Ingó telur að veðrið muni ekki hafa áhrif á stemninguna í Brekkusöngnum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2018 21:15 Ingó hefur stýrt Brekkusöngnum frá árinu 2013. Vísir/Óskar P. Friðriksson Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, einnig þekktur sem Ingó veðurguð, segir stemninguna fyrir Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum vera góða, eins og fyrri ár, en Ingó er að stýra Brekkusöngnum í kvöld, sjötta áríð í röð. „Ég myndi ekki segja að þetta væri erfiðasta giggið mitt, því manni finnst einhvern veginn allir vera svo rosalega spenntir fyrir þessu. Maður fer eiginlega bara og ýtir á play því maður veit að brekkan er alltaf klár.“Lagalistinn klár Ingó sagðist ekki vera með fjöldann sem kæmi í brekkuna á hreinu, en hann var kvaðst viss um að það væri spenna og stemning í mannskapnum. Aðspurður hvort lagalistinn væri klár sagði Ingó að svo væri. „Hann var kláraður bara í dag. Það eru náttúrulega allir með skoðanir og maður er alltaf að leita eftir áliti héðan og þaðan. Það eru ákveðin lög sem eru alltaf tekin, svo í bland eru svona eitt og eitt alíslenskt og jafnvel erlent. Það má segja að þetta sé solid klassískur listi með smá kryddi.“Telur að veðrið verði ekki vandamálNokkuð hefur verið um að tjöld hafi fokið í Vestamannaeyjum, og opnað hefur verið inn í íþróttahúsið þar sem veðurbarnir þjóðhátíðargestir geta leitað skjóls. Þrátt fyrir það segist Ingó ekki telja að vont veður muni spilla fyrir stemningunni í Dalnum í kvöld, en veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Suðurlandi. „Það spáði mjög vondu veðri, en það er furðumikið í lagi ennþá, þannig ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Vonandi hangir þokkalega þurrt og hvessir ekki mikið, og þá er þetta bara íslenskt sumarveður. Smá úði og gola og þá eru allir sáttir.“ Brekkusöngurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi klukkan 23 í kvöld. Veður Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, einnig þekktur sem Ingó veðurguð, segir stemninguna fyrir Brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum vera góða, eins og fyrri ár, en Ingó er að stýra Brekkusöngnum í kvöld, sjötta áríð í röð. „Ég myndi ekki segja að þetta væri erfiðasta giggið mitt, því manni finnst einhvern veginn allir vera svo rosalega spenntir fyrir þessu. Maður fer eiginlega bara og ýtir á play því maður veit að brekkan er alltaf klár.“Lagalistinn klár Ingó sagðist ekki vera með fjöldann sem kæmi í brekkuna á hreinu, en hann var kvaðst viss um að það væri spenna og stemning í mannskapnum. Aðspurður hvort lagalistinn væri klár sagði Ingó að svo væri. „Hann var kláraður bara í dag. Það eru náttúrulega allir með skoðanir og maður er alltaf að leita eftir áliti héðan og þaðan. Það eru ákveðin lög sem eru alltaf tekin, svo í bland eru svona eitt og eitt alíslenskt og jafnvel erlent. Það má segja að þetta sé solid klassískur listi með smá kryddi.“Telur að veðrið verði ekki vandamálNokkuð hefur verið um að tjöld hafi fokið í Vestamannaeyjum, og opnað hefur verið inn í íþróttahúsið þar sem veðurbarnir þjóðhátíðargestir geta leitað skjóls. Þrátt fyrir það segist Ingó ekki telja að vont veður muni spilla fyrir stemningunni í Dalnum í kvöld, en veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun á Suðurlandi. „Það spáði mjög vondu veðri, en það er furðumikið í lagi ennþá, þannig ég hef ekki miklar áhyggjur af því. Vonandi hangir þokkalega þurrt og hvessir ekki mikið, og þá er þetta bara íslenskt sumarveður. Smá úði og gola og þá eru allir sáttir.“ Brekkusöngurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi klukkan 23 í kvöld.
Veður Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Sjá meira