Rennsli eykst hratt í Skaftá Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. ágúst 2018 14:28 Á korti má sjá Sveinstind og árfarvegi Skaftár, Eldvatns og Kúðafljóts, en um 80% hlaupvatnsins gæti skilað sér í hinar síðarnefndu. Hlaupið hefur náð mæli á tindinum. Vísir Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. Hlaup í Skaftá er því hafið. Snorri segir í samtali við Vísi að þetta þýði að hlaupið vaxi mjög hratt. Miðað við þessa mælingu gerir Snorri því ráð fyrir að hlaupið nái í byggð eftir um átta klukkustundir. Samkvæmt vefmæli Veðurstofunnar mældist rennsli í Skaftá við Sveinstind 253,3 rúmmetrar á sekúndu klukkan 14 en var orðið 392,2 rúmmetrar á sekúndu klukkan 15. Rennslið eykst því jafnt og þétt og gerir Snorri ráð fyrir að aukningin haldi áfram. Til viðmiðunar er venjulegt rennsli í ánni undir 100 rúmmetrum á sekúndu en í stórum hlaupum nær það yfirleitt um 1400. Þá bendir Snorri á að rennslið í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015 hafi náð 3000 rúmmetrum á sekúndu. Eins og áður hefur komið fram var fyrst búist við því að Skaftárhlaup kæmi undan jökli í kvöld eða í nótt og hlaupið því hafið fyrr en gert var ráð fyrir. Þá hafa Veðurstofa og lögregla hvatt fólk til að halda sig fjarri svæðinu. Lögregla gerði jafnframt ráð fyrir því í dag að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúna um Eldvötn nú síðdegis. Síðasta hlaup í Skaftá var í október fyrir tæpum þremur árum og var það stærsta hlaup frá upphafi mælinga en tjón vegna hlaupsins þá var metið á hundruð milljóna króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Miklar líkur taldar á Skaftárhlaupi á næstu dögum Mælar sýna mjög skýra niðursveiflu. 2. ágúst 2018 11:39 Búast við vatni undan jökli í kvöld eða nótt Gera ráð fyrir að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúnna um Eldvötn seinnipartinn. 3. ágúst 2018 12:48 Ferðafólk haldi sig fjarri farvegi Skaftár Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag. 3. ágúst 2018 05:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira
Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. Hlaup í Skaftá er því hafið. Snorri segir í samtali við Vísi að þetta þýði að hlaupið vaxi mjög hratt. Miðað við þessa mælingu gerir Snorri því ráð fyrir að hlaupið nái í byggð eftir um átta klukkustundir. Samkvæmt vefmæli Veðurstofunnar mældist rennsli í Skaftá við Sveinstind 253,3 rúmmetrar á sekúndu klukkan 14 en var orðið 392,2 rúmmetrar á sekúndu klukkan 15. Rennslið eykst því jafnt og þétt og gerir Snorri ráð fyrir að aukningin haldi áfram. Til viðmiðunar er venjulegt rennsli í ánni undir 100 rúmmetrum á sekúndu en í stórum hlaupum nær það yfirleitt um 1400. Þá bendir Snorri á að rennslið í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015 hafi náð 3000 rúmmetrum á sekúndu. Eins og áður hefur komið fram var fyrst búist við því að Skaftárhlaup kæmi undan jökli í kvöld eða í nótt og hlaupið því hafið fyrr en gert var ráð fyrir. Þá hafa Veðurstofa og lögregla hvatt fólk til að halda sig fjarri svæðinu. Lögregla gerði jafnframt ráð fyrir því í dag að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúna um Eldvötn nú síðdegis. Síðasta hlaup í Skaftá var í október fyrir tæpum þremur árum og var það stærsta hlaup frá upphafi mælinga en tjón vegna hlaupsins þá var metið á hundruð milljóna króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Miklar líkur taldar á Skaftárhlaupi á næstu dögum Mælar sýna mjög skýra niðursveiflu. 2. ágúst 2018 11:39 Búast við vatni undan jökli í kvöld eða nótt Gera ráð fyrir að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúnna um Eldvötn seinnipartinn. 3. ágúst 2018 12:48 Ferðafólk haldi sig fjarri farvegi Skaftár Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag. 3. ágúst 2018 05:15 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira
Miklar líkur taldar á Skaftárhlaupi á næstu dögum Mælar sýna mjög skýra niðursveiflu. 2. ágúst 2018 11:39
Búast við vatni undan jökli í kvöld eða nótt Gera ráð fyrir að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúnna um Eldvötn seinnipartinn. 3. ágúst 2018 12:48
Ferðafólk haldi sig fjarri farvegi Skaftár Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag. 3. ágúst 2018 05:15