„Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2018 20:00 Forstjóri Landspítalans segir að það muni taka nokkurn tíma að vinda ofan af stöðu spítalans eftir verkfall ljósmæðra. Hann vonast til þess að þær ljósmæður sem hafa hætt störfum sæki um aftur og snúi til baka. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er að vonum ánægður með að samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hafi náð að semja. Hann segir það létti að yfirvinnuverkfallinu sé lokið og nú sé spítalinn kominn aftur á þann stað sem var fyrir miðnætti aðfararnótt miðvikudags og það létti strax á starfseminni. Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi síðastliðinn miðvikudag en var aflétt í gærkvöldi eftir að ljósmæður samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. „Eftir sem áður er ástandið erfitt hér á meðgöngu- og sængurlegudeildinni. Sem er ennþá lokuð. Í rauninni mun þessi samningur vonandi leiða til að ljósmæður snúi aftur til starfa, því það er það sem við þurfum,” segir Páll. Hann segir að ýmsir þættir hafi haft áhrif á að deilan leystist. Landspítalinn kom með yfirlýsingu á fundi samninganefnda í gær um að fara í endurskoðun á starfaröðun ljósmæðra og skoða það aukna álag sem þjónustan hefur orðið fyrir og var það eitt af því sem hafði áhrif á að samningar náðust. Aðspurður að því hvort starfsemin fari fljótt í eðlilegt horf segir hann ekki geta svarað því alveg núna. “Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa. Þær konur sem eiga tíma í 12 vikna ómskoðun geta mætt í þann tíma í vikunni. Við munum stefna að því að opna á ný meðgöngu- og sængurlegudeild núna eftir helgina. Síðan ríður náttúrulega á því að annarsvegar þær ljósmæður sem hafa hætt störfum, við vonum að þær sæki um aftur. Okkur veitir ekki að því að fá þær manneskjur allar hingað inn til starfa og hinsvegar að þær ljósmæður sem hafa sagt upp dragi þær uppsagnir til baka,“ segir hann. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Forstjóri Landspítalans segir að það muni taka nokkurn tíma að vinda ofan af stöðu spítalans eftir verkfall ljósmæðra. Hann vonast til þess að þær ljósmæður sem hafa hætt störfum sæki um aftur og snúi til baka. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er að vonum ánægður með að samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hafi náð að semja. Hann segir það létti að yfirvinnuverkfallinu sé lokið og nú sé spítalinn kominn aftur á þann stað sem var fyrir miðnætti aðfararnótt miðvikudags og það létti strax á starfseminni. Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi síðastliðinn miðvikudag en var aflétt í gærkvöldi eftir að ljósmæður samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. „Eftir sem áður er ástandið erfitt hér á meðgöngu- og sængurlegudeildinni. Sem er ennþá lokuð. Í rauninni mun þessi samningur vonandi leiða til að ljósmæður snúi aftur til starfa, því það er það sem við þurfum,” segir Páll. Hann segir að ýmsir þættir hafi haft áhrif á að deilan leystist. Landspítalinn kom með yfirlýsingu á fundi samninganefnda í gær um að fara í endurskoðun á starfaröðun ljósmæðra og skoða það aukna álag sem þjónustan hefur orðið fyrir og var það eitt af því sem hafði áhrif á að samningar náðust. Aðspurður að því hvort starfsemin fari fljótt í eðlilegt horf segir hann ekki geta svarað því alveg núna. “Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa. Þær konur sem eiga tíma í 12 vikna ómskoðun geta mætt í þann tíma í vikunni. Við munum stefna að því að opna á ný meðgöngu- og sængurlegudeild núna eftir helgina. Síðan ríður náttúrulega á því að annarsvegar þær ljósmæður sem hafa hætt störfum, við vonum að þær sæki um aftur. Okkur veitir ekki að því að fá þær manneskjur allar hingað inn til starfa og hinsvegar að þær ljósmæður sem hafa sagt upp dragi þær uppsagnir til baka,“ segir hann.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira