Mnangagwa sakaður um að svindla í kosningunum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. júlí 2018 06:00 Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve. Vísir/AFP Nelson Chamisa, forsetaframbjóðandi Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur (MDC) í Simbabve, sagðist í gær sigurviss þrátt fyrir að kjörstjórn „svindlaði og prettaði“ til þess að hjálpa Emmerson Mnangagwa, sitjandi forseta og frambjóðanda Afríska þjóðarbandalags Simbabve (ZANU-PF). Kjörstjórnin er hliðholl Mnangagwa og kosningarnar verða eintómt svindl, að því er Chamisa heldur fram. „Við munum vinna bæði dómarann og andstæðinginn. Við leyfum þeim ekki að komast upp með þetta,“ sagði hann á blaðamannafundi. Til stuðnings máli sínu benti hann á að kjörstjórn hafi ekki viljað veita upplýsingar um hversu margir kjörseðlar hafi verið prentaðir né hvernig öryggi þeirra væri tryggt. Orðrómur hafði verið uppi um að Chamisa myndi draga framboð sitt til baka og hvetja til sniðgöngu. Því hafnaði hann. „Við getum ekki sniðgengið eigin sigur. Sigurvegarar hætta ekki bara. Á þriðjudaginn verður kominn nýr forseti. Það er óumflýjanlegt. Við erum óstöðvandi,“ sagði Chamisa við stuðningsmenn, en kosið er á mánudag. Mnangagwa bannaði stjórnarandstæðingum í gær að mótmæla kjörstjórninni í höfuðborginni Harare. „Ef einhver stuðlar að stjórnleysi munu lögin hafa yfirhöndina. Við leyfum ekki glundroða í landinu okkar. Við viljum frið,“ sagði forsetinn. Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Lýsir algjöru öryggisleysi eftir blauta tusku í andlitið Innlent Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Innlent Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Innlent Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Innlent Stormur í kortunum Veður Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Nelson Chamisa, forsetaframbjóðandi Hreyfingarinnar fyrir lýðræðisumbætur (MDC) í Simbabve, sagðist í gær sigurviss þrátt fyrir að kjörstjórn „svindlaði og prettaði“ til þess að hjálpa Emmerson Mnangagwa, sitjandi forseta og frambjóðanda Afríska þjóðarbandalags Simbabve (ZANU-PF). Kjörstjórnin er hliðholl Mnangagwa og kosningarnar verða eintómt svindl, að því er Chamisa heldur fram. „Við munum vinna bæði dómarann og andstæðinginn. Við leyfum þeim ekki að komast upp með þetta,“ sagði hann á blaðamannafundi. Til stuðnings máli sínu benti hann á að kjörstjórn hafi ekki viljað veita upplýsingar um hversu margir kjörseðlar hafi verið prentaðir né hvernig öryggi þeirra væri tryggt. Orðrómur hafði verið uppi um að Chamisa myndi draga framboð sitt til baka og hvetja til sniðgöngu. Því hafnaði hann. „Við getum ekki sniðgengið eigin sigur. Sigurvegarar hætta ekki bara. Á þriðjudaginn verður kominn nýr forseti. Það er óumflýjanlegt. Við erum óstöðvandi,“ sagði Chamisa við stuðningsmenn, en kosið er á mánudag. Mnangagwa bannaði stjórnarandstæðingum í gær að mótmæla kjörstjórninni í höfuðborginni Harare. „Ef einhver stuðlar að stjórnleysi munu lögin hafa yfirhöndina. Við leyfum ekki glundroða í landinu okkar. Við viljum frið,“ sagði forsetinn.
Birtist í Fréttablaðinu Simbabve Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Lýsir algjöru öryggisleysi eftir blauta tusku í andlitið Innlent Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Innlent Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Innlent Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Innlent Stormur í kortunum Veður Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira