Hættir ekki baráttunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. júlí 2018 06:00 Puigdemont er hvergi nærri hættur sjálfstæðisbaráttunni. Nordicphotos/AFP Carles Puigdemont, hinn útlægi fyrrverandi forseti Katalóníuhéraðs Spánar, hélt í gær sinn fyrsta blaðamannafund frá því hæstiréttur Spánar ákvað að fella niður handtökuskipun á hendur honum ádögunum. Sú ákvörðun var tekin eftir að Þjóðverjar neituðu að framselja Puigdemont. Puigdemont fór upphaflega í útlegð til Brussel, höfuðborgar Belgíu. Á leið sinni aftur þangað eftir að hafa fundað með þingmönnum í Finnlandi var Puigdemont hins vegar handtekinn í Þýskalandi. Í gær sagðist Puigdemont ætla að ferðast aftur til Brussel á laugardaginn. „Ég tek með mér þúsundir bréfa frá Þjóðverjum sem hafa sent mér stuðningsyfirlýsingar,“ sagði hann. Puigdemont sagðist hvergi nærri hættur baráttunni fyrir sjálfstæði Katalóníu, en ástæða útlegðarinnar er sú að hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar sinnar í fyrra eftir ólöglega atkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins. „Ákvörðun katalónsku þjóðarinnar um að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis er staðreynd,“ sagði Puigdemont sem krafðist þess að Spánn virti vilja Katalóna. Alls greiddu 92 prósent kjósenda atkvæði með sjálfstæði í fyrrnefndri atkvæðagreiðslu. Kjörsókn var þó einungis 43 prósent, bæði vegna afskipta spænsku lögreglunnar af kosningunum og sniðgöngu sambandssinna. Þá tjáði Puigdemont sig um Pedro Sanchez, formann Sósíalistaflokksins, sem tók við forsætisráðuneytinu á dögunum eftir að vantraust var samþykkt á Mariano Rajoy úr Lýðflokknum. Nokkur þíða er komin í samskipti héraðsstjórnarinnar við ríkið eftir ríkisstjórnarskiptin og fundaði Quim Torra, aðskilnaðarsinninn sem tók við forsetastólnum af Puigdemont, til að mynda með Sanchez fyrr í mánuðinum. Puigdemont fagnaði því að viðræður hefðu átt sér stað og vakti máls á því að málflutningur spænska ríkisins hefði breyst. „En við þurfum að sjá aðgerðir, ekki bara innantóm orð,“ sagði Puigdemont. Evrópusambandið hefur ekki viljað hafa bein afskipti af sjálfstæðismálinu. Puigdemont sagði að sýnin um sjálfstæða Katalóníu hafi alltaf falið í sér aðild að ESB. Aðspurður hvað honum fyndist um að ESB styddi baráttu hans ekki svaraði hann: „Er Evrópusambandið bara aðildarríkin? Því að við höfum notið stuðnings evrópskra borgara sem eru ekki hrifnir af mannréttindabrotum innan Evrópusambandsins.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Fella niður handtökuskipanir á hendur Katalónunum fimm Carles Puigdemont getur snúið aftur til Belgíu. Verður ekki framseldur til Spánar þar sem hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu. 20. júlí 2018 06:00 Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11 Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00 Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Sjá meira
Carles Puigdemont, hinn útlægi fyrrverandi forseti Katalóníuhéraðs Spánar, hélt í gær sinn fyrsta blaðamannafund frá því hæstiréttur Spánar ákvað að fella niður handtökuskipun á hendur honum ádögunum. Sú ákvörðun var tekin eftir að Þjóðverjar neituðu að framselja Puigdemont. Puigdemont fór upphaflega í útlegð til Brussel, höfuðborgar Belgíu. Á leið sinni aftur þangað eftir að hafa fundað með þingmönnum í Finnlandi var Puigdemont hins vegar handtekinn í Þýskalandi. Í gær sagðist Puigdemont ætla að ferðast aftur til Brussel á laugardaginn. „Ég tek með mér þúsundir bréfa frá Þjóðverjum sem hafa sent mér stuðningsyfirlýsingar,“ sagði hann. Puigdemont sagðist hvergi nærri hættur baráttunni fyrir sjálfstæði Katalóníu, en ástæða útlegðarinnar er sú að hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar sinnar í fyrra eftir ólöglega atkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins. „Ákvörðun katalónsku þjóðarinnar um að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis er staðreynd,“ sagði Puigdemont sem krafðist þess að Spánn virti vilja Katalóna. Alls greiddu 92 prósent kjósenda atkvæði með sjálfstæði í fyrrnefndri atkvæðagreiðslu. Kjörsókn var þó einungis 43 prósent, bæði vegna afskipta spænsku lögreglunnar af kosningunum og sniðgöngu sambandssinna. Þá tjáði Puigdemont sig um Pedro Sanchez, formann Sósíalistaflokksins, sem tók við forsætisráðuneytinu á dögunum eftir að vantraust var samþykkt á Mariano Rajoy úr Lýðflokknum. Nokkur þíða er komin í samskipti héraðsstjórnarinnar við ríkið eftir ríkisstjórnarskiptin og fundaði Quim Torra, aðskilnaðarsinninn sem tók við forsetastólnum af Puigdemont, til að mynda með Sanchez fyrr í mánuðinum. Puigdemont fagnaði því að viðræður hefðu átt sér stað og vakti máls á því að málflutningur spænska ríkisins hefði breyst. „En við þurfum að sjá aðgerðir, ekki bara innantóm orð,“ sagði Puigdemont. Evrópusambandið hefur ekki viljað hafa bein afskipti af sjálfstæðismálinu. Puigdemont sagði að sýnin um sjálfstæða Katalóníu hafi alltaf falið í sér aðild að ESB. Aðspurður hvað honum fyndist um að ESB styddi baráttu hans ekki svaraði hann: „Er Evrópusambandið bara aðildarríkin? Því að við höfum notið stuðnings evrópskra borgara sem eru ekki hrifnir af mannréttindabrotum innan Evrópusambandsins.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Fella niður handtökuskipanir á hendur Katalónunum fimm Carles Puigdemont getur snúið aftur til Belgíu. Verður ekki framseldur til Spánar þar sem hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu. 20. júlí 2018 06:00 Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11 Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00 Mest lesið Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Fleiri fréttir Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Sjá meira
Fella niður handtökuskipanir á hendur Katalónunum fimm Carles Puigdemont getur snúið aftur til Belgíu. Verður ekki framseldur til Spánar þar sem hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu. 20. júlí 2018 06:00
Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11
Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00