FBI segir ekkert til í nýjum staðhæfingum Trump um Clinton Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2018 18:22 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í gær. Trump birti tíst þar sem hann sagði Kínverja hafa brotið sér leið inn í tölvupóstkerfi Hillary Clinton og þeir hefðu komið höndum yfir leynilegar upplýsingar. Hann sagði að FBI og Dómsmálaráðuneytið þyrfti að grípa inn í. Þá gagnrýndi hann stofnanirnar og sagði þær hafa gert mikil mistök. Hann sagði að trúverðugleiki stofnanna yrði enginn ef ekki yrði gripið til aðgerða. Forsetinn vísaði ekki til sannanna máli sínu til stuðnings. Hins vegar hafði miðillinn Daily Caller birt frétt skömmu áður þar sem því hvar haldið fram að kínverskt fyrirtæki sem starfrækt var í Washington DC hefði brotið sér leið inn í töluvkerfi Clinton. Vitnaði miðillinn í tvo nafnlausa heimildarmenn sem vissu af málinu.Fjallað var um fréttina á Fox News í gær.Hillary Clinton’s Emails, many of which are Classified Information, got hacked by China. Next move better be by the FBI & DOJ or, after all of their other missteps (Comey, McCabe, Strzok, Page, Ohr, FISA, Dirty Dossier etc.), their credibility will be forever gone! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018Report just out: “China hacked Hillary Clinton’s private Email Server.” Are they sure it wasn’t Russia (just kidding!)? What are the odds that the FBI and DOJ are right on top of this? Actually, a very big story. Much classified information! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Eins og áður segir sagði talsmaður FBI við Washington Post að engar vísbendingar hefðu fundist um að einhver hefði brotið sér leið inn í kerfi Clinton. Hann vildi ekki tjá sig um kall Trump eftir aðgerðum og talsmaður Dómsmálaráðuneytisins vildi sömuleiðis ekki tjá sig.Eftir því sem rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, hefur ágerst virðist Trump verja meira af tíma sínum í að gagnrýna löggæslustofnanir Bandaríkjanna og eigið Dómsmálaráðuneyti. Þá hefur vakið athygli að Trump hefur lengi gagnrýnt fréttir sem byggja á nafnlausum heimildarmönnum og gerði það síðast í dag. Þá sagði hann að ef fólk sæi vitnað í slíka heimildarmenn ætti það að hætta að lesa, því fréttin væri ekki sönn.When you see “anonymous source,” stop reading the story, it is fiction!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í gær. Trump birti tíst þar sem hann sagði Kínverja hafa brotið sér leið inn í tölvupóstkerfi Hillary Clinton og þeir hefðu komið höndum yfir leynilegar upplýsingar. Hann sagði að FBI og Dómsmálaráðuneytið þyrfti að grípa inn í. Þá gagnrýndi hann stofnanirnar og sagði þær hafa gert mikil mistök. Hann sagði að trúverðugleiki stofnanna yrði enginn ef ekki yrði gripið til aðgerða. Forsetinn vísaði ekki til sannanna máli sínu til stuðnings. Hins vegar hafði miðillinn Daily Caller birt frétt skömmu áður þar sem því hvar haldið fram að kínverskt fyrirtæki sem starfrækt var í Washington DC hefði brotið sér leið inn í töluvkerfi Clinton. Vitnaði miðillinn í tvo nafnlausa heimildarmenn sem vissu af málinu.Fjallað var um fréttina á Fox News í gær.Hillary Clinton’s Emails, many of which are Classified Information, got hacked by China. Next move better be by the FBI & DOJ or, after all of their other missteps (Comey, McCabe, Strzok, Page, Ohr, FISA, Dirty Dossier etc.), their credibility will be forever gone! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018Report just out: “China hacked Hillary Clinton’s private Email Server.” Are they sure it wasn’t Russia (just kidding!)? What are the odds that the FBI and DOJ are right on top of this? Actually, a very big story. Much classified information! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Eins og áður segir sagði talsmaður FBI við Washington Post að engar vísbendingar hefðu fundist um að einhver hefði brotið sér leið inn í kerfi Clinton. Hann vildi ekki tjá sig um kall Trump eftir aðgerðum og talsmaður Dómsmálaráðuneytisins vildi sömuleiðis ekki tjá sig.Eftir því sem rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, hefur ágerst virðist Trump verja meira af tíma sínum í að gagnrýna löggæslustofnanir Bandaríkjanna og eigið Dómsmálaráðuneyti. Þá hefur vakið athygli að Trump hefur lengi gagnrýnt fréttir sem byggja á nafnlausum heimildarmönnum og gerði það síðast í dag. Þá sagði hann að ef fólk sæi vitnað í slíka heimildarmenn ætti það að hætta að lesa, því fréttin væri ekki sönn.When you see “anonymous source,” stop reading the story, it is fiction!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira