorki fjölskyldan né hundurinn hafi verið á staðnum þegar veðrið var sem verst. „Maður veit ekkert hvað hefði gerst hefði maður verið úti,“ segir Sæunn sem bætir við að hrossin séu enn óróleg og viti ekkert hvað sé í gangi.Heilu þakplöturnar fuku af húsum á bænum.Sæunn KáradóttirAthygli vekur að næsti bær við Norðurhjáleigu fann lítið fyrir skýstrókunum.Sæunn KáradóttirGirðingar fóru á hlið.Sæunn Káradóttir Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira
Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. Athygli vekur að skýstrókarnir voru mjög öflugir og staðbundnir því bærinn Norðurhjáleiga fór mun verr út úr hvassviðrinu en nærliggjandi bær sem er í um 100 metra fjarlægð. Sæunn Káradóttir var ásamt fjölskyldu sinni á Selfossi þegar nágrannakona hennar hringdi í hana og sagði henni frá því sem fyrir augu hennar bar. Nágrannakonan sagðist hafa fylgst með því þegar tveir kraftmiklir skýstrókar fóru um bæinn og ollu mikilli eyðileggingu. Sá þriðji hafi ekki verið jafn kröftugur. „Það er nú ekki langt á milli bæja. Það kom aðeins rok hjá henni en svo sá hún bara þökin á okkar bæ fljúga af, hvert á eftir öðru. Það eru svona 100 metrar á milli bæja, hún ætlaði ekki að trúa þessu,“ segir Sæunn í samtali við fréttastofu. Sæunn segist alls ekki hafa búist við þessu. Það hafi verið óstöðugt veður síðustu daga sem hafi einkennst af þrumum og hagléli en það hafi ekki hvarflað að henni að skýstrókar sem þessir gætu valdið jafn mikilli eyðileggingu og raun bar vitni. „Það var ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Sæunn segir að sem betur fer hafi engin dýr verið inni í þeim húsum sem urðu illa úti í strókunum og þá segist hún vera fegin því að hvorki fjölskyldan né hundurinn hafi verið á staðnum þegar veðrið var sem verst. „Maður veit ekkert hvað hefði gerst hefði maður verið úti,“ segir Sæunn sem bætir við að hrossin séu enn óróleg og viti ekkert hvað sé í gangi.Heilu þakplöturnar fuku af húsum á bænum.Sæunn KáradóttirAthygli vekur að næsti bær við Norðurhjáleigu fann lítið fyrir skýstrókunum.Sæunn KáradóttirGirðingar fóru á hlið.Sæunn Káradóttir
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Sjá meira