Trump sagður vara við ofbeldi á leynilegri upptöku Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 06:43 Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Donald Trump nýtir sér varúðarorð um ofbeldi til að næla sér í atkvæði. Vísir/Ap Donald Trump Bandaríkjaforseti óttast að ef flokkur hans, Repúblikanaflokkurinn, ber ekki sigur úr býtum í komandi þingkosningum megi búast við því að hinn flokkur á bandaríska þinginu, Demókraflokkurinn, muni keyra í gegn breytingar með „offorsi og ofbeldi.“Þetta er sagt koma fram á leynilegri upptöku sem gerð var á fundi forsetans með kristilegum leiðtogum vestanhafs. Á upptökunni er Trump sagður biðla til leiðtoganna að þeir noti predikunarstóla sína til að hvetja sóknarbörnin á kjörstað í nóvember. „Þið eruð einum kosningum frá því að tapa öllu sem þið hafið,“ er forsetinn sagður hafa sagt trúarleiðtogunum. Fari svo að repúblikanar missi meirihluta sinn á Bandaríkjaþingi muni demókratar „slaufa öllu á stundinni“ að sögn forsetans - og vísaði þar til fulltrúa Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni. „Þeir munu kollvarpa öllu sem við höfum gert og þeir munu gera það með offorsi og ofbeldi,“ bætti forsetinn við. Því næst vísaði hann til Antifa-hreyfingarinnar, regnhlífahugtaks sem notað er um öfgafullar vinstrihreyfingar vestanhafs, til marks um það hvað andstæðingar repúblikana geti verið ofbeldisfullir.Hvítir þjóðernissinnar og andstæðingar þeirra, meðal annars meðlmir Antifa-hreyfingarinnar, mættust í Charlottesville í fyrra.Vísir/gettyNew York Times segir að nýja upptakan undirstriki hvernig forsetinn notar hótanir um upplausn og ofbeldi til að ýta undir „menningarlega sundrung“ í Bandaríkjunum. Það hafi hann t.a.m. gert eftirminnilega í kjölfar óeirðanna í Charlottesville í fyrra, þar sem þjóðernissinni ók bíl sínum inni í hóp mótmælenda. Einn lét lífið í árásinni og var forsetinn gagnrýndur fyrir að segja að sökin lægi hjá báðum hópum: Bæði hjá nasistunum sem og þeim sem mótmæltu samkomu þeirra. Þá sagði hann einnig að búast mætti við óeirðum ef hann hlyti ekki útnefningu repúblikana sem forsetaefni flokksins árið 2016. Nánar má fræðast um upptökuna í frétt New York Times. Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir Þegar Stephen Paddock myrti 58 manns þótti ekki við hæfi að ræða stefnumál en eftir árás múslima í New York heimtar Donald Trump hertar reglur varðandi innflytjendur og byggingu veggs. 1. nóvember 2017 13:30 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Leynileg samtök ungra nýnasista vekja athygli vegna morða Atomwaffe Division þykja mög leynileg samtök en meðlimir þeirra hafa kallað eftir kynþáttastríði í Bandaríkjunum og hittast til að æfa skotfimi og árásir. 7. mars 2018 20:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti óttast að ef flokkur hans, Repúblikanaflokkurinn, ber ekki sigur úr býtum í komandi þingkosningum megi búast við því að hinn flokkur á bandaríska þinginu, Demókraflokkurinn, muni keyra í gegn breytingar með „offorsi og ofbeldi.“Þetta er sagt koma fram á leynilegri upptöku sem gerð var á fundi forsetans með kristilegum leiðtogum vestanhafs. Á upptökunni er Trump sagður biðla til leiðtoganna að þeir noti predikunarstóla sína til að hvetja sóknarbörnin á kjörstað í nóvember. „Þið eruð einum kosningum frá því að tapa öllu sem þið hafið,“ er forsetinn sagður hafa sagt trúarleiðtogunum. Fari svo að repúblikanar missi meirihluta sinn á Bandaríkjaþingi muni demókratar „slaufa öllu á stundinni“ að sögn forsetans - og vísaði þar til fulltrúa Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni. „Þeir munu kollvarpa öllu sem við höfum gert og þeir munu gera það með offorsi og ofbeldi,“ bætti forsetinn við. Því næst vísaði hann til Antifa-hreyfingarinnar, regnhlífahugtaks sem notað er um öfgafullar vinstrihreyfingar vestanhafs, til marks um það hvað andstæðingar repúblikana geti verið ofbeldisfullir.Hvítir þjóðernissinnar og andstæðingar þeirra, meðal annars meðlmir Antifa-hreyfingarinnar, mættust í Charlottesville í fyrra.Vísir/gettyNew York Times segir að nýja upptakan undirstriki hvernig forsetinn notar hótanir um upplausn og ofbeldi til að ýta undir „menningarlega sundrung“ í Bandaríkjunum. Það hafi hann t.a.m. gert eftirminnilega í kjölfar óeirðanna í Charlottesville í fyrra, þar sem þjóðernissinni ók bíl sínum inni í hóp mótmælenda. Einn lét lífið í árásinni og var forsetinn gagnrýndur fyrir að segja að sökin lægi hjá báðum hópum: Bæði hjá nasistunum sem og þeim sem mótmæltu samkomu þeirra. Þá sagði hann einnig að búast mætti við óeirðum ef hann hlyti ekki útnefningu repúblikana sem forsetaefni flokksins árið 2016. Nánar má fræðast um upptökuna í frétt New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir Þegar Stephen Paddock myrti 58 manns þótti ekki við hæfi að ræða stefnumál en eftir árás múslima í New York heimtar Donald Trump hertar reglur varðandi innflytjendur og byggingu veggs. 1. nóvember 2017 13:30 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Leynileg samtök ungra nýnasista vekja athygli vegna morða Atomwaffe Division þykja mög leynileg samtök en meðlimir þeirra hafa kallað eftir kynþáttastríði í Bandaríkjunum og hittast til að æfa skotfimi og árásir. 7. mars 2018 20:45 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir Þegar Stephen Paddock myrti 58 manns þótti ekki við hæfi að ræða stefnumál en eftir árás múslima í New York heimtar Donald Trump hertar reglur varðandi innflytjendur og byggingu veggs. 1. nóvember 2017 13:30
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53
Leynileg samtök ungra nýnasista vekja athygli vegna morða Atomwaffe Division þykja mög leynileg samtök en meðlimir þeirra hafa kallað eftir kynþáttastríði í Bandaríkjunum og hittast til að æfa skotfimi og árásir. 7. mars 2018 20:45