Los Angeles Clippers sá til þess að Bruce Bowen var sagt upp störfum og er ástæðan er gagnrýni hans á Kawhi Leonard, fyrrum leikmann San Antonio Spurs.
Aðalástæðan fyrir viðkvæmni Clippers er að félagið ætlar sér að ná í Kawhi Leonard næsta sumar.
Kawhi Leonard fór til Toronto Raptors frá Spurs og klárar þar lokaár samningsins. Hann er síðan með lausan samning næsta sumar og þá ætlar Los Angeles Clippers að reyna að tæla hann til sín.
Bruce Bowen var mjög ósáttur við það að Kawhi Leonard vildi fara frá San Antonio Spurs og gerði lítið úr afsökunum leikmannsins sem hann kallaði væl og vitleysu.
Two months after Bruce Bowen ranted about Kawhi Leonard's "excuses," the Clippers stepped in https://t.co/mttPhNfNYq
— New York Post Sports (@nypostsports) August 13, 2018
Það eru mörg félög sem munu keppa um undirskrift Kawhi Leonard næsta sumar og nágrannar Clippers í Los Angeles Lakers eru eitt af þeim liðum.
Kawhi Leonard er frábær leikmaður, einstakur varnarmaður sem var orðinn aðalstjarnan í San Antonio Spurs. Hann meiddist hins vegar illa í úrslitakeppninni 2017 og spilaði lítið á síðasta tímabili. Allt fór síðan upp í háaloft á milli hans og Spurs. Bowen blandaði sér í umræðuna en það kostaði hann líka starfið.
The 2019 free agency chase is underway: In aftermath of critical comments about Kawhi Leonard, Bruce Bowen won’t return as TV game analyst for the Los Angeles Clippers. Story on ESPN. https://t.co/0kRmwpStBi
— Adrian Wojnarowski (@wojespn) August 13, 2018
Bowen var meðal annars átta sinnum kosinn í fyrsta eða annað varnarlið ársins og treyja hans númer 12 hangir í loftinu í San Antonio Spurs höllinni. Jú, hann er Spurs-maður í gegn.