Tveir látnir í sprengingu á Ítalíu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. ágúst 2018 16:03 Mikinn reyk lagði frá slysstaðnum. Vísir/AP Í það minnsta tveir létu lífið þegar tankbíll fullur af eldsneyti sprakk í dag á vegbrú á þjóðvegi skammt frá ítölsku borginni Bologna. Samkvæmt lögreglunni á svæðinu særðust allt að 70 manns, þar sem hluti brúarinnar hrundi við sprenginguna. Lögregla telur að árekstur hafi valdið sprengingunni. Meðal hinna særðu voru 11 lögreglumenn sem sinntu viðbragðsstörfum í tengslum við annað bílslys sem orðið hafði á svæðinu. Ítalska fréttastofan Sky TG24 greindi frá því að eldurinn sem kviknaði í kjölfar sprengingarinnar hefði dreift úr sér og valdið töluverðum skemmdum á bílum sem lagt var í bílastæðahúsi undir brúnni þar sem sprengingin varð. Nærstaddir kveðast margir hafa orðið fyrir glerbrotum sem skutust um svæðið þegar bílarnir og rúður í nálægum byggingum sprungu. Viðbragðsaðilum, lögreglu og slökkviliði, tókst að ráða niðurlögum eldsins sem fylgdi í kjölfar sprengingarinnar um það bil þremur klukkustundum eftir sprenginguna. Hraðbrautum norðan við Bologna, skömmu frá þar sem sprengingin átti sér stað, hefur verið lokað um óákveðinn tíma. #BorgoPanigale #6ago 15.00, squadre #vigilidelfuoco al lavoro: inviate sul posto sezioni operative, nucleo #usar e #cinofili. In corso la ricognizione aerea elicottero reparto volo di Bologna pic.twitter.com/TtPdGSFWz1— Vigili del Fuoco (@emergenzavvf) August 6, 2018 Erlent Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Í það minnsta tveir létu lífið þegar tankbíll fullur af eldsneyti sprakk í dag á vegbrú á þjóðvegi skammt frá ítölsku borginni Bologna. Samkvæmt lögreglunni á svæðinu særðust allt að 70 manns, þar sem hluti brúarinnar hrundi við sprenginguna. Lögregla telur að árekstur hafi valdið sprengingunni. Meðal hinna særðu voru 11 lögreglumenn sem sinntu viðbragðsstörfum í tengslum við annað bílslys sem orðið hafði á svæðinu. Ítalska fréttastofan Sky TG24 greindi frá því að eldurinn sem kviknaði í kjölfar sprengingarinnar hefði dreift úr sér og valdið töluverðum skemmdum á bílum sem lagt var í bílastæðahúsi undir brúnni þar sem sprengingin varð. Nærstaddir kveðast margir hafa orðið fyrir glerbrotum sem skutust um svæðið þegar bílarnir og rúður í nálægum byggingum sprungu. Viðbragðsaðilum, lögreglu og slökkviliði, tókst að ráða niðurlögum eldsins sem fylgdi í kjölfar sprengingarinnar um það bil þremur klukkustundum eftir sprenginguna. Hraðbrautum norðan við Bologna, skömmu frá þar sem sprengingin átti sér stað, hefur verið lokað um óákveðinn tíma. #BorgoPanigale #6ago 15.00, squadre #vigilidelfuoco al lavoro: inviate sul posto sezioni operative, nucleo #usar e #cinofili. In corso la ricognizione aerea elicottero reparto volo di Bologna pic.twitter.com/TtPdGSFWz1— Vigili del Fuoco (@emergenzavvf) August 6, 2018
Erlent Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira