Tugir barna féllu í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. ágúst 2018 06:00 Jemenskt barn fær aðhlynningu á sjúkrahúsi í Saada-fylki en 29 börn létust í loftárásinni. Vísir/AFP Sádiarabíski herinn og bandamenn hans í stríðinu í Jemen felldu í gær tugi í loftárásum á Saada-fylki. Á meðal fórnarlamba árásanna voru börn sem ferðuðust saman í rútu. Frá þessu greindi alþjóðaráð Rauða krossins. „Tugir eru fallnir og hinir særðu fá aðhlynningu [...] Meirihluti sjúklinganna er undir tíu ára aldri,“ tísti ráðið. Ráðið sagði starfsmenn reyna að bjarga eins mörgum og unnt væri. Hins vegar héldi tala látinna áfram að hækka. Nú þegar hafi verið tekið á móti líkum 29 barna, allra innan við fimmtán ára, og 48 særðum, þar af 30 börnum. Sádi-Arabar sögðust í gær hafa beint árásinni að eldflaugaskotpöllum sem notaðir hafa verið til að skjóta á sádiarabísku borgina Jizan. Voru Hútar, uppreisnarmennirnir sem hernaðarbandalagið berst gegn í Jemen, jafnframt sakaðir um að nota börn til að skýla sér fyrir skothríðinni. „Árás dagsins í Saada var lögmæt hernaðaraðgerð og var gerð í samræmi við alþjóðalög,“ sagði í yfirlýsingu hersins sem birtist á ríkisfréttastöðinni SPA. Al-Masirah, sjónvarpsstöð Húta, sagði á Twitter í gær að 39 hefðu fallið í árásunum og 51 særst. Hútar vildu þó ekki svara ásökunum Sádi-Araba um að hafa notað börn sér til varnar. Sagði miðillinn börnin í rútunni hafa verið á leið á námskeið um Kóraninn.Stærsti hluti jemensku þjóðarinnar býr við afar þröngan kost.Vísir/GettyLoftárásir voru einnig gerðar á hafnarborgina Hodeidah síðasta fimmtudag. Fórust þá 55 í árásum hernaðarbandalagsins að því er uppreisnarmenn greindu frá. Tala látinna var þó nokkuð á reiki, Reuters sagði 28 hafa fallið en kínverski miðillinn Xinhua sjötíu. Í kjölfarið bauð Martin Griffiths, erindreki Sameinuðu þjóðanna í Jemen, fylkingunum til friðarviðræðna í Sviss. Óvíst er hvort þær viðræður bera árangur, en síðustu viðræður fóru fram í Kúveit fyrir tveimur árum. Mæti sendifulltrúar fylkinganna til viðræðna munu þær hefjast þann 6. september næstkomandi í Genf. Hernaðarbandalagið hefur gert fjölda loftárása á Jemen undanfarið. Samkvæmt Al Jazeera voru 258 árásir gerðar í júnímánuði einum. Þar af þriðjungur á skotmörk ótengd hernaði. Yemen Data Project greindi frá því að 24 árásir hafi verið gerðar á íbúabyggð, þrjár á vatns- og rafmagnsinnviði og þrjár á sjúkrahús. AP greindi frá því fyrr í vikunni að hernaðarbandalagið hafi gert leynilega samninga við hryðjuverkasamtökin al-Kaída í Jemen og ráðið til sín hermenn úr þeirra röðum. Heimildarmenn sögðu frá því að Bandaríkjamenn, sem styðja hernaðarbandalagið, hafi vitað af samningnum en þeir eiga sjálfir í átökum við samtökin. Bandaríkin hafi í þokkabót hætt drónaárásum á al-Kaída á meðan á viðræðunum stóð. Þessu neitaði talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Jemen Tengdar fréttir Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13 Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Sádiarabíski herinn og bandamenn hans í stríðinu í Jemen felldu í gær tugi í loftárásum á Saada-fylki. Á meðal fórnarlamba árásanna voru börn sem ferðuðust saman í rútu. Frá þessu greindi alþjóðaráð Rauða krossins. „Tugir eru fallnir og hinir særðu fá aðhlynningu [...] Meirihluti sjúklinganna er undir tíu ára aldri,“ tísti ráðið. Ráðið sagði starfsmenn reyna að bjarga eins mörgum og unnt væri. Hins vegar héldi tala látinna áfram að hækka. Nú þegar hafi verið tekið á móti líkum 29 barna, allra innan við fimmtán ára, og 48 særðum, þar af 30 börnum. Sádi-Arabar sögðust í gær hafa beint árásinni að eldflaugaskotpöllum sem notaðir hafa verið til að skjóta á sádiarabísku borgina Jizan. Voru Hútar, uppreisnarmennirnir sem hernaðarbandalagið berst gegn í Jemen, jafnframt sakaðir um að nota börn til að skýla sér fyrir skothríðinni. „Árás dagsins í Saada var lögmæt hernaðaraðgerð og var gerð í samræmi við alþjóðalög,“ sagði í yfirlýsingu hersins sem birtist á ríkisfréttastöðinni SPA. Al-Masirah, sjónvarpsstöð Húta, sagði á Twitter í gær að 39 hefðu fallið í árásunum og 51 særst. Hútar vildu þó ekki svara ásökunum Sádi-Araba um að hafa notað börn sér til varnar. Sagði miðillinn börnin í rútunni hafa verið á leið á námskeið um Kóraninn.Stærsti hluti jemensku þjóðarinnar býr við afar þröngan kost.Vísir/GettyLoftárásir voru einnig gerðar á hafnarborgina Hodeidah síðasta fimmtudag. Fórust þá 55 í árásum hernaðarbandalagsins að því er uppreisnarmenn greindu frá. Tala látinna var þó nokkuð á reiki, Reuters sagði 28 hafa fallið en kínverski miðillinn Xinhua sjötíu. Í kjölfarið bauð Martin Griffiths, erindreki Sameinuðu þjóðanna í Jemen, fylkingunum til friðarviðræðna í Sviss. Óvíst er hvort þær viðræður bera árangur, en síðustu viðræður fóru fram í Kúveit fyrir tveimur árum. Mæti sendifulltrúar fylkinganna til viðræðna munu þær hefjast þann 6. september næstkomandi í Genf. Hernaðarbandalagið hefur gert fjölda loftárása á Jemen undanfarið. Samkvæmt Al Jazeera voru 258 árásir gerðar í júnímánuði einum. Þar af þriðjungur á skotmörk ótengd hernaði. Yemen Data Project greindi frá því að 24 árásir hafi verið gerðar á íbúabyggð, þrjár á vatns- og rafmagnsinnviði og þrjár á sjúkrahús. AP greindi frá því fyrr í vikunni að hernaðarbandalagið hafi gert leynilega samninga við hryðjuverkasamtökin al-Kaída í Jemen og ráðið til sín hermenn úr þeirra röðum. Heimildarmenn sögðu frá því að Bandaríkjamenn, sem styðja hernaðarbandalagið, hafi vitað af samningnum en þeir eiga sjálfir í átökum við samtökin. Bandaríkin hafi í þokkabót hætt drónaárásum á al-Kaída á meðan á viðræðunum stóð. Þessu neitaði talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Jemen Tengdar fréttir Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13 Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
Fjöldi barna féll í loftárás á rútu í Jemen Bandalagsherinn undir forystu Sáda segir loftárásina hafa verið í samræmi við alþjóða- og mannúðarlög. 9. ágúst 2018 13:13
Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15
Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30