Rennsli eykst hratt í Skaftá Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. ágúst 2018 14:28 Á korti má sjá Sveinstind og árfarvegi Skaftár, Eldvatns og Kúðafljóts, en um 80% hlaupvatnsins gæti skilað sér í hinar síðarnefndu. Hlaupið hefur náð mæli á tindinum. Vísir Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. Hlaup í Skaftá er því hafið. Snorri segir í samtali við Vísi að þetta þýði að hlaupið vaxi mjög hratt. Miðað við þessa mælingu gerir Snorri því ráð fyrir að hlaupið nái í byggð eftir um átta klukkustundir. Samkvæmt vefmæli Veðurstofunnar mældist rennsli í Skaftá við Sveinstind 253,3 rúmmetrar á sekúndu klukkan 14 en var orðið 392,2 rúmmetrar á sekúndu klukkan 15. Rennslið eykst því jafnt og þétt og gerir Snorri ráð fyrir að aukningin haldi áfram. Til viðmiðunar er venjulegt rennsli í ánni undir 100 rúmmetrum á sekúndu en í stórum hlaupum nær það yfirleitt um 1400. Þá bendir Snorri á að rennslið í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015 hafi náð 3000 rúmmetrum á sekúndu. Eins og áður hefur komið fram var fyrst búist við því að Skaftárhlaup kæmi undan jökli í kvöld eða í nótt og hlaupið því hafið fyrr en gert var ráð fyrir. Þá hafa Veðurstofa og lögregla hvatt fólk til að halda sig fjarri svæðinu. Lögregla gerði jafnframt ráð fyrir því í dag að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúna um Eldvötn nú síðdegis. Síðasta hlaup í Skaftá var í október fyrir tæpum þremur árum og var það stærsta hlaup frá upphafi mælinga en tjón vegna hlaupsins þá var metið á hundruð milljóna króna. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Miklar líkur taldar á Skaftárhlaupi á næstu dögum Mælar sýna mjög skýra niðursveiflu. 2. ágúst 2018 11:39 Búast við vatni undan jökli í kvöld eða nótt Gera ráð fyrir að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúnna um Eldvötn seinnipartinn. 3. ágúst 2018 12:48 Ferðafólk haldi sig fjarri farvegi Skaftár Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag. 3. ágúst 2018 05:15 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Vatn úr Skaftárhlaupi náði fyrsta mæli við Sveinstind um klukkan 13:15 í dag, að sögn Snorra Zóphoníassonar, sérfræðings Veðurstofunnar. Hlaup í Skaftá er því hafið. Snorri segir í samtali við Vísi að þetta þýði að hlaupið vaxi mjög hratt. Miðað við þessa mælingu gerir Snorri því ráð fyrir að hlaupið nái í byggð eftir um átta klukkustundir. Samkvæmt vefmæli Veðurstofunnar mældist rennsli í Skaftá við Sveinstind 253,3 rúmmetrar á sekúndu klukkan 14 en var orðið 392,2 rúmmetrar á sekúndu klukkan 15. Rennslið eykst því jafnt og þétt og gerir Snorri ráð fyrir að aukningin haldi áfram. Til viðmiðunar er venjulegt rennsli í ánni undir 100 rúmmetrum á sekúndu en í stórum hlaupum nær það yfirleitt um 1400. Þá bendir Snorri á að rennslið í síðasta Skaftárhlaupi árið 2015 hafi náð 3000 rúmmetrum á sekúndu. Eins og áður hefur komið fram var fyrst búist við því að Skaftárhlaup kæmi undan jökli í kvöld eða í nótt og hlaupið því hafið fyrr en gert var ráð fyrir. Þá hafa Veðurstofa og lögregla hvatt fólk til að halda sig fjarri svæðinu. Lögregla gerði jafnframt ráð fyrir því í dag að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúna um Eldvötn nú síðdegis. Síðasta hlaup í Skaftá var í október fyrir tæpum þremur árum og var það stærsta hlaup frá upphafi mælinga en tjón vegna hlaupsins þá var metið á hundruð milljóna króna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Miklar líkur taldar á Skaftárhlaupi á næstu dögum Mælar sýna mjög skýra niðursveiflu. 2. ágúst 2018 11:39 Búast við vatni undan jökli í kvöld eða nótt Gera ráð fyrir að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúnna um Eldvötn seinnipartinn. 3. ágúst 2018 12:48 Ferðafólk haldi sig fjarri farvegi Skaftár Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag. 3. ágúst 2018 05:15 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Miklar líkur taldar á Skaftárhlaupi á næstu dögum Mælar sýna mjög skýra niðursveiflu. 2. ágúst 2018 11:39
Búast við vatni undan jökli í kvöld eða nótt Gera ráð fyrir að lokað verði fyrir umferð um Fjallabaksleið nyrðri og yfir brúnna um Eldvötn seinnipartinn. 3. ágúst 2018 12:48
Ferðafólk haldi sig fjarri farvegi Skaftár Veðurstofan tilkynnti í gær að Skaftárhlaup væri hafið og að hlaupið brytist væntanlega undan jöklinum aðfaranótt morgundagsins, það nái svo hámarki snemma á sunnudag. 3. ágúst 2018 05:15