Samninganefndir náðu sáttum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2018 18:14 Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, fagnar því innilega að komin sé niðurstaða. Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu saman í gær og sendi ríkissáttasemjari frá sér yfirlýsingu þess efnis að ljósmæður hefðu samþykkt miðlunartillögu sem lögð var fram. Samkomulagið byggir að mestu á samningum frá því í júní, sem ljósmæður felldu með 70 prósent atkvæða, en eftir að Landspítalinn steig inn náðust sáttir. “Þetta þýðir það að við erum að fá inn smá hækkun á grunnlaunaröðuninni. Þetta þýðir það líka að okkar helsta krafa um að fá leiðréttingu, raunverulega leiðréttingu, á launaröðuninni verður send í Gerðardóm og við verðum að treysta því að Gerðardómur skoði málið vel og í hann veljist faglega hæft fólk sem skilar góðu mati. Ég trúi því og treysti,” segir Katrín. Tillagan verður kynnt félagsmönnum og fjármála- og efnahagsráðherra á næstu dögum og greiða samningsaðilar atvæði um hana fyrir klukkan 12. miðvikudaginn 25. júlí næstkomandi. Byrjað er að kynna samningana fyrir ljósmæðrum og Katrín segir að heilt yfir taki konur jákvætt í þetta. “Landspítalinn kom fram núna með það sem uppá vantaði svo við sæum okkur fært að samþykkja þetta. Miðlunartillagan felur svo einnig í sér að okkar helsta ágreiningsmál að fá mat á menntun okkar og ábyrgð í starfi, með tilliti til launa, borið saman við aðrar stéttir sem sambærilega menntun og ábyrgð í starfi,” segir hún. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, fagnar því innilega að komin sé niðurstaða. Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu saman í gær og sendi ríkissáttasemjari frá sér yfirlýsingu þess efnis að ljósmæður hefðu samþykkt miðlunartillögu sem lögð var fram. Samkomulagið byggir að mestu á samningum frá því í júní, sem ljósmæður felldu með 70 prósent atkvæða, en eftir að Landspítalinn steig inn náðust sáttir. “Þetta þýðir það að við erum að fá inn smá hækkun á grunnlaunaröðuninni. Þetta þýðir það líka að okkar helsta krafa um að fá leiðréttingu, raunverulega leiðréttingu, á launaröðuninni verður send í Gerðardóm og við verðum að treysta því að Gerðardómur skoði málið vel og í hann veljist faglega hæft fólk sem skilar góðu mati. Ég trúi því og treysti,” segir Katrín. Tillagan verður kynnt félagsmönnum og fjármála- og efnahagsráðherra á næstu dögum og greiða samningsaðilar atvæði um hana fyrir klukkan 12. miðvikudaginn 25. júlí næstkomandi. Byrjað er að kynna samningana fyrir ljósmæðrum og Katrín segir að heilt yfir taki konur jákvætt í þetta. “Landspítalinn kom fram núna með það sem uppá vantaði svo við sæum okkur fært að samþykkja þetta. Miðlunartillagan felur svo einnig í sér að okkar helsta ágreiningsmál að fá mat á menntun okkar og ábyrgð í starfi, með tilliti til launa, borið saman við aðrar stéttir sem sambærilega menntun og ábyrgð í starfi,” segir hún.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira