Sjáðu stökkin sem komu Valgarði í úrslit á EM í fimleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 10:00 Valgarð Reinhardsson. Vísir/Getty Valgarð varð í gærkvöldi aðeins annar Íslendingurinn í sögunni til að komast í úrslit á Evrópumótinu í fimleikum. Íslenski fimleikamaðurinn Valgarð Reinhardsson er kominn í úrslit í stökki á Evrópumótinu í áhaldafimleikum eftir frábæra frammistöðu í Glasgow í gær. Valgarð er fyrstur Íslendinga til að keppa í úrslitum á stökki á Evrópumóti í fullorðinsflokki og annar Íslendingurinn í sögunni til að tryggja sig í úrslit á Evrópumóti. Enginn Íslendingur hefur komist í úrslit á Evrópumóti síðan árið 2004 þegar Rúnar Alexandersson komst í úrslit á bogahesti. Valgarð varð fimmti inn í úrslitin og fékk fyrir stökkin sín einkunnina 14,233. Alls komast átta keppendur í úrslit á hverju áhaldi, en til þess að komast í úrslit þarf að keppa með tvö stökk úr mismunandi erfiðleikaflokki. Hér fyrir neðan má sjá stökkin sem komu Valgarði í úrslit.Valgarð er 22 ára á árinu og núverandi Íslandsmeistari og fimleikamaður ársins 2017. Valgarð er úr Gerplu en æfir nú með Alta í Kanada sem kosið var besta fimleikafélagið þarlendis árið 2013. Á sínu fyrsta ári í Kanada varð Valgarð í tólfta sæti á kanadíska meistaramótinu og í ellefta sæti á Elite Canada, sem er mót þeirra bestu þar í landi og einungis þeir sem hljóta boð fá þátttökurétt. Úrslit á einstökum áhöldum fullorðinna hefjast klukkan 13.25 á sunnudaginn á íslenskum tíma Úrslit á stökki hefjast samkvæmt skipulagi klukkan 15:30.Keppendurnir sem komust í úrslit eru eftirfarandi: 1. Adrey Medvedev frá Ísrael með einkunnina 14,849 2. Igor Radivilov frá Úkraínu með einkunnina 14,783 3. Artur Dalaloyan frá Rússlandi með einkunnina 14,716 4. Dmitrii Lankin frá Rússlandi með einkunnina 14,383 5. Valgarð Reinhardsson frá Íslandi með einkunnina 14,233 6. Dimitar Dimitrov frá Búlgaríu með einkunnina 14,199 7. Konstantin Kuzovkov frá Georgíu með einkunnina 14,149 8. Loris Frasca frá Frakklandi með einkunnina 14,100 Aðrar íþróttir Fimleikar Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Sjá meira
Valgarð varð í gærkvöldi aðeins annar Íslendingurinn í sögunni til að komast í úrslit á Evrópumótinu í fimleikum. Íslenski fimleikamaðurinn Valgarð Reinhardsson er kominn í úrslit í stökki á Evrópumótinu í áhaldafimleikum eftir frábæra frammistöðu í Glasgow í gær. Valgarð er fyrstur Íslendinga til að keppa í úrslitum á stökki á Evrópumóti í fullorðinsflokki og annar Íslendingurinn í sögunni til að tryggja sig í úrslit á Evrópumóti. Enginn Íslendingur hefur komist í úrslit á Evrópumóti síðan árið 2004 þegar Rúnar Alexandersson komst í úrslit á bogahesti. Valgarð varð fimmti inn í úrslitin og fékk fyrir stökkin sín einkunnina 14,233. Alls komast átta keppendur í úrslit á hverju áhaldi, en til þess að komast í úrslit þarf að keppa með tvö stökk úr mismunandi erfiðleikaflokki. Hér fyrir neðan má sjá stökkin sem komu Valgarði í úrslit.Valgarð er 22 ára á árinu og núverandi Íslandsmeistari og fimleikamaður ársins 2017. Valgarð er úr Gerplu en æfir nú með Alta í Kanada sem kosið var besta fimleikafélagið þarlendis árið 2013. Á sínu fyrsta ári í Kanada varð Valgarð í tólfta sæti á kanadíska meistaramótinu og í ellefta sæti á Elite Canada, sem er mót þeirra bestu þar í landi og einungis þeir sem hljóta boð fá þátttökurétt. Úrslit á einstökum áhöldum fullorðinna hefjast klukkan 13.25 á sunnudaginn á íslenskum tíma Úrslit á stökki hefjast samkvæmt skipulagi klukkan 15:30.Keppendurnir sem komust í úrslit eru eftirfarandi: 1. Adrey Medvedev frá Ísrael með einkunnina 14,849 2. Igor Radivilov frá Úkraínu með einkunnina 14,783 3. Artur Dalaloyan frá Rússlandi með einkunnina 14,716 4. Dmitrii Lankin frá Rússlandi með einkunnina 14,383 5. Valgarð Reinhardsson frá Íslandi með einkunnina 14,233 6. Dimitar Dimitrov frá Búlgaríu með einkunnina 14,199 7. Konstantin Kuzovkov frá Georgíu með einkunnina 14,149 8. Loris Frasca frá Frakklandi með einkunnina 14,100
Aðrar íþróttir Fimleikar Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Sjá meira