FBI segir ekkert til í nýjum staðhæfingum Trump um Clinton Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2018 18:22 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í gær. Trump birti tíst þar sem hann sagði Kínverja hafa brotið sér leið inn í tölvupóstkerfi Hillary Clinton og þeir hefðu komið höndum yfir leynilegar upplýsingar. Hann sagði að FBI og Dómsmálaráðuneytið þyrfti að grípa inn í. Þá gagnrýndi hann stofnanirnar og sagði þær hafa gert mikil mistök. Hann sagði að trúverðugleiki stofnanna yrði enginn ef ekki yrði gripið til aðgerða. Forsetinn vísaði ekki til sannanna máli sínu til stuðnings. Hins vegar hafði miðillinn Daily Caller birt frétt skömmu áður þar sem því hvar haldið fram að kínverskt fyrirtæki sem starfrækt var í Washington DC hefði brotið sér leið inn í töluvkerfi Clinton. Vitnaði miðillinn í tvo nafnlausa heimildarmenn sem vissu af málinu.Fjallað var um fréttina á Fox News í gær.Hillary Clinton’s Emails, many of which are Classified Information, got hacked by China. Next move better be by the FBI & DOJ or, after all of their other missteps (Comey, McCabe, Strzok, Page, Ohr, FISA, Dirty Dossier etc.), their credibility will be forever gone! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018Report just out: “China hacked Hillary Clinton’s private Email Server.” Are they sure it wasn’t Russia (just kidding!)? What are the odds that the FBI and DOJ are right on top of this? Actually, a very big story. Much classified information! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Eins og áður segir sagði talsmaður FBI við Washington Post að engar vísbendingar hefðu fundist um að einhver hefði brotið sér leið inn í kerfi Clinton. Hann vildi ekki tjá sig um kall Trump eftir aðgerðum og talsmaður Dómsmálaráðuneytisins vildi sömuleiðis ekki tjá sig.Eftir því sem rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, hefur ágerst virðist Trump verja meira af tíma sínum í að gagnrýna löggæslustofnanir Bandaríkjanna og eigið Dómsmálaráðuneyti. Þá hefur vakið athygli að Trump hefur lengi gagnrýnt fréttir sem byggja á nafnlausum heimildarmönnum og gerði það síðast í dag. Þá sagði hann að ef fólk sæi vitnað í slíka heimildarmenn ætti það að hætta að lesa, því fréttin væri ekki sönn.When you see “anonymous source,” stop reading the story, it is fiction!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, sendi frá sér tilkynningu í dag og sagðist ekki hafa fundið vísbendingar um að tölvupóstum hefði verið stolið af Hillary Clinton, þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram í gær. Trump birti tíst þar sem hann sagði Kínverja hafa brotið sér leið inn í tölvupóstkerfi Hillary Clinton og þeir hefðu komið höndum yfir leynilegar upplýsingar. Hann sagði að FBI og Dómsmálaráðuneytið þyrfti að grípa inn í. Þá gagnrýndi hann stofnanirnar og sagði þær hafa gert mikil mistök. Hann sagði að trúverðugleiki stofnanna yrði enginn ef ekki yrði gripið til aðgerða. Forsetinn vísaði ekki til sannanna máli sínu til stuðnings. Hins vegar hafði miðillinn Daily Caller birt frétt skömmu áður þar sem því hvar haldið fram að kínverskt fyrirtæki sem starfrækt var í Washington DC hefði brotið sér leið inn í töluvkerfi Clinton. Vitnaði miðillinn í tvo nafnlausa heimildarmenn sem vissu af málinu.Fjallað var um fréttina á Fox News í gær.Hillary Clinton’s Emails, many of which are Classified Information, got hacked by China. Next move better be by the FBI & DOJ or, after all of their other missteps (Comey, McCabe, Strzok, Page, Ohr, FISA, Dirty Dossier etc.), their credibility will be forever gone! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018Report just out: “China hacked Hillary Clinton’s private Email Server.” Are they sure it wasn’t Russia (just kidding!)? What are the odds that the FBI and DOJ are right on top of this? Actually, a very big story. Much classified information! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Eins og áður segir sagði talsmaður FBI við Washington Post að engar vísbendingar hefðu fundist um að einhver hefði brotið sér leið inn í kerfi Clinton. Hann vildi ekki tjá sig um kall Trump eftir aðgerðum og talsmaður Dómsmálaráðuneytisins vildi sömuleiðis ekki tjá sig.Eftir því sem rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, hefur ágerst virðist Trump verja meira af tíma sínum í að gagnrýna löggæslustofnanir Bandaríkjanna og eigið Dómsmálaráðuneyti. Þá hefur vakið athygli að Trump hefur lengi gagnrýnt fréttir sem byggja á nafnlausum heimildarmönnum og gerði það síðast í dag. Þá sagði hann að ef fólk sæi vitnað í slíka heimildarmenn ætti það að hætta að lesa, því fréttin væri ekki sönn.When you see “anonymous source,” stop reading the story, it is fiction!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira