„Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2018 20:00 Forstjóri Landspítalans segir að það muni taka nokkurn tíma að vinda ofan af stöðu spítalans eftir verkfall ljósmæðra. Hann vonast til þess að þær ljósmæður sem hafa hætt störfum sæki um aftur og snúi til baka. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er að vonum ánægður með að samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hafi náð að semja. Hann segir það létti að yfirvinnuverkfallinu sé lokið og nú sé spítalinn kominn aftur á þann stað sem var fyrir miðnætti aðfararnótt miðvikudags og það létti strax á starfseminni. Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi síðastliðinn miðvikudag en var aflétt í gærkvöldi eftir að ljósmæður samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. „Eftir sem áður er ástandið erfitt hér á meðgöngu- og sængurlegudeildinni. Sem er ennþá lokuð. Í rauninni mun þessi samningur vonandi leiða til að ljósmæður snúi aftur til starfa, því það er það sem við þurfum,” segir Páll. Hann segir að ýmsir þættir hafi haft áhrif á að deilan leystist. Landspítalinn kom með yfirlýsingu á fundi samninganefnda í gær um að fara í endurskoðun á starfaröðun ljósmæðra og skoða það aukna álag sem þjónustan hefur orðið fyrir og var það eitt af því sem hafði áhrif á að samningar náðust. Aðspurður að því hvort starfsemin fari fljótt í eðlilegt horf segir hann ekki geta svarað því alveg núna. “Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa. Þær konur sem eiga tíma í 12 vikna ómskoðun geta mætt í þann tíma í vikunni. Við munum stefna að því að opna á ný meðgöngu- og sængurlegudeild núna eftir helgina. Síðan ríður náttúrulega á því að annarsvegar þær ljósmæður sem hafa hætt störfum, við vonum að þær sæki um aftur. Okkur veitir ekki að því að fá þær manneskjur allar hingað inn til starfa og hinsvegar að þær ljósmæður sem hafa sagt upp dragi þær uppsagnir til baka,“ segir hann. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Forstjóri Landspítalans segir að það muni taka nokkurn tíma að vinda ofan af stöðu spítalans eftir verkfall ljósmæðra. Hann vonast til þess að þær ljósmæður sem hafa hætt störfum sæki um aftur og snúi til baka. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, er að vonum ánægður með að samninganefndir ljósmæðra og ríkisins hafi náð að semja. Hann segir það létti að yfirvinnuverkfallinu sé lokið og nú sé spítalinn kominn aftur á þann stað sem var fyrir miðnætti aðfararnótt miðvikudags og það létti strax á starfseminni. Yfirvinnubann ljósmæðra tók gildi síðastliðinn miðvikudag en var aflétt í gærkvöldi eftir að ljósmæður samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. „Eftir sem áður er ástandið erfitt hér á meðgöngu- og sængurlegudeildinni. Sem er ennþá lokuð. Í rauninni mun þessi samningur vonandi leiða til að ljósmæður snúi aftur til starfa, því það er það sem við þurfum,” segir Páll. Hann segir að ýmsir þættir hafi haft áhrif á að deilan leystist. Landspítalinn kom með yfirlýsingu á fundi samninganefnda í gær um að fara í endurskoðun á starfaröðun ljósmæðra og skoða það aukna álag sem þjónustan hefur orðið fyrir og var það eitt af því sem hafði áhrif á að samningar náðust. Aðspurður að því hvort starfsemin fari fljótt í eðlilegt horf segir hann ekki geta svarað því alveg núna. “Þær ómskoðanir sem ætlunin var að fella niður í komandi viku munu standa. Þær konur sem eiga tíma í 12 vikna ómskoðun geta mætt í þann tíma í vikunni. Við munum stefna að því að opna á ný meðgöngu- og sængurlegudeild núna eftir helgina. Síðan ríður náttúrulega á því að annarsvegar þær ljósmæður sem hafa hætt störfum, við vonum að þær sæki um aftur. Okkur veitir ekki að því að fá þær manneskjur allar hingað inn til starfa og hinsvegar að þær ljósmæður sem hafa sagt upp dragi þær uppsagnir til baka,“ segir hann.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira