Skýstrókar feyktu þökum af húsum: „Ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. ágúst 2018 23:36 Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. Sæunn Káradóttir Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. Athygli vekur að skýstrókarnir voru mjög öflugir og staðbundnir því bærinn Norðurhjáleiga fór mun verr út úr hvassviðrinu en nærliggjandi bær sem er í um 100 metra fjarlægð. Sæunn Káradóttir var ásamt fjölskyldu sinni á Selfossi þegar nágrannakona hennar hringdi í hana og sagði henni frá því sem fyrir augu hennar bar. Nágrannakonan sagðist hafa fylgst með því þegar tveir kraftmiklir skýstrókar fóru um bæinn og ollu mikilli eyðileggingu. Sá þriðji hafi ekki verið jafn kröftugur. „Það er nú ekki langt á milli bæja. Það kom aðeins rok hjá henni en svo sá hún bara þökin á okkar bæ fljúga af, hvert á eftir öðru. Það eru svona 100 metrar á milli bæja, hún ætlaði ekki að trúa þessu,“ segir Sæunn í samtali við fréttastofu. Sæunn segist alls ekki hafa búist við þessu. Það hafi verið óstöðugt veður síðustu daga sem hafi einkennst af þrumum og hagléli en það hafi ekki hvarflað að henni að skýstrókar sem þessir gætu valdið jafn mikilli eyðileggingu og raun bar vitni. „Það var ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Sæunn segir að sem betur fer hafi engin dýr verið inni í þeim húsum sem urðu illa úti í strókunum og þá segist hún vera fegin því að hvorki fjölskyldan né hundurinn hafi verið á staðnum þegar veðrið var sem verst. „Maður veit ekkert hvað hefði gerst hefði maður verið úti,“ segir Sæunn sem bætir við að hrossin séu enn óróleg og viti ekkert hvað sé í gangi.Heilu þakplöturnar fuku af húsum á bænum.Sæunn KáradóttirAthygli vekur að næsti bær við Norðurhjáleigu fann lítið fyrir skýstrókunum.Sæunn KáradóttirGirðingar fóru á hlið.Sæunn Káradóttir Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Heilu þökin feyktust af húsum og stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð þegar þrír skýstrokkar mynduðust og fóru yfir Álftaver við Kúðafljót í Vestur-Skaftafellssýslu. Athygli vekur að skýstrókarnir voru mjög öflugir og staðbundnir því bærinn Norðurhjáleiga fór mun verr út úr hvassviðrinu en nærliggjandi bær sem er í um 100 metra fjarlægð. Sæunn Káradóttir var ásamt fjölskyldu sinni á Selfossi þegar nágrannakona hennar hringdi í hana og sagði henni frá því sem fyrir augu hennar bar. Nágrannakonan sagðist hafa fylgst með því þegar tveir kraftmiklir skýstrókar fóru um bæinn og ollu mikilli eyðileggingu. Sá þriðji hafi ekki verið jafn kröftugur. „Það er nú ekki langt á milli bæja. Það kom aðeins rok hjá henni en svo sá hún bara þökin á okkar bæ fljúga af, hvert á eftir öðru. Það eru svona 100 metrar á milli bæja, hún ætlaði ekki að trúa þessu,“ segir Sæunn í samtali við fréttastofu. Sæunn segist alls ekki hafa búist við þessu. Það hafi verið óstöðugt veður síðustu daga sem hafi einkennst af þrumum og hagléli en það hafi ekki hvarflað að henni að skýstrókar sem þessir gætu valdið jafn mikilli eyðileggingu og raun bar vitni. „Það var ólýsanlegt að koma heim og sjá þetta“ Sæunn segir að sem betur fer hafi engin dýr verið inni í þeim húsum sem urðu illa úti í strókunum og þá segist hún vera fegin því að hvorki fjölskyldan né hundurinn hafi verið á staðnum þegar veðrið var sem verst. „Maður veit ekkert hvað hefði gerst hefði maður verið úti,“ segir Sæunn sem bætir við að hrossin séu enn óróleg og viti ekkert hvað sé í gangi.Heilu þakplöturnar fuku af húsum á bænum.Sæunn KáradóttirAthygli vekur að næsti bær við Norðurhjáleigu fann lítið fyrir skýstrókunum.Sæunn KáradóttirGirðingar fóru á hlið.Sæunn Káradóttir
Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira