Að fylgja leikreglunum Auður Önnu Magnúsdóttir og skrifa 15. ágúst 2018 06:00 Það er lífseigur misskilningur að virkjanahugmyndir sem eru í nýtingarflokki í rammaáætlun séu þar með komnar með framkvæmdaleyfi. Harðar deilur um nýtingu lands til orkuöflunar, eins og Kárahnjúkadeilan, hafa staðið mestanpart 20. aldar og alla 21. öldina. Um aldamótin síðustu var gerð tilraun til þess að koma á skipulögðu ferli þar sem farið er með faglegum hætti í gegnum þau landsvæði sem áhugi er á að nýta til 10 MW orkuvinnslu og meira, kölluð rammaáætlun. Orkuvinnsla og -sala var gefin frjáls upp úr aldamótum. Landsvæðin eru metin af faghópum eftir meðal annars mikilvægi náttúruminja og hagkvæmni virkjunarkosta. Verkefnisstjórn rammaáætlunar leggur tillögu að flokkun landsvæðanna svo fyrir umhverfisráðherra sem leggur fyrir Alþingi tillögu um skiptingu svæðanna í verndarflokk, biðflokk og nýtingarflokk byggt á innbyrðis röðun frá verkefnisstjórninni. Þegar Alþingi hefur samþykkt rammaáætlun ber að friðlýsa svæðin í verndarflokki. Virkjunarkosti sem falla innan landsvæða í nýtingarflokki má skoða áfram til orkunýtingar en þeir eru alltaf háðir mati á umhverfisáhrifum (umhverfismati) sem ákvörðun á næsta stigi verður að taka mið af. Sú ákvörðun er nú tekin af sveitarstjórnum, svokallað framkvæmdaleyfi. Því fer fjarri að nýtingarflokkur rammaáætlunar merki að virkja megi á viðkomandi landsvæði, enda væri umhverfismat þarflaust ef svo væri. Leikreglurnar sem gilda um orkunýtingu á Íslandi eru nokkuð skýrar. Landsvæði í nýtingarflokki rammaáætlunar má halda áfram að skoða til nýtingar, en engin heimild til orkunýtingar felst í því. Lögin gera sjónarmiðum umhverfisverndar hátt undir höfði á öllum stigum og engin ákvörðun um nýtingu felst í röðun svæðis í nýtingarflokk. Mikilvægt er að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda um orkunýtingu og náttúruvernd á öllum stigum. Náttúruverndarsjónarmið eiga heima í ákvörðunum um aðalskipulag sveitarfélaga, umhverfismati framkvæmda, friðlýsingu svæða í verndarflokki rammaáætlunar og friðlýsingu svæða samkvæmt náttúruverndarlögum. Að halda öðru fram lýsir annaðhvort alvarlegri vanþekkingu á orkunýtingarmálum eða vísvitandi tilraunum til að afvegaleiða umræðuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Umhverfismál Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Það er lífseigur misskilningur að virkjanahugmyndir sem eru í nýtingarflokki í rammaáætlun séu þar með komnar með framkvæmdaleyfi. Harðar deilur um nýtingu lands til orkuöflunar, eins og Kárahnjúkadeilan, hafa staðið mestanpart 20. aldar og alla 21. öldina. Um aldamótin síðustu var gerð tilraun til þess að koma á skipulögðu ferli þar sem farið er með faglegum hætti í gegnum þau landsvæði sem áhugi er á að nýta til 10 MW orkuvinnslu og meira, kölluð rammaáætlun. Orkuvinnsla og -sala var gefin frjáls upp úr aldamótum. Landsvæðin eru metin af faghópum eftir meðal annars mikilvægi náttúruminja og hagkvæmni virkjunarkosta. Verkefnisstjórn rammaáætlunar leggur tillögu að flokkun landsvæðanna svo fyrir umhverfisráðherra sem leggur fyrir Alþingi tillögu um skiptingu svæðanna í verndarflokk, biðflokk og nýtingarflokk byggt á innbyrðis röðun frá verkefnisstjórninni. Þegar Alþingi hefur samþykkt rammaáætlun ber að friðlýsa svæðin í verndarflokki. Virkjunarkosti sem falla innan landsvæða í nýtingarflokki má skoða áfram til orkunýtingar en þeir eru alltaf háðir mati á umhverfisáhrifum (umhverfismati) sem ákvörðun á næsta stigi verður að taka mið af. Sú ákvörðun er nú tekin af sveitarstjórnum, svokallað framkvæmdaleyfi. Því fer fjarri að nýtingarflokkur rammaáætlunar merki að virkja megi á viðkomandi landsvæði, enda væri umhverfismat þarflaust ef svo væri. Leikreglurnar sem gilda um orkunýtingu á Íslandi eru nokkuð skýrar. Landsvæði í nýtingarflokki rammaáætlunar má halda áfram að skoða til nýtingar, en engin heimild til orkunýtingar felst í því. Lögin gera sjónarmiðum umhverfisverndar hátt undir höfði á öllum stigum og engin ákvörðun um nýtingu felst í röðun svæðis í nýtingarflokk. Mikilvægt er að fylgja þeim lögum og reglum sem gilda um orkunýtingu og náttúruvernd á öllum stigum. Náttúruverndarsjónarmið eiga heima í ákvörðunum um aðalskipulag sveitarfélaga, umhverfismati framkvæmda, friðlýsingu svæða í verndarflokki rammaáætlunar og friðlýsingu svæða samkvæmt náttúruverndarlögum. Að halda öðru fram lýsir annaðhvort alvarlegri vanþekkingu á orkunýtingarmálum eða vísvitandi tilraunum til að afvegaleiða umræðuna.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar