Íbúar mála heilu línuna sjálfir gangi Vegagerðin ekki í verkið Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júlí 2018 23:19 Fulltrúar bæjaryfirvalda og Vegagerðarinnar voru viðstaddir fundinn við Suðurá í Mosfellsdal í dag. Vísir/Einar Árnason Íbúar í Mosfellsdal segjast „tilbúnir með málningarrúlluna“ til að mála heila línu á hættulegan vegkafla á Þingvallavegi, gangi Vegagerðin ekki í málið eins fljótt og auðið er. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Víghóls, samtaka íbúa í Mosfellsdal, í kjölfar íbúafundar sem haldinn var í kvöld. Fundurinn var haldinn að beiðni íbúa í dalnum sem ítrekað hafa biðlað til yfirvalda um bætt umferðaröryggi á Þingvallavegi. Hefur mikið verið fjallað um málið síðustu daga vegna banaslyss sem varð á veginum á laugardag vegna framúraksturs. Í gær var svo greint frá því að Vegagerðin hygðist banna framúrakstur á vegkaflanum.Sjá einnig: Nýtt framúrakstursbann Vegagerðarinnar á Þingvallavegi „fagnaðarefni“ Sú var einmitt fyrsta krafa íbúa í Mosfellsdal sem lögð var fram á fundinum. Krafan lýtur að því að málaðar verði heilar línur á veginn og framúrakstur þannig bannaður. Í ályktun kemur fram að Vegagerðin hafi samþykkt að framkvæma það eins fljótt og auðið er. „Ef það bregst eru íbúar tilbúnir með málningarrúlluna og munu ganga í verkið sjálfir,“ segir enn fremur í ályktun.Nokkuð fjölmennt var á fundinum í dag enda brennur málið á íbúum Mosfellsdals.Vísir/Einar ÁRNASONÞá verða kantlínur sem banna stöðvun bifreiða í vegbrún málaðar fyrir haustið og Vegagerðin hefur einnig samþykkt að hefja undirbúningsvinnu um uppsetningu þéttbýlishliða beggja vegna Mosfellsdals. Einnig voru settar fram kröfur um að hraðamyndavélar yrðu settar strax upp og tók bæjarstjóri Mosfellsbæjar vel í það, að því er fram kemur í ályktun, en þær þyrftu þá að vera settar upp í samstarfi við lögreglu, Vegagerðina og umferðaröryggisráð. Þá var rætt að setja upp stöðvunarskyldu við alla afleggjara á Þingvallavegi auk þess sem háværar raddir lögðu til að hámarkshraði yrði lækkaður niður í 50 km/klst. Að auki liggur fyrir krafa íbúasamtakanna um nýjan veg til Þingvalla sem lagður yrði frá Nesjavallavegi að Kjósarskarði. Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 Nýtt framúrakstursbann Vegagerðarinnar á Þingvallavegi „fagnaðarefni“ Forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ fagnar því að Vegagerðin skuli hafa ákveðið að banna framúrakstur á hættulegum kafla Þingvallavegar. 23. júlí 2018 22:08 Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi Var búsett í Reykjavík. 23. júlí 2018 14:48 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Íbúar í Mosfellsdal segjast „tilbúnir með málningarrúlluna“ til að mála heila línu á hættulegan vegkafla á Þingvallavegi, gangi Vegagerðin ekki í málið eins fljótt og auðið er. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Víghóls, samtaka íbúa í Mosfellsdal, í kjölfar íbúafundar sem haldinn var í kvöld. Fundurinn var haldinn að beiðni íbúa í dalnum sem ítrekað hafa biðlað til yfirvalda um bætt umferðaröryggi á Þingvallavegi. Hefur mikið verið fjallað um málið síðustu daga vegna banaslyss sem varð á veginum á laugardag vegna framúraksturs. Í gær var svo greint frá því að Vegagerðin hygðist banna framúrakstur á vegkaflanum.Sjá einnig: Nýtt framúrakstursbann Vegagerðarinnar á Þingvallavegi „fagnaðarefni“ Sú var einmitt fyrsta krafa íbúa í Mosfellsdal sem lögð var fram á fundinum. Krafan lýtur að því að málaðar verði heilar línur á veginn og framúrakstur þannig bannaður. Í ályktun kemur fram að Vegagerðin hafi samþykkt að framkvæma það eins fljótt og auðið er. „Ef það bregst eru íbúar tilbúnir með málningarrúlluna og munu ganga í verkið sjálfir,“ segir enn fremur í ályktun.Nokkuð fjölmennt var á fundinum í dag enda brennur málið á íbúum Mosfellsdals.Vísir/Einar ÁRNASONÞá verða kantlínur sem banna stöðvun bifreiða í vegbrún málaðar fyrir haustið og Vegagerðin hefur einnig samþykkt að hefja undirbúningsvinnu um uppsetningu þéttbýlishliða beggja vegna Mosfellsdals. Einnig voru settar fram kröfur um að hraðamyndavélar yrðu settar strax upp og tók bæjarstjóri Mosfellsbæjar vel í það, að því er fram kemur í ályktun, en þær þyrftu þá að vera settar upp í samstarfi við lögreglu, Vegagerðina og umferðaröryggisráð. Þá var rætt að setja upp stöðvunarskyldu við alla afleggjara á Þingvallavegi auk þess sem háværar raddir lögðu til að hámarkshraði yrði lækkaður niður í 50 km/klst. Að auki liggur fyrir krafa íbúasamtakanna um nýjan veg til Þingvalla sem lagður yrði frá Nesjavallavegi að Kjósarskarði.
Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30 Nýtt framúrakstursbann Vegagerðarinnar á Þingvallavegi „fagnaðarefni“ Forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ fagnar því að Vegagerðin skuli hafa ákveðið að banna framúrakstur á hættulegum kafla Þingvallavegar. 23. júlí 2018 22:08 Nafn konunnar sem lést á Þingvallavegi Var búsett í Reykjavík. 23. júlí 2018 14:48 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Vilja úrbætur á Þingvallavegi án tafar: „Vegurinn verður bara hættulegri með hverjum deginum“ Íbúar í Mosfellsdal hafa ítrekað barist fyrir bættu umferðaröryggi á Þingvallavegi enda mikil umferð um veginn vegna fjölgunar ferðamanna á landinu. 23. júlí 2018 12:30
Nýtt framúrakstursbann Vegagerðarinnar á Þingvallavegi „fagnaðarefni“ Forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ fagnar því að Vegagerðin skuli hafa ákveðið að banna framúrakstur á hættulegum kafla Þingvallavegar. 23. júlí 2018 22:08