Hvíta húsið hættir að tilkynna um símtöl Trumps og erlendra leiðtoga Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júlí 2018 23:48 Trump ræddi við Erdogan, forseta Tyrklands, símleiðis fyrir skömmu. Hvíta húsið greindi ekki frá símtalinu fyrr en fjallað var um það í erlendum fjölmiðlum. Vísir/Getty Hvíta húsið er hætt að tilkynna opinberlega um símtöl Bandaríkjaforseta Donalds Trumps og leiðtoga erlendra ríkja. Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum. Löng hefð er fyrir því að skrá yfir símtölin, og oft og tíðum innihald þeirra, sé birt. Í frétt CNN segir að ekki sé ljóst hvort um sé að ræða tímabundna eða varanlega breytingu. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um málið. Þessar opinberu skrár yfir símtöl Bandaríkjaforseta og leiðtoga erlendra ríkja veita mikilvæga innsýn inn í ríkiserindrekstur æðstu embættismanna. Í mörgum tilvikum er það hvergi annars staðar skráð opinberlega að símtölin hafi átt sér stað, þó að skrárnar séu enn birtar innanhúss í Hvíta húsinu.Sjá einnig: Trump sakar Kanadamenn um að brenna Hvíta húsið áður en Kanada var til Trump hefur rætt við a.m.k. tvo erlenda leiðtoga í gegnum síma síðastliðnar tvær vikur: annars vegar við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og hins vegar við Benjamin Netanyahu, forseta Ísrael. Símtölin hafa hvergi verið skráð opinberlega en þau fengust aðeins staðfest eftir að greint var frá þeim í erlendum miðlum. Þá hefur ekkert verið birt opinberlega um leiðtogasímtöl Trumps síðan um miðjan júní síðastliðinn, þegar forsetinn hringdi og óskaði nýkjörnum forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orbán, til hamingju með endurkjörið. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58 Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Sjá meira
Hvíta húsið er hætt að tilkynna opinberlega um símtöl Bandaríkjaforseta Donalds Trumps og leiðtoga erlendra ríkja. Bandaríska fréttastofan CNN hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum. Löng hefð er fyrir því að skrá yfir símtölin, og oft og tíðum innihald þeirra, sé birt. Í frétt CNN segir að ekki sé ljóst hvort um sé að ræða tímabundna eða varanlega breytingu. Hvíta húsið hefur ekki viljað tjá sig um málið. Þessar opinberu skrár yfir símtöl Bandaríkjaforseta og leiðtoga erlendra ríkja veita mikilvæga innsýn inn í ríkiserindrekstur æðstu embættismanna. Í mörgum tilvikum er það hvergi annars staðar skráð opinberlega að símtölin hafi átt sér stað, þó að skrárnar séu enn birtar innanhúss í Hvíta húsinu.Sjá einnig: Trump sakar Kanadamenn um að brenna Hvíta húsið áður en Kanada var til Trump hefur rætt við a.m.k. tvo erlenda leiðtoga í gegnum síma síðastliðnar tvær vikur: annars vegar við Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, og hins vegar við Benjamin Netanyahu, forseta Ísrael. Símtölin hafa hvergi verið skráð opinberlega en þau fengust aðeins staðfest eftir að greint var frá þeim í erlendum miðlum. Þá hefur ekkert verið birt opinberlega um leiðtogasímtöl Trumps síðan um miðjan júní síðastliðinn, þegar forsetinn hringdi og óskaði nýkjörnum forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orbán, til hamingju með endurkjörið.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58 Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Sjá meira
Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58
Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44
Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Þeirra á meðal eru John Brennan, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI. 23. júlí 2018 23:30