Hvíta húsið hættir að tilkynna um símtöl Trumps og erlendra leiðtoga Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júlí 2018 23:48 Trump ræddi við Erdogan, forseta Tyrklands, símleiðis fyrir skömmu. Hvíta húsið greindi ekki frá símtalinu fyrr en fjallað var um það í erlendum fjölmiðlum. Vísir/Getty Hvíta húsið er hætt að tilkynna opinberlega um símtöl Bandaríkjaforseta Donalds Trumps og leiðtoga erlendra ríkja. Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum. Löng hefð er fyrir því að skrá yfir símtölin, og oft og tíðum innihald þeirra, sé birt. Í frétt CNN segir að ekki sé ljóst hvort um sé að ræða tímabundna eða varanlega breytingu. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um málið. Þessar opinberu skrár yfir símtöl Bandaríkjaforseta og leiðtoga erlendra ríkja veita mikilvæga innsýn inn í ríkiserindrekstur æðstu embættismanna. Í mörgum tilvikum er það hvergi annars staðar skráð opinberlega að símtölin hafi átt sér stað, þó að skrárnar séu enn birtar innanhúss í Hvíta húsinu.Sjá einnig: Trump sakar Kanadamenn um að brenna Hvíta húsið áður en Kanada var til Trump hefur rætt við a.m.k. tvo erlenda leiðtoga í gegnum síma síðastliðnar tvær vikur: annars vegar við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og hins vegar við Benjamin Netanyahu, forseta Ísrael. Símtölin hafa hvergi verið skráð opinberlega en þau fengust aðeins staðfest eftir að greint var frá þeim í erlendum miðlum. Þá hefur ekkert verið birt opinberlega um leiðtogasímtöl Trumps síðan um miðjan júní síðastliðinn, þegar forsetinn hringdi og óskaði nýkjörnum forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orbán, til hamingju með endurkjörið. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58 Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Hvíta húsið er hætt að tilkynna opinberlega um símtöl Bandaríkjaforseta Donalds Trumps og leiðtoga erlendra ríkja. Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum. Löng hefð er fyrir því að skrá yfir símtölin, og oft og tíðum innihald þeirra, sé birt. Í frétt CNN segir að ekki sé ljóst hvort um sé að ræða tímabundna eða varanlega breytingu. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um málið. Þessar opinberu skrár yfir símtöl Bandaríkjaforseta og leiðtoga erlendra ríkja veita mikilvæga innsýn inn í ríkiserindrekstur æðstu embættismanna. Í mörgum tilvikum er það hvergi annars staðar skráð opinberlega að símtölin hafi átt sér stað, þó að skrárnar séu enn birtar innanhúss í Hvíta húsinu.Sjá einnig: Trump sakar Kanadamenn um að brenna Hvíta húsið áður en Kanada var til Trump hefur rætt við a.m.k. tvo erlenda leiðtoga í gegnum síma síðastliðnar tvær vikur: annars vegar við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og hins vegar við Benjamin Netanyahu, forseta Ísrael. Símtölin hafa hvergi verið skráð opinberlega en þau fengust aðeins staðfest eftir að greint var frá þeim í erlendum miðlum. Þá hefur ekkert verið birt opinberlega um leiðtogasímtöl Trumps síðan um miðjan júní síðastliðinn, þegar forsetinn hringdi og óskaði nýkjörnum forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orbán, til hamingju með endurkjörið.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58 Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58
Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44
Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30