Hvítir þjóðernissinnar ganga aftur ári eftir Charlottesville Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2018 12:03 Háskólanemar og vinstrisinnaðir hópar gengu í Charlottesville í gær í tilefni þess að ár er liðið frá samkomu hægriöfgamanna þar. Mótmæltu þeir hatursboðskap hvítra þjóðernissinna. Vísir/EPA Washington-borg í Bandaríkjunum býr sig nú undir göngu hvítra þjóðernissinna á götum borgarinnar í dag á eins árs afmæli óeirðanna í Charlottesville í Virginíu. Nokkrir hópar mótmælenda hvítu þjóðernissinnanna hafa einnig fengið leyfi til að koma saman í borginni í dag. Ýmsir hópar hægriöfgamanna komu saman í Charlottesville í fyrra. Þar söfnuðust saman hvítir þjóðernissinnar, Ku Klux Klan-liðar og nýnasistar. Þeir gengu meðal annars fylktu liði með kyndla á lofti og hrópuðu slagorð gegn gyðingum kvöldið fyrir formlega samkomu þeirra. Á viðburðinum sjálfum sló í brýnu á milli öfgamannanna og fólks sem hafði komið til að mótmæla boðskap þeirra. Lögreglan í borginni virtist alls óundirbúin fyrir mótmælin og hafði sig lítið frammi til að skakka leikinn. Einn öfgamannanna ók bíl sínum niður göngugötu inn í hóp mótmælendanna. Kona á fertugsaldri lést eftir að hafa orðið fyrir bílnum. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir manndráp og líkamsárásir. Tveir lögreglumenn sem voru kallaðir út vegna átakanna fórust einnig í þyrluslysi sama dag.Mikill viðbúnaður í Washington Fundur öfgamannanna í Washington-borg í dag er kynntur sem framhald á þeim sem haldinn var í Charlottesville. Slagorð hans er „Sameinum hægrið 2“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fólkið ætlar að koma saman á Lafayette-torgi nærri Hvíta húsinu klukkan 17:30 að staðartíma. Lögreglan er sögð hafa mikinn viðbúnað vegna samkomunnar og mótmælanna gegn henni til þess að halda fylkingunum aðskildum. Trump tísti í gær um andstöðu sína gegn „öllum tegundum rasisma“ í tilefni tímamótanna. Hann var gagnrýndur harðlega fyrir viðbrögð sín við samkomu öfgamannanna og óeirðunum í Charlottesville í fyrra. Forsetinn þráiðist við að fordæma hvítu þjóðernissinnana og tók á endanum upp hanskann fyrir þá. Sagði hann eftirminnilega að „margt prýðilegt fólk“ hafi verið í hópi bæði öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Margir repúblikanar, sem hafa að mestu leyti staðið með Trump í gegnum súrt og sætt, gagnrýndu forsetann fyrir viðbrögðin við atburðunum í Charlottesville. Nokkrir forsvarsmenn stórfyrirtækja sem sátu í sérstöku ráðgjafaráði forsetans sögðu af sér í mótmælaskyni en Trump leysti ráðið upp í kjölfarið. Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00 Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Tveir hvítir þjóðernissinnar hafa verið handteknir vegna ofbeldisfullrar samkomu þeirra í Charlottesville í Bandaríkjunum um miðjan mánuðinn og þess þriðja er leitað. 27. ágúst 2017 11:49 Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í sumar voru harðlega gagnrýnd í skýrslu fyrrverandi saksóknara. 18. desember 2017 22:21 Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Enn mótmæla hvítir þjóðernisöfgamenn að stytta af herforingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. 8. október 2017 07:58 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Washington-borg í Bandaríkjunum býr sig nú undir göngu hvítra þjóðernissinna á götum borgarinnar í dag á eins árs afmæli óeirðanna í Charlottesville í Virginíu. Nokkrir hópar mótmælenda hvítu þjóðernissinnanna hafa einnig fengið leyfi til að koma saman í borginni í dag. Ýmsir hópar hægriöfgamanna komu saman í Charlottesville í fyrra. Þar söfnuðust saman hvítir þjóðernissinnar, Ku Klux Klan-liðar og nýnasistar. Þeir gengu meðal annars fylktu liði með kyndla á lofti og hrópuðu slagorð gegn gyðingum kvöldið fyrir formlega samkomu þeirra. Á viðburðinum sjálfum sló í brýnu á milli öfgamannanna og fólks sem hafði komið til að mótmæla boðskap þeirra. Lögreglan í borginni virtist alls óundirbúin fyrir mótmælin og hafði sig lítið frammi til að skakka leikinn. Einn öfgamannanna ók bíl sínum niður göngugötu inn í hóp mótmælendanna. Kona á fertugsaldri lést eftir að hafa orðið fyrir bílnum. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir manndráp og líkamsárásir. Tveir lögreglumenn sem voru kallaðir út vegna átakanna fórust einnig í þyrluslysi sama dag.Mikill viðbúnaður í Washington Fundur öfgamannanna í Washington-borg í dag er kynntur sem framhald á þeim sem haldinn var í Charlottesville. Slagorð hans er „Sameinum hægrið 2“, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fólkið ætlar að koma saman á Lafayette-torgi nærri Hvíta húsinu klukkan 17:30 að staðartíma. Lögreglan er sögð hafa mikinn viðbúnað vegna samkomunnar og mótmælanna gegn henni til þess að halda fylkingunum aðskildum. Trump tísti í gær um andstöðu sína gegn „öllum tegundum rasisma“ í tilefni tímamótanna. Hann var gagnrýndur harðlega fyrir viðbrögð sín við samkomu öfgamannanna og óeirðunum í Charlottesville í fyrra. Forsetinn þráiðist við að fordæma hvítu þjóðernissinnana og tók á endanum upp hanskann fyrir þá. Sagði hann eftirminnilega að „margt prýðilegt fólk“ hafi verið í hópi bæði öfgamannanna og mótmælenda þeirra. Margir repúblikanar, sem hafa að mestu leyti staðið með Trump í gegnum súrt og sætt, gagnrýndu forsetann fyrir viðbrögðin við atburðunum í Charlottesville. Nokkrir forsvarsmenn stórfyrirtækja sem sátu í sérstöku ráðgjafaráði forsetans sögðu af sér í mótmælaskyni en Trump leysti ráðið upp í kjölfarið.
Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00 Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Tveir hvítir þjóðernissinnar hafa verið handteknir vegna ofbeldisfullrar samkomu þeirra í Charlottesville í Bandaríkjunum um miðjan mánuðinn og þess þriðja er leitað. 27. ágúst 2017 11:49 Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í sumar voru harðlega gagnrýnd í skýrslu fyrrverandi saksóknara. 18. desember 2017 22:21 Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Enn mótmæla hvítir þjóðernisöfgamenn að stytta af herforingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. 8. október 2017 07:58 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Þrír hætta í ráðgjafaráði Trump vegna Charlottesville „Ég hætti vegna þess að ég vil ná framförum, á meðan margir í Washington virðast hafa meiri áhyggjur af því að ráðast gegn öllum þeim sem eru ósammála sér.“ 15. ágúst 2017 07:24
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53
Tekist á um tákn sundraðrar fortíðar Minnisvarði um Suðurríkin voru miðpunktur mótmæla hvítra þjóðernissinna í Charlottesville um helgina. Tákn Suðurríkjanna hafa lengi verið sundrungarafl í bandarísku samfélagi. 16. ágúst 2017 16:00
Ku Klux Klan-liði handtekinn vegna Charlottesville Tveir hvítir þjóðernissinnar hafa verið handteknir vegna ofbeldisfullrar samkomu þeirra í Charlottesville í Bandaríkjunum um miðjan mánuðinn og þess þriðja er leitað. 27. ágúst 2017 11:49
Gagnrýni leiðir til afsagnar lögreglustjórans í Charlottesville Viðbrögð lögreglunnar við samkomu hvítra þjóðernissinna í Charlottesville í sumar voru harðlega gagnrýnd í skýrslu fyrrverandi saksóknara. 18. desember 2017 22:21
Hvítir þjóðernissinnar hrella Charlottesville áfram Enn mótmæla hvítir þjóðernisöfgamenn að stytta af herforingja úr Þrælastríðinu verði fjarlægð. 8. október 2017 07:58