Segir lögreglu ala á fordómum gegn hjólreiðafólki Bergþór Másson skrifar 1. ágúst 2018 18:50 Hjólreiðafólk í Reykjavík. Vísir/Hanna Páll Guðjónsson, stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um kvartanir vegna hjólreiðafólks ala á fordómum gegn hjólreiðafólki. Í dag greindi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá því á Facebook síðu sinni að fjölmargar kvartanir vegna hjólreiðafólks hafa borist í sumar. Í færslunni birti lögreglan myndband Samgöngustofu sem fer yfir þau atriði sem mestu máli skipta þegar hjólað er á gangstígum. Sjá einnig: Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera beturPáll Guðjónsson, stjórnarmaður og ritari Landssamtaka hjólreiðamanna, segir í samtali við Vísi að skrif lögreglunnar á Facebook sem fylgdu með fræðslumyndbandinu séu algjörlega misheppnuð. „Ég veit ekki hvort að þetta hafi verið vondur dagur hjá þessari samfélagsmiðlastjörnu þeirra eða hvað sem það er, eða hvort að hún þurfi bara að fara í þjálfun í mannlegum samskiptum, það er verið að ala á fordómum gagnvart hóp með því að vera að endurtaka svona slúður og nota þennan tón.“Páll Guðjónsson, stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamannaFacebookÍ færslu lögreglunnar kemur fram að „ábendingar eða kvartanir um reiðhjólafólk sem fer ógætilega hafa borist frá vegfarendum í öllum sveitarfélögum í umdæminu og segir það sína sögu.“ Páll segir að þar sé lögreglan að slá fram einhverjum fullyrðingum frá fólki sem hringir daglega. „Það að einhver segir það sama aftur og aftur, stundum daglega, það gerir fullyrðinguna ekki sanna, það þarf að sýna fram á þetta með öðrum hætti, þetta er bara slúður sem þau eru að endurtaka og það er bara ekki smart.“ Páll segir þjóðina búa við mörg stór vandamál svosem hlýnun jarðar, mengun og lífsstílsjúkdóma og segir hann að auknar hljóðreiðar séu hluti af lausninni á öllum þessum vandamálum, og að lögregla eigi ekki að ala á fordómum gegn þeim. Hér má sjá umrædda Facebook færslu lögreglunnar. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira
Páll Guðjónsson, stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um kvartanir vegna hjólreiðafólks ala á fordómum gegn hjólreiðafólki. Í dag greindi lögreglan á höfuðborgarsvæðinu frá því á Facebook síðu sinni að fjölmargar kvartanir vegna hjólreiðafólks hafa borist í sumar. Í færslunni birti lögreglan myndband Samgöngustofu sem fer yfir þau atriði sem mestu máli skipta þegar hjólað er á gangstígum. Sjá einnig: Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera beturPáll Guðjónsson, stjórnarmaður og ritari Landssamtaka hjólreiðamanna, segir í samtali við Vísi að skrif lögreglunnar á Facebook sem fylgdu með fræðslumyndbandinu séu algjörlega misheppnuð. „Ég veit ekki hvort að þetta hafi verið vondur dagur hjá þessari samfélagsmiðlastjörnu þeirra eða hvað sem það er, eða hvort að hún þurfi bara að fara í þjálfun í mannlegum samskiptum, það er verið að ala á fordómum gagnvart hóp með því að vera að endurtaka svona slúður og nota þennan tón.“Páll Guðjónsson, stjórnarmaður Landssamtaka hjólreiðamannaFacebookÍ færslu lögreglunnar kemur fram að „ábendingar eða kvartanir um reiðhjólafólk sem fer ógætilega hafa borist frá vegfarendum í öllum sveitarfélögum í umdæminu og segir það sína sögu.“ Páll segir að þar sé lögreglan að slá fram einhverjum fullyrðingum frá fólki sem hringir daglega. „Það að einhver segir það sama aftur og aftur, stundum daglega, það gerir fullyrðinguna ekki sanna, það þarf að sýna fram á þetta með öðrum hætti, þetta er bara slúður sem þau eru að endurtaka og það er bara ekki smart.“ Páll segir þjóðina búa við mörg stór vandamál svosem hlýnun jarðar, mengun og lífsstílsjúkdóma og segir hann að auknar hljóðreiðar séu hluti af lausninni á öllum þessum vandamálum, og að lögregla eigi ekki að ala á fordómum gegn þeim. Hér má sjá umrædda Facebook færslu lögreglunnar.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Sjá meira
Lögreglan biður reiðhjólafólk um að gera betur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið fjölmargar kvartanir vegna reiðhjólafólks í sumar. 1. ágúst 2018 10:51