Öryrkjar borga mun meira en áður Þuríður Harpa Sigurðardóttir og Emil Thoroddsen skrifar 20. júlí 2018 07:00 Sumt er gott. Annað bara alls ekki. Þetta er í stuttu máli reynslan af nýju greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu sem tók gildi fyrir rúmu ári. Sjúkratryggingar Íslands birtu nýlega skýrslu yfir þetta fyrsta ár. Þar er bent á ýmislegt jákvætt. Til dæmis forvarnir. Sjúkra-, iðju- og talþjálfun eru nú hluti kerfisins. Þetta eru mikilvægir þættir sem margir hafa þurft að neita sér um vegna kostnaðar. En það er að fleiru að hyggja. Núverandi og fyrrverandi heilbrigðisráðherra (sá sem var í embætti þegar kerfið var mótað) hafa nýverið mært nýja kerfið og einblínt á kostina. Næstu skref verði að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga enn frekar. Enginn mælir á móti því. Það er bæði brýnt og mikilvægt að draga úr kostnaði fólks við heilbrigðisþjónustu. Yfirlýst markmið með nýja kerfinu voru og eru að létta kostnaði af þeim sem mest þurftu að borga: Örorku- og ellilífeyrisþegum. Reynslan sýnir aftur á móti að almennir notendur hafa haft áberandi mestan hag af kerfinu. Það er gott svo langt sem það nær, en þetta má ekki bitna á öðrum. Það er sá veruleiki sem nú blasir við eftir rúmt ár í nýju kerfi.Óviðráðanleg upphafsgreiðsla Kerfið er byggt upp með hámarksgreiðslu í fyrsta mánuði nýs tímabils. Síðan lækka greiðslurnar. Þessi fyrsta greiðsla er óviðráðanleg fyrir fjölda fólks sem hefur lítið sem ekkert milli handanna. Þannig er í kerfinu lagður stór steinn í götu efnaminna fólks. Emil Thoroddsen formaður málaefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismálFólks sem jafnframt berst í bökkum með lágan lífeyri og stórkostlega óréttlátar skerðingar á öllum öðrum tekjum. Áður var það svo að lífeyrisþegar greiddu hlutfallslega aldrei meira en um helming almennra notendagjalda í heilbrigðiskerfinu, stundum minna. Staðan er verri í nýja kerfinu. Nú verða lífeyrisþegar að greiða hlutfallslega mun meira, eða 2/3, þvert gegn yfirlýstum markmiðum. Hér erum við að horfa upp á afleiðingar pólitískra ákvarðana í verki. Hvað skýrir þennan hrópandi mun á orðum og gjörðum stjórnmálamanna? Á þetta var bent áður en nýja kerfið tók gildi. Fyrir því voru færð skýr rök og þeim komið rækilega á framfæri, að kostnaðarþátttaka lífeyrisþega ætti ekki að fara yfir þriðjung af almennum notendagjöldunum.Kerfið er fyrir fólk Öryrkjabandalag Íslands hvetur stjórnvöld til þess að vinna í samræmi við markmiðin. Það verður að grípa til aðgerða strax. Það þarf að koma greiðsluhlutfallinu niður í þriðjung og lækka óviðráðanlegar greiðslur í upphafi tímabils. Þess fyrir utan eru þökin of há. Þetta snýst um fólkið sem minnst hefur milli handanna og þarf mest á þjónustunni að halda. Það þarf að laga þessa vitleysu. Getum við ekki öll verið sammála um það?Höfundar:Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags ÍslandsEmil Thoroddsen, formaður málaefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Sumt er gott. Annað bara alls ekki. Þetta er í stuttu máli reynslan af nýju greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu sem tók gildi fyrir rúmu ári. Sjúkratryggingar Íslands birtu nýlega skýrslu yfir þetta fyrsta ár. Þar er bent á ýmislegt jákvætt. Til dæmis forvarnir. Sjúkra-, iðju- og talþjálfun eru nú hluti kerfisins. Þetta eru mikilvægir þættir sem margir hafa þurft að neita sér um vegna kostnaðar. En það er að fleiru að hyggja. Núverandi og fyrrverandi heilbrigðisráðherra (sá sem var í embætti þegar kerfið var mótað) hafa nýverið mært nýja kerfið og einblínt á kostina. Næstu skref verði að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga enn frekar. Enginn mælir á móti því. Það er bæði brýnt og mikilvægt að draga úr kostnaði fólks við heilbrigðisþjónustu. Yfirlýst markmið með nýja kerfinu voru og eru að létta kostnaði af þeim sem mest þurftu að borga: Örorku- og ellilífeyrisþegum. Reynslan sýnir aftur á móti að almennir notendur hafa haft áberandi mestan hag af kerfinu. Það er gott svo langt sem það nær, en þetta má ekki bitna á öðrum. Það er sá veruleiki sem nú blasir við eftir rúmt ár í nýju kerfi.Óviðráðanleg upphafsgreiðsla Kerfið er byggt upp með hámarksgreiðslu í fyrsta mánuði nýs tímabils. Síðan lækka greiðslurnar. Þessi fyrsta greiðsla er óviðráðanleg fyrir fjölda fólks sem hefur lítið sem ekkert milli handanna. Þannig er í kerfinu lagður stór steinn í götu efnaminna fólks. Emil Thoroddsen formaður málaefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismálFólks sem jafnframt berst í bökkum með lágan lífeyri og stórkostlega óréttlátar skerðingar á öllum öðrum tekjum. Áður var það svo að lífeyrisþegar greiddu hlutfallslega aldrei meira en um helming almennra notendagjalda í heilbrigðiskerfinu, stundum minna. Staðan er verri í nýja kerfinu. Nú verða lífeyrisþegar að greiða hlutfallslega mun meira, eða 2/3, þvert gegn yfirlýstum markmiðum. Hér erum við að horfa upp á afleiðingar pólitískra ákvarðana í verki. Hvað skýrir þennan hrópandi mun á orðum og gjörðum stjórnmálamanna? Á þetta var bent áður en nýja kerfið tók gildi. Fyrir því voru færð skýr rök og þeim komið rækilega á framfæri, að kostnaðarþátttaka lífeyrisþega ætti ekki að fara yfir þriðjung af almennum notendagjöldunum.Kerfið er fyrir fólk Öryrkjabandalag Íslands hvetur stjórnvöld til þess að vinna í samræmi við markmiðin. Það verður að grípa til aðgerða strax. Það þarf að koma greiðsluhlutfallinu niður í þriðjung og lækka óviðráðanlegar greiðslur í upphafi tímabils. Þess fyrir utan eru þökin of há. Þetta snýst um fólkið sem minnst hefur milli handanna og þarf mest á þjónustunni að halda. Það þarf að laga þessa vitleysu. Getum við ekki öll verið sammála um það?Höfundar:Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags ÍslandsEmil Thoroddsen, formaður málaefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun