Stærsti skógareldur Kaliforníu mun loga út mánuðinn Samúel Karl Ólason skrifar 7. ágúst 2018 23:32 Slökkviliðsmenn sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við segjast aðframkomnir eftir langa baráttu. Vísir/AP Stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu mun loga út mánuðinn, að minnsta kosti. Slökkviliðsmenn berjast nú við átján elda í ríkinu þar sem mikill hiti, sterkur vindur og þurrkar hafa gert slökkvistörf mjög erfið. Vitað er að einn af stærri eldunum kviknaði þegar dekk á bíl hvellsprakk. Þegar felga bílsins lenti á malbikinu skutust neistar út frá henni og kviknaði eldur. Rúmum tveimur vikum seinna hefur sá eldur brennt um 150 þúsund ekrur, rúm 1.500 heimili og hafa sjö dáið vegna hans.Stærsti eldurinn, sem logar í norðurhluta ríkisins, varð sá stærsti í sögu Kaliforníu á mánudaginn. Embættismenn höfðu áætlað að slökkva hann í miðjum ágúst en sögðu í dag (þriðjudag) að það yrði ekki hægt fyrr en í byrjun september. Áætlað er að slökkviliðsmenn hafi einungis náð tökum á tæpum þriðjungi eldsins. Minnst fjórtán þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana og njóta þeir aðstoðar hermanna og slökkviliðsmanna frá Ástralíu og Nýja Sjálandi. Þar að auki hafa um þúsund fangar einnig barist gegn eldunum. Slökkviliðsmenn sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við segjast aðframkomnir eftir langa baráttu. Þeir segja ástandið hafa versnað á undanförnum árum og skógareldum fjölgað verulega. Tveir af fimm stærstu skógareldum í sögu Kaliforníu hafa kviknað á þessu ári.Hér að neðan má sjá tvö tíst með myndum sem geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni tóku á dögunum. Plumes of billowing smoke from the #CaliforniaWildfires stretch eastwards toward to the Rocky Mountains. pic.twitter.com/hGNO9XQbjB— Ricky Arnold (@astro_ricky) August 6, 2018 California burning. These fires are frightening to watch, even from space. Here's a shout-out from space to all firefighters on this planet, my former colleagues. Stay safe my friends! pic.twitter.com/y7PNmR006b— Alexander Gerst (@Astro_Alex) August 3, 2018 Bandaríkin Skógareldar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu mun loga út mánuðinn, að minnsta kosti. Slökkviliðsmenn berjast nú við átján elda í ríkinu þar sem mikill hiti, sterkur vindur og þurrkar hafa gert slökkvistörf mjög erfið. Vitað er að einn af stærri eldunum kviknaði þegar dekk á bíl hvellsprakk. Þegar felga bílsins lenti á malbikinu skutust neistar út frá henni og kviknaði eldur. Rúmum tveimur vikum seinna hefur sá eldur brennt um 150 þúsund ekrur, rúm 1.500 heimili og hafa sjö dáið vegna hans.Stærsti eldurinn, sem logar í norðurhluta ríkisins, varð sá stærsti í sögu Kaliforníu á mánudaginn. Embættismenn höfðu áætlað að slökkva hann í miðjum ágúst en sögðu í dag (þriðjudag) að það yrði ekki hægt fyrr en í byrjun september. Áætlað er að slökkviliðsmenn hafi einungis náð tökum á tæpum þriðjungi eldsins. Minnst fjórtán þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana og njóta þeir aðstoðar hermanna og slökkviliðsmanna frá Ástralíu og Nýja Sjálandi. Þar að auki hafa um þúsund fangar einnig barist gegn eldunum. Slökkviliðsmenn sem fjölmiðlar ytra hafa rætt við segjast aðframkomnir eftir langa baráttu. Þeir segja ástandið hafa versnað á undanförnum árum og skógareldum fjölgað verulega. Tveir af fimm stærstu skógareldum í sögu Kaliforníu hafa kviknað á þessu ári.Hér að neðan má sjá tvö tíst með myndum sem geimfarar í Alþjóðlegu geimstöðinni tóku á dögunum. Plumes of billowing smoke from the #CaliforniaWildfires stretch eastwards toward to the Rocky Mountains. pic.twitter.com/hGNO9XQbjB— Ricky Arnold (@astro_ricky) August 6, 2018 California burning. These fires are frightening to watch, even from space. Here's a shout-out from space to all firefighters on this planet, my former colleagues. Stay safe my friends! pic.twitter.com/y7PNmR006b— Alexander Gerst (@Astro_Alex) August 3, 2018
Bandaríkin Skógareldar Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira