Mannöld Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. ágúst 2018 05:34 Í jarðfræðilegum skilningi hófst nútíminn fyrir um 12 þúsund árum. Upphaf þessa tímabils má rekja til meiriháttar leysinga, þegar hinar miklu íshellur sem mótað höfðu landslag Evrópu og Norður-Evrópu í árþúsundir, bráðnuðu ört. Það að öll siðmenning mannsins– allar gjörðir hans, afrek og uppgötvanir; sigrar og ósigrar – rúmist innan þessa stutta tímabils hlýinda jaðrar við það að vera kvíðavekjandi. Það virðist lítið mega út af bregða; nútíminn virðist brothættur. Í raun eru margir sem telja að það tímabil sem kennt er við nútímann sé þegar liðið. Annað tímabil sé nú hafið. Tímabil sem einkennist af miklum og hröðum breytingum sem orðið hafa á grundvallarferlum í náttúru Jarðarinnar, í lofti, á láði og legi. Þetta nýja tímabil er kallað mannöld og það byggir á þeim afdrifaríku og umfangsmiklu breytingum sem gjörðir mannanna hafa haft á þau fjölmörgu ólíku kerfi sem gert hafa Jörðina lífvænlega og gert samfélagi mannanna kleift að dafna. Will Steffen og 15 meðhöfundar hans að yfirlitsgreininni „Trajectories of the Earth System in the Anthropocene“, sem birtist í vísindariti bandarísku vísindaakademíunnar (PNAS) á dögunum, draga upp sláandi mynd af þeim breytingum sem mögulega munu eiga sér stað á mannöld. Fáar vísindagreinar hafa vakið jafn mikla athygli og grein Steffens og co. á undanförnum árum. Ein möguleg ástæða fyrir því eru þær skelfilegu sviðsmyndir sem virðast bíða okkar að óbreyttu. Slík dramatík virðist vera það sem þarf til til að koma loftslagsmálum að í almennri umræðu. Ein af niðurstöðum greinarinnar tekur til sjálfstyrkjandi ferla eins og þiðnunar sífrera á norðurskautssvæðum, stórfelldrar gróðurvisnunar og bráðnunar íshellna á landi. Allt ferlar sem geta magnað og hraðað áhrifum loftslagsbreytinga. Höfundarnir telja að forðast megi slíka ferla með því að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum, miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Við nálgumst nú þennan þröskuld – honum verður að óbreyttu náð um miðja öld – og sem stendur er fátt sem gefur til kynna að okkur takist að forðast hann. Sjálfstyrkjandi ferlar, eins og losun metans úr sífrera, gætu síðan tekið nokkrar aldir að raungerast. Grein Steffens og co. er yfirlitsgrein sem byggir á öðrum og einnig óbirtum vísindagreinum. Hún er fyrst og fremst heppileg til hugleiðinga um þá stöðu sem blasir við í loftslagsmálum. Engu að síður ættum við að taka mark á meginstefi greinarinnar, það er, að til þess að tryggja komandi kynslóðum sömu tækifæri og við og forfeður okkur fengum, þá þarf að grípa til aðgerða núna. Ekki eftir næstu kosningar, ekki eftir útgáfu næstu skýrslu Vísindanefndar um loftslagsmál, og sannarlega ekki eftir að við förum að finna fyrir raunverulegum áhrifum loftslagsbreytinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Í jarðfræðilegum skilningi hófst nútíminn fyrir um 12 þúsund árum. Upphaf þessa tímabils má rekja til meiriháttar leysinga, þegar hinar miklu íshellur sem mótað höfðu landslag Evrópu og Norður-Evrópu í árþúsundir, bráðnuðu ört. Það að öll siðmenning mannsins– allar gjörðir hans, afrek og uppgötvanir; sigrar og ósigrar – rúmist innan þessa stutta tímabils hlýinda jaðrar við það að vera kvíðavekjandi. Það virðist lítið mega út af bregða; nútíminn virðist brothættur. Í raun eru margir sem telja að það tímabil sem kennt er við nútímann sé þegar liðið. Annað tímabil sé nú hafið. Tímabil sem einkennist af miklum og hröðum breytingum sem orðið hafa á grundvallarferlum í náttúru Jarðarinnar, í lofti, á láði og legi. Þetta nýja tímabil er kallað mannöld og það byggir á þeim afdrifaríku og umfangsmiklu breytingum sem gjörðir mannanna hafa haft á þau fjölmörgu ólíku kerfi sem gert hafa Jörðina lífvænlega og gert samfélagi mannanna kleift að dafna. Will Steffen og 15 meðhöfundar hans að yfirlitsgreininni „Trajectories of the Earth System in the Anthropocene“, sem birtist í vísindariti bandarísku vísindaakademíunnar (PNAS) á dögunum, draga upp sláandi mynd af þeim breytingum sem mögulega munu eiga sér stað á mannöld. Fáar vísindagreinar hafa vakið jafn mikla athygli og grein Steffens og co. á undanförnum árum. Ein möguleg ástæða fyrir því eru þær skelfilegu sviðsmyndir sem virðast bíða okkar að óbreyttu. Slík dramatík virðist vera það sem þarf til til að koma loftslagsmálum að í almennri umræðu. Ein af niðurstöðum greinarinnar tekur til sjálfstyrkjandi ferla eins og þiðnunar sífrera á norðurskautssvæðum, stórfelldrar gróðurvisnunar og bráðnunar íshellna á landi. Allt ferlar sem geta magnað og hraðað áhrifum loftslagsbreytinga. Höfundarnir telja að forðast megi slíka ferla með því að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum, miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Við nálgumst nú þennan þröskuld – honum verður að óbreyttu náð um miðja öld – og sem stendur er fátt sem gefur til kynna að okkur takist að forðast hann. Sjálfstyrkjandi ferlar, eins og losun metans úr sífrera, gætu síðan tekið nokkrar aldir að raungerast. Grein Steffens og co. er yfirlitsgrein sem byggir á öðrum og einnig óbirtum vísindagreinum. Hún er fyrst og fremst heppileg til hugleiðinga um þá stöðu sem blasir við í loftslagsmálum. Engu að síður ættum við að taka mark á meginstefi greinarinnar, það er, að til þess að tryggja komandi kynslóðum sömu tækifæri og við og forfeður okkur fengum, þá þarf að grípa til aðgerða núna. Ekki eftir næstu kosningar, ekki eftir útgáfu næstu skýrslu Vísindanefndar um loftslagsmál, og sannarlega ekki eftir að við förum að finna fyrir raunverulegum áhrifum loftslagsbreytinga.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun