Rússar vilja Butina lausa Samúel Karl Ólason skrifar 21. júlí 2018 18:00 Maria Butina. Vísir/AP Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, krafðist þess við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Mariu Butina yrði sleppt úr haldi í Bandaríkjunum. Lavrov sagði ásakanirnar gegn henni vera tilbúning og það væri óásættanlegt að hún væri í haldi. Hún hefur verið handtekin fyrir njósnir í Bandaríkjunum og að vera útsendari rússneska ríkisins. Maria Butina, einnig Mariia, var handtekin á sunnudaginn og á miðvikudaginn úrskurðaði dómari að hún skyldi sitja í fangelsi þar til réttað yrði yfir henni. Þá sögðu saksóknarar að hún tengdist leyniþjónustum Rússlands og hún gæti flúið úr landi. Saksóknarar segja hana hafa reynt að lauma sér inni í stjórnmálafylkingar, þar á meðal Hagsmunasamtök bandarískra byssueigenda, NRA, fyrir og eftir forsetakosningarnar 2016. Þá er Butina sögð hafa reynt að opna hulda samskiptaleið á milli Bandaríkjanna og rússneskra embættismanna. Butina er sögð hafa unnið á vegum embættismannsins og auðjöfursins Alexander Torshin, sem er fyrrverandi þingmaður og starfar nú sem einn af æðstu mönnum Seðlabanka Rússlands og er sagður tengjast leyniþjónustum landsins sem og skipulagðri glæpastarfsemi, auk þess að vera náinn bandamaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Í ákærunni gegn henni er vísað til ýmissa samskipta Butina og Torshin þar sem hún meðal annars sagðist tilbúin til að taka við frekari skipunum og Torshin sagðist ekki vilja ræða við hana í síma af ótta við að símtalið yrði hlerað. Þá voru þau að velta vöngum yfir því hver yrði utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þau ræddu einnig saman um að bandarískir fjölmiðlar mættu ekki komast á snoðir um aðgerðir þeirra.Sjá einnig: Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í BandaríkjunumButina hefur neitað sök. Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hafa á undanförnum misserum unnið að því að kanna hvort yfirvöld Rússlands hafi notað NRA og önnur samtök íhaldsmanna til að veita fjármunum til framboðs Donald Trump. Slíkt er ólöglegt í Bandaríkjunum. NRA varði um 30 milljónum dala til stuðnings Trump í aðdraganda kosninganna, sem er þrefalt það sem samtökin vörðu til stuðnings framboðs Mitt Romney árið 2012. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, krafðist þess við Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Mariu Butina yrði sleppt úr haldi í Bandaríkjunum. Lavrov sagði ásakanirnar gegn henni vera tilbúning og það væri óásættanlegt að hún væri í haldi. Hún hefur verið handtekin fyrir njósnir í Bandaríkjunum og að vera útsendari rússneska ríkisins. Maria Butina, einnig Mariia, var handtekin á sunnudaginn og á miðvikudaginn úrskurðaði dómari að hún skyldi sitja í fangelsi þar til réttað yrði yfir henni. Þá sögðu saksóknarar að hún tengdist leyniþjónustum Rússlands og hún gæti flúið úr landi. Saksóknarar segja hana hafa reynt að lauma sér inni í stjórnmálafylkingar, þar á meðal Hagsmunasamtök bandarískra byssueigenda, NRA, fyrir og eftir forsetakosningarnar 2016. Þá er Butina sögð hafa reynt að opna hulda samskiptaleið á milli Bandaríkjanna og rússneskra embættismanna. Butina er sögð hafa unnið á vegum embættismannsins og auðjöfursins Alexander Torshin, sem er fyrrverandi þingmaður og starfar nú sem einn af æðstu mönnum Seðlabanka Rússlands og er sagður tengjast leyniþjónustum landsins sem og skipulagðri glæpastarfsemi, auk þess að vera náinn bandamaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Í ákærunni gegn henni er vísað til ýmissa samskipta Butina og Torshin þar sem hún meðal annars sagðist tilbúin til að taka við frekari skipunum og Torshin sagðist ekki vilja ræða við hana í síma af ótta við að símtalið yrði hlerað. Þá voru þau að velta vöngum yfir því hver yrði utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þau ræddu einnig saman um að bandarískir fjölmiðlar mættu ekki komast á snoðir um aðgerðir þeirra.Sjá einnig: Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í BandaríkjunumButina hefur neitað sök. Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, hafa á undanförnum misserum unnið að því að kanna hvort yfirvöld Rússlands hafi notað NRA og önnur samtök íhaldsmanna til að veita fjármunum til framboðs Donald Trump. Slíkt er ólöglegt í Bandaríkjunum. NRA varði um 30 milljónum dala til stuðnings Trump í aðdraganda kosninganna, sem er þrefalt það sem samtökin vörðu til stuðnings framboðs Mitt Romney árið 2012.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira