Rússar vilja Butina lausa Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2018 18:00 Maria Butina. Vísir/AP Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, krafðist þess við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Mariu Butina yrði sleppt úr haldi í Bandaríkjunum. Lavrov sagði ásakanirnar gegn henni vera tilbúning og það væri óásættanlegt að hún væri í haldi. Hún hefur verið handtekin fyrir njósnir í Bandaríkjunum og að vera útsendari rússneska ríkisins. Maria Butina, einnig Mariia, var handtekin á sunnudaginn og á miðvikudaginn úrskurðaði dómari að hún skyldi sitja í fangelsi þar til réttað yrði yfir henni. Þá sögðu saksóknarar að hún tengdist leyniþjónustum Rússlands og hún gæti flúið úr landi. Saksóknarar segja hana hafa reynt að lauma sér inni í stjórnmálafylkingar, þar á meðal Hagsmunasamtök bandarískra byssueigenda, NRA, fyrir og eftir forsetakosningarnar 2016. Þá er Butina sögð hafa reynt að opna hulda samskiptaleið á milli Bandaríkjanna og rússneskra embættismanna. Butina er sögð hafa unnið á vegum embættismannsins og auðjöfursins Alexander Torshin, sem er fyrrverandi þingmaður og starfar nú sem einn af æðstu mönnum Seðlabanka Rússlands og er sagður tengjast leyniþjónustum landsins sem og skipulagðri glæpastarfsemi, auk þess að vera náinn bandamaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Í ákærunni gegn henni er vísað til ýmissa samskipta Butina og Torshin þar sem hún meðal annars sagðist tilbúin til að taka við frekari skipunum og Torshin sagðist ekki vilja ræða við hana í síma af ótta við að símtalið yrði hlerað. Þá voru þau að velta vöngum yfir því hver yrði utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þau ræddu einnig saman um að bandarískir fjölmiðlar mættu ekki komast á snoðir um aðgerðir þeirra.Sjá einnig: Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í BandaríkjunumButina hefur neitað sök. Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hafa á undanförnum misserum unnið að því að kanna hvort yfirvöld Rússlands hafi notað NRA og önnur samtök íhaldsmanna til að veita fjármunum til framboðs Donald Trump. Slíkt er ólöglegt í Bandaríkjunum. NRA varði um 30 milljónum dala til stuðnings Trump í aðdraganda kosninganna, sem er þrefalt það sem samtökin vörðu til stuðnings framboðs Mitt Romney árið 2012. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, krafðist þess við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Mariu Butina yrði sleppt úr haldi í Bandaríkjunum. Lavrov sagði ásakanirnar gegn henni vera tilbúning og það væri óásættanlegt að hún væri í haldi. Hún hefur verið handtekin fyrir njósnir í Bandaríkjunum og að vera útsendari rússneska ríkisins. Maria Butina, einnig Mariia, var handtekin á sunnudaginn og á miðvikudaginn úrskurðaði dómari að hún skyldi sitja í fangelsi þar til réttað yrði yfir henni. Þá sögðu saksóknarar að hún tengdist leyniþjónustum Rússlands og hún gæti flúið úr landi. Saksóknarar segja hana hafa reynt að lauma sér inni í stjórnmálafylkingar, þar á meðal Hagsmunasamtök bandarískra byssueigenda, NRA, fyrir og eftir forsetakosningarnar 2016. Þá er Butina sögð hafa reynt að opna hulda samskiptaleið á milli Bandaríkjanna og rússneskra embættismanna. Butina er sögð hafa unnið á vegum embættismannsins og auðjöfursins Alexander Torshin, sem er fyrrverandi þingmaður og starfar nú sem einn af æðstu mönnum Seðlabanka Rússlands og er sagður tengjast leyniþjónustum landsins sem og skipulagðri glæpastarfsemi, auk þess að vera náinn bandamaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Í ákærunni gegn henni er vísað til ýmissa samskipta Butina og Torshin þar sem hún meðal annars sagðist tilbúin til að taka við frekari skipunum og Torshin sagðist ekki vilja ræða við hana í síma af ótta við að símtalið yrði hlerað. Þá voru þau að velta vöngum yfir því hver yrði utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þau ræddu einnig saman um að bandarískir fjölmiðlar mættu ekki komast á snoðir um aðgerðir þeirra.Sjá einnig: Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í BandaríkjunumButina hefur neitað sök. Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hafa á undanförnum misserum unnið að því að kanna hvort yfirvöld Rússlands hafi notað NRA og önnur samtök íhaldsmanna til að veita fjármunum til framboðs Donald Trump. Slíkt er ólöglegt í Bandaríkjunum. NRA varði um 30 milljónum dala til stuðnings Trump í aðdraganda kosninganna, sem er þrefalt það sem samtökin vörðu til stuðnings framboðs Mitt Romney árið 2012.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira