„Þakklát fyrir að hafa lent í þessu áfalli á þessum tímapunkti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2018 13:00 Guðlaug Edda Hannesdóttir Mynd/ITU Aquathlon World Championships Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur sett stefnuna á Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 og er ein af átta íþróttamönnum sem Ólympíusamhjálpin styrkir vegna undirbúnings fyrir leikanna. Guðlaug Edda fékk styrkinn í júní og strax í næsta mánuði á eftir sýndi hún styrk sinn með því að vinna tvíþrautarkeppnina á Aquathon World Championship. Sigur hennar er enn merkilegri fyrir þær sakir að hún féll illa í keppni í byrjun sumar og fékk þá heilahristing. Guðlaug Edda fer yfir sumarið til þessa í pistli inn á bloggsíðu sinni og skrifar um sína upplifun af því að fá heilahristing á miðju tímabili. „Eins og líklega flest ykkar vita sem með mér fylgjast þá lenti ég í slysi í Leeds á fyrstu kílómetrum hjólsins. Tvær konur fóru niður fyrir framan mig og ég hafði ekki annarra kosta en að nauðhemla og flaug af hjólinu. Ég lenti mjög illa en höggið við fallið kom næstum allt aftan á hnakkann minn sem olli því að ég fékk heilahristing. Ég var ótrúlega heppinn að hafa ekki slasast meira. Ég braut líka hjólið mitt. Mánuðurinn eftir Leeds var virkilega erfiður,“ skrifaði Guðlaug Edda. Það reyndi mjög mikið á hana andlega að detta svona út á tíma þegar hún ætlaði að vera á fullu að keppa. „Ég er búin að vera að reyna að vinna í andlegum þáttum í keppnum í ár og var loksins byrjuð að sjá árangur þegar slysið í Leeds gerðist. Það setti mig aftur og ég strögglaði mikið fyrstu vikurnar eftir slysið. Ekki hjálpaði að ég gat ekkert gert út af heilahristingnum heldur en að liggja uppi í rúmi og reyna að slaka á. Ég átti erfitt með allt ljós, hávaða, tölvur, síma, að halda uppi samræðum og svo framvegis vegna heilahristingsins. Mest af öllu langaði mig að liggja uppí rúmi og undir sæng allan daginn og sofa. Mér leið illa og kenndi mér sjálfri um hvernig fór (þrátt fyrir að ég viti vel að ég hefði ekkert getað gert annað í þessum aðstæðum),“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda komst hinsvegar í gegnum þetta og hún ætlar að læra af þessari erfiðu reynslu sinni. „Eftir á að hyggja er ég þakklát fyrir að hafa lent í þessu áfalli á þeim tímapunkti sem það átti sér stað. Ég fékk tækifæri til að vinna enn betur í sjálfri mér andlega og ég er viss um að það hefur ekki bara gert mig sterkari, heldur líka að betri manneskju. Ég er líka ótrúlega þakklát öllum þeim sem hjálpuðu mér í kjölfar heilahristingsins, kærastanum, fjölskyldunni, vinunum, læknunum, sjúkraþjálfaranum mínum og þjálfaranum og öðrum sem lögðu hönd á plóg,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún kom líka sterk til baka. Þremur vikum eftir slysið tók hún þátt í keppni og fimm dögum síðar varð hún heimsmeistari á Aquathon World Championship. „Því lauk minni fyrstu heimsmeistarakeppni með sigri sem er auðvitað alveg frábært, en mig langar ekki að einblína of mikið á sæti eða titla heldur frekar að eiga góðar keppnir sem ég sjálf get verið stolt af sama hvar ég enda (erfiðara að fylgja þessu eftir en að skrifa það en ég er svo sannarlega að reyna!). Það er svo ótrúlega mikið af atvikum sem geta komið upp í draft-legal keppnum sem geta gert útaf við keppnina hvað varðar sæti, en eitt er aldrei tekið af manni og það er manns eigið viðhorf og hvernig maður bregst við í slíkum aðstæðum. Það er það sem skilgreinir karaktera,“ skrifaði Guðlaug Edda en það má lesa allan pistil hennar með því að smella hér. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur sett stefnuna á Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 og er ein af átta íþróttamönnum sem Ólympíusamhjálpin styrkir vegna undirbúnings fyrir leikanna. Guðlaug Edda fékk styrkinn í júní og strax í næsta mánuði á eftir sýndi hún styrk sinn með því að vinna tvíþrautarkeppnina á Aquathon World Championship. Sigur hennar er enn merkilegri fyrir þær sakir að hún féll illa í keppni í byrjun sumar og fékk þá heilahristing. Guðlaug Edda fer yfir sumarið til þessa í pistli inn á bloggsíðu sinni og skrifar um sína upplifun af því að fá heilahristing á miðju tímabili. „Eins og líklega flest ykkar vita sem með mér fylgjast þá lenti ég í slysi í Leeds á fyrstu kílómetrum hjólsins. Tvær konur fóru niður fyrir framan mig og ég hafði ekki annarra kosta en að nauðhemla og flaug af hjólinu. Ég lenti mjög illa en höggið við fallið kom næstum allt aftan á hnakkann minn sem olli því að ég fékk heilahristing. Ég var ótrúlega heppinn að hafa ekki slasast meira. Ég braut líka hjólið mitt. Mánuðurinn eftir Leeds var virkilega erfiður,“ skrifaði Guðlaug Edda. Það reyndi mjög mikið á hana andlega að detta svona út á tíma þegar hún ætlaði að vera á fullu að keppa. „Ég er búin að vera að reyna að vinna í andlegum þáttum í keppnum í ár og var loksins byrjuð að sjá árangur þegar slysið í Leeds gerðist. Það setti mig aftur og ég strögglaði mikið fyrstu vikurnar eftir slysið. Ekki hjálpaði að ég gat ekkert gert út af heilahristingnum heldur en að liggja uppi í rúmi og reyna að slaka á. Ég átti erfitt með allt ljós, hávaða, tölvur, síma, að halda uppi samræðum og svo framvegis vegna heilahristingsins. Mest af öllu langaði mig að liggja uppí rúmi og undir sæng allan daginn og sofa. Mér leið illa og kenndi mér sjálfri um hvernig fór (þrátt fyrir að ég viti vel að ég hefði ekkert getað gert annað í þessum aðstæðum),“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda komst hinsvegar í gegnum þetta og hún ætlar að læra af þessari erfiðu reynslu sinni. „Eftir á að hyggja er ég þakklát fyrir að hafa lent í þessu áfalli á þeim tímapunkti sem það átti sér stað. Ég fékk tækifæri til að vinna enn betur í sjálfri mér andlega og ég er viss um að það hefur ekki bara gert mig sterkari, heldur líka að betri manneskju. Ég er líka ótrúlega þakklát öllum þeim sem hjálpuðu mér í kjölfar heilahristingsins, kærastanum, fjölskyldunni, vinunum, læknunum, sjúkraþjálfaranum mínum og þjálfaranum og öðrum sem lögðu hönd á plóg,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún kom líka sterk til baka. Þremur vikum eftir slysið tók hún þátt í keppni og fimm dögum síðar varð hún heimsmeistari á Aquathon World Championship. „Því lauk minni fyrstu heimsmeistarakeppni með sigri sem er auðvitað alveg frábært, en mig langar ekki að einblína of mikið á sæti eða titla heldur frekar að eiga góðar keppnir sem ég sjálf get verið stolt af sama hvar ég enda (erfiðara að fylgja þessu eftir en að skrifa það en ég er svo sannarlega að reyna!). Það er svo ótrúlega mikið af atvikum sem geta komið upp í draft-legal keppnum sem geta gert útaf við keppnina hvað varðar sæti, en eitt er aldrei tekið af manni og það er manns eigið viðhorf og hvernig maður bregst við í slíkum aðstæðum. Það er það sem skilgreinir karaktera,“ skrifaði Guðlaug Edda en það má lesa allan pistil hennar með því að smella hér.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira