Trump sagður vara við ofbeldi á leynilegri upptöku Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. ágúst 2018 06:43 Þetta væri ekki í fyrsta sinn sem Donald Trump nýtir sér varúðarorð um ofbeldi til að næla sér í atkvæði. Vísir/Ap Donald Trump Bandaríkjaforseti óttast að ef flokkur hans, Repúblikanaflokkurinn, ber ekki sigur úr býtum í komandi þingkosningum megi búast við því að hinn flokkur á bandaríska þinginu, Demókraflokkurinn, muni keyra í gegn breytingar með „offorsi og ofbeldi.“Þetta er sagt koma fram á leynilegri upptöku sem gerð var á fundi forsetans með kristilegum leiðtogum vestanhafs. Á upptökunni er Trump sagður biðla til leiðtoganna að þeir noti predikunarstóla sína til að hvetja sóknarbörnin á kjörstað í nóvember. „Þið eruð einum kosningum frá því að tapa öllu sem þið hafið,“ er forsetinn sagður hafa sagt trúarleiðtogunum. Fari svo að repúblikanar missi meirihluta sinn á Bandaríkjaþingi muni demókratar „slaufa öllu á stundinni“ að sögn forsetans - og vísaði þar til fulltrúa Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni. „Þeir munu kollvarpa öllu sem við höfum gert og þeir munu gera það með offorsi og ofbeldi,“ bætti forsetinn við. Því næst vísaði hann til Antifa-hreyfingarinnar, regnhlífahugtaks sem notað er um öfgafullar vinstrihreyfingar vestanhafs, til marks um það hvað andstæðingar repúblikana geti verið ofbeldisfullir.Hvítir þjóðernissinnar og andstæðingar þeirra, meðal annars meðlmir Antifa-hreyfingarinnar, mættust í Charlottesville í fyrra.Vísir/gettyNew York Times segir að nýja upptakan undirstriki hvernig forsetinn notar hótanir um upplausn og ofbeldi til að ýta undir „menningarlega sundrung“ í Bandaríkjunum. Það hafi hann t.a.m. gert eftirminnilega í kjölfar óeirðanna í Charlottesville í fyrra, þar sem þjóðernissinni ók bíl sínum inni í hóp mótmælenda. Einn lét lífið í árásinni og var forsetinn gagnrýndur fyrir að segja að sökin lægi hjá báðum hópum: Bæði hjá nasistunum sem og þeim sem mótmæltu samkomu þeirra. Þá sagði hann einnig að búast mætti við óeirðum ef hann hlyti ekki útnefningu repúblikana sem forsetaefni flokksins árið 2016. Nánar má fræðast um upptökuna í frétt New York Times. Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir Þegar Stephen Paddock myrti 58 manns þótti ekki við hæfi að ræða stefnumál en eftir árás múslima í New York heimtar Donald Trump hertar reglur varðandi innflytjendur og byggingu veggs. 1. nóvember 2017 13:30 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Leynileg samtök ungra nýnasista vekja athygli vegna morða Atomwaffe Division þykja mög leynileg samtök en meðlimir þeirra hafa kallað eftir kynþáttastríði í Bandaríkjunum og hittast til að æfa skotfimi og árásir. 7. mars 2018 20:45 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti óttast að ef flokkur hans, Repúblikanaflokkurinn, ber ekki sigur úr býtum í komandi þingkosningum megi búast við því að hinn flokkur á bandaríska þinginu, Demókraflokkurinn, muni keyra í gegn breytingar með „offorsi og ofbeldi.“Þetta er sagt koma fram á leynilegri upptöku sem gerð var á fundi forsetans með kristilegum leiðtogum vestanhafs. Á upptökunni er Trump sagður biðla til leiðtoganna að þeir noti predikunarstóla sína til að hvetja sóknarbörnin á kjörstað í nóvember. „Þið eruð einum kosningum frá því að tapa öllu sem þið hafið,“ er forsetinn sagður hafa sagt trúarleiðtogunum. Fari svo að repúblikanar missi meirihluta sinn á Bandaríkjaþingi muni demókratar „slaufa öllu á stundinni“ að sögn forsetans - og vísaði þar til fulltrúa Demókrataflokksins í fulltrúadeildinni. „Þeir munu kollvarpa öllu sem við höfum gert og þeir munu gera það með offorsi og ofbeldi,“ bætti forsetinn við. Því næst vísaði hann til Antifa-hreyfingarinnar, regnhlífahugtaks sem notað er um öfgafullar vinstrihreyfingar vestanhafs, til marks um það hvað andstæðingar repúblikana geti verið ofbeldisfullir.Hvítir þjóðernissinnar og andstæðingar þeirra, meðal annars meðlmir Antifa-hreyfingarinnar, mættust í Charlottesville í fyrra.Vísir/gettyNew York Times segir að nýja upptakan undirstriki hvernig forsetinn notar hótanir um upplausn og ofbeldi til að ýta undir „menningarlega sundrung“ í Bandaríkjunum. Það hafi hann t.a.m. gert eftirminnilega í kjölfar óeirðanna í Charlottesville í fyrra, þar sem þjóðernissinni ók bíl sínum inni í hóp mótmælenda. Einn lét lífið í árásinni og var forsetinn gagnrýndur fyrir að segja að sökin lægi hjá báðum hópum: Bæði hjá nasistunum sem og þeim sem mótmæltu samkomu þeirra. Þá sagði hann einnig að búast mætti við óeirðum ef hann hlyti ekki útnefningu repúblikana sem forsetaefni flokksins árið 2016. Nánar má fræðast um upptökuna í frétt New York Times.
Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir Þegar Stephen Paddock myrti 58 manns þótti ekki við hæfi að ræða stefnumál en eftir árás múslima í New York heimtar Donald Trump hertar reglur varðandi innflytjendur og byggingu veggs. 1. nóvember 2017 13:30 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Leynileg samtök ungra nýnasista vekja athygli vegna morða Atomwaffe Division þykja mög leynileg samtök en meðlimir þeirra hafa kallað eftir kynþáttastríði í Bandaríkjunum og hittast til að æfa skotfimi og árásir. 7. mars 2018 20:45 Mest lesið Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásir Þegar Stephen Paddock myrti 58 manns þótti ekki við hæfi að ræða stefnumál en eftir árás múslima í New York heimtar Donald Trump hertar reglur varðandi innflytjendur og byggingu veggs. 1. nóvember 2017 13:30
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53
Leynileg samtök ungra nýnasista vekja athygli vegna morða Atomwaffe Division þykja mög leynileg samtök en meðlimir þeirra hafa kallað eftir kynþáttastríði í Bandaríkjunum og hittast til að æfa skotfimi og árásir. 7. mars 2018 20:45