Hinsegin dagar – Verðum í fremstu röð Ásmundur Einar Daðason skrifar 10. ágúst 2018 07:00 Um leið og við fögnum glæsilegri dagskrá Hinsegin daga, þá er hollt að rifja upp hvað hefur áunnist í réttindum hinsegin fólks á undanförnum áratugum og ræða næstu skref. Í tilefni 40 ára afmælis Samtakanna '78 er fróðlegt að rifja upp stöðu hinsegin fólks á áttunda áratugnum. Algengt var að hinsegin fólk hafi verið í felum með tilfinningar sínar eða afneitað þeim. Þar með misstu margir af þeim mikilvægu þáttum lífsins sem felast í því að vera ástfanginn, að deila lífi sínu, vonum og væntingum. Til voru þeir sem börðust fyrir tilveru sinni, gegn viðhorfum samfélagsins og fordómum þess. Skiljanlega voru ekki margir tilbúnir í þessa baráttu, því fórnarkostnaðurinn gat verið hár. Í janúarmánuði 1978 var Herði Torfasyni meinaður aðgangur að skemmtistað í Reykjavík vegna kynhneigðar sinnar, en þessu lýsir hann vel í ævisögu sinni. Atvikið, auk annarra, varð til þess að hann hóf undirbúning að stofnun samtaka samkynhneigðra. Ég efa að þeir tólf samkynhneigðu karlmenn sem sátu stofnfund Samtakanna '78 hafi látið sig dreyma um þær samfélagsbreytingar sem hafa orðið. Þrátt fyrir baráttu fyrri ára og mikinn árangur er það því miður svo að Ísland hefur dregist aftur úr nágrannaþjóðunum hvað varðar réttindi hinsegin fólks og því þurfum við að breyta. Það var mjög ánægjulegt að leggja fram og sjá samþykkt lög um jafna meðferð á vinnumarkaði á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar. Á þessu ári hafa fjárframlög til Samtakanna '78 einnig verið tvöfölduð. Í samningnum við samtökin var ráðgjafar- og fræðsluhlutverk þeirra eflt, m.a. með sértækri ráðgjöf og fræðslu um málefni hinsegin fólks. Þá er stefnan að leggja fram frumvarp um kynrænt sjálfræði á næsta þingi sem mun styrkja mjög stöðu hinsegin fólks á Íslandi. Stefna núverandi ríkisstjórnar er að komast í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks. Það á að geta tekist hratt og vel. Ég hlakka til að taka þátt í áframhaldandi vinnu með mannréttindi allra að leiðarljósi. Gleðilega hinsegin daga!Höfundur er ráðherra félags- og jafnréttismála Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Hinsegin Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um leið og við fögnum glæsilegri dagskrá Hinsegin daga, þá er hollt að rifja upp hvað hefur áunnist í réttindum hinsegin fólks á undanförnum áratugum og ræða næstu skref. Í tilefni 40 ára afmælis Samtakanna '78 er fróðlegt að rifja upp stöðu hinsegin fólks á áttunda áratugnum. Algengt var að hinsegin fólk hafi verið í felum með tilfinningar sínar eða afneitað þeim. Þar með misstu margir af þeim mikilvægu þáttum lífsins sem felast í því að vera ástfanginn, að deila lífi sínu, vonum og væntingum. Til voru þeir sem börðust fyrir tilveru sinni, gegn viðhorfum samfélagsins og fordómum þess. Skiljanlega voru ekki margir tilbúnir í þessa baráttu, því fórnarkostnaðurinn gat verið hár. Í janúarmánuði 1978 var Herði Torfasyni meinaður aðgangur að skemmtistað í Reykjavík vegna kynhneigðar sinnar, en þessu lýsir hann vel í ævisögu sinni. Atvikið, auk annarra, varð til þess að hann hóf undirbúning að stofnun samtaka samkynhneigðra. Ég efa að þeir tólf samkynhneigðu karlmenn sem sátu stofnfund Samtakanna '78 hafi látið sig dreyma um þær samfélagsbreytingar sem hafa orðið. Þrátt fyrir baráttu fyrri ára og mikinn árangur er það því miður svo að Ísland hefur dregist aftur úr nágrannaþjóðunum hvað varðar réttindi hinsegin fólks og því þurfum við að breyta. Það var mjög ánægjulegt að leggja fram og sjá samþykkt lög um jafna meðferð á vinnumarkaði á grundvelli kynhneigðar, kynvitundar, kyneinkenna og kyntjáningar. Á þessu ári hafa fjárframlög til Samtakanna '78 einnig verið tvöfölduð. Í samningnum við samtökin var ráðgjafar- og fræðsluhlutverk þeirra eflt, m.a. með sértækri ráðgjöf og fræðslu um málefni hinsegin fólks. Þá er stefnan að leggja fram frumvarp um kynrænt sjálfræði á næsta þingi sem mun styrkja mjög stöðu hinsegin fólks á Íslandi. Stefna núverandi ríkisstjórnar er að komast í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks. Það á að geta tekist hratt og vel. Ég hlakka til að taka þátt í áframhaldandi vinnu með mannréttindi allra að leiðarljósi. Gleðilega hinsegin daga!Höfundur er ráðherra félags- og jafnréttismála
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar