Hættir ekki baráttunni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. júlí 2018 06:00 Puigdemont er hvergi nærri hættur sjálfstæðisbaráttunni. Nordicphotos/AFP Carles Puigdemont, hinn útlægi fyrrverandi forseti Katalóníuhéraðs Spánar, hélt í gær sinn fyrsta blaðamannafund frá því hæstiréttur Spánar ákvað að fella niður handtökuskipun á hendur honum ádögunum. Sú ákvörðun var tekin eftir að Þjóðverjar neituðu að framselja Puigdemont. Puigdemont fór upphaflega í útlegð til Brussel, höfuðborgar Belgíu. Á leið sinni aftur þangað eftir að hafa fundað með þingmönnum í Finnlandi var Puigdemont hins vegar handtekinn í Þýskalandi. Í gær sagðist Puigdemont ætla að ferðast aftur til Brussel á laugardaginn. „Ég tek með mér þúsundir bréfa frá Þjóðverjum sem hafa sent mér stuðningsyfirlýsingar,“ sagði hann. Puigdemont sagðist hvergi nærri hættur baráttunni fyrir sjálfstæði Katalóníu, en ástæða útlegðarinnar er sú að hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar sinnar í fyrra eftir ólöglega atkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins. „Ákvörðun katalónsku þjóðarinnar um að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis er staðreynd,“ sagði Puigdemont sem krafðist þess að Spánn virti vilja Katalóna. Alls greiddu 92 prósent kjósenda atkvæði með sjálfstæði í fyrrnefndri atkvæðagreiðslu. Kjörsókn var þó einungis 43 prósent, bæði vegna afskipta spænsku lögreglunnar af kosningunum og sniðgöngu sambandssinna. Þá tjáði Puigdemont sig um Pedro Sanchez, formann Sósíalistaflokksins, sem tók við forsætisráðuneytinu á dögunum eftir að vantraust var samþykkt á Mariano Rajoy úr Lýðflokknum. Nokkur þíða er komin í samskipti héraðsstjórnarinnar við ríkið eftir ríkisstjórnarskiptin og fundaði Quim Torra, aðskilnaðarsinninn sem tók við forsetastólnum af Puigdemont, til að mynda með Sanchez fyrr í mánuðinum. Puigdemont fagnaði því að viðræður hefðu átt sér stað og vakti máls á því að málflutningur spænska ríkisins hefði breyst. „En við þurfum að sjá aðgerðir, ekki bara innantóm orð,“ sagði Puigdemont. Evrópusambandið hefur ekki viljað hafa bein afskipti af sjálfstæðismálinu. Puigdemont sagði að sýnin um sjálfstæða Katalóníu hafi alltaf falið í sér aðild að ESB. Aðspurður hvað honum fyndist um að ESB styddi baráttu hans ekki svaraði hann: „Er Evrópusambandið bara aðildarríkin? Því að við höfum notið stuðnings evrópskra borgara sem eru ekki hrifnir af mannréttindabrotum innan Evrópusambandsins.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Fella niður handtökuskipanir á hendur Katalónunum fimm Carles Puigdemont getur snúið aftur til Belgíu. Verður ekki framseldur til Spánar þar sem hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu. 20. júlí 2018 06:00 Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11 Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Carles Puigdemont, hinn útlægi fyrrverandi forseti Katalóníuhéraðs Spánar, hélt í gær sinn fyrsta blaðamannafund frá því hæstiréttur Spánar ákvað að fella niður handtökuskipun á hendur honum ádögunum. Sú ákvörðun var tekin eftir að Þjóðverjar neituðu að framselja Puigdemont. Puigdemont fór upphaflega í útlegð til Brussel, höfuðborgar Belgíu. Á leið sinni aftur þangað eftir að hafa fundað með þingmönnum í Finnlandi var Puigdemont hins vegar handtekinn í Þýskalandi. Í gær sagðist Puigdemont ætla að ferðast aftur til Brussel á laugardaginn. „Ég tek með mér þúsundir bréfa frá Þjóðverjum sem hafa sent mér stuðningsyfirlýsingar,“ sagði hann. Puigdemont sagðist hvergi nærri hættur baráttunni fyrir sjálfstæði Katalóníu, en ástæða útlegðarinnar er sú að hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu vegna sjálfstæðisyfirlýsingar sinnar í fyrra eftir ólöglega atkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins. „Ákvörðun katalónsku þjóðarinnar um að lýsa yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis er staðreynd,“ sagði Puigdemont sem krafðist þess að Spánn virti vilja Katalóna. Alls greiddu 92 prósent kjósenda atkvæði með sjálfstæði í fyrrnefndri atkvæðagreiðslu. Kjörsókn var þó einungis 43 prósent, bæði vegna afskipta spænsku lögreglunnar af kosningunum og sniðgöngu sambandssinna. Þá tjáði Puigdemont sig um Pedro Sanchez, formann Sósíalistaflokksins, sem tók við forsætisráðuneytinu á dögunum eftir að vantraust var samþykkt á Mariano Rajoy úr Lýðflokknum. Nokkur þíða er komin í samskipti héraðsstjórnarinnar við ríkið eftir ríkisstjórnarskiptin og fundaði Quim Torra, aðskilnaðarsinninn sem tók við forsetastólnum af Puigdemont, til að mynda með Sanchez fyrr í mánuðinum. Puigdemont fagnaði því að viðræður hefðu átt sér stað og vakti máls á því að málflutningur spænska ríkisins hefði breyst. „En við þurfum að sjá aðgerðir, ekki bara innantóm orð,“ sagði Puigdemont. Evrópusambandið hefur ekki viljað hafa bein afskipti af sjálfstæðismálinu. Puigdemont sagði að sýnin um sjálfstæða Katalóníu hafi alltaf falið í sér aðild að ESB. Aðspurður hvað honum fyndist um að ESB styddi baráttu hans ekki svaraði hann: „Er Evrópusambandið bara aðildarríkin? Því að við höfum notið stuðnings evrópskra borgara sem eru ekki hrifnir af mannréttindabrotum innan Evrópusambandsins.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Fella niður handtökuskipanir á hendur Katalónunum fimm Carles Puigdemont getur snúið aftur til Belgíu. Verður ekki framseldur til Spánar þar sem hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu. 20. júlí 2018 06:00 Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11 Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Fella niður handtökuskipanir á hendur Katalónunum fimm Carles Puigdemont getur snúið aftur til Belgíu. Verður ekki framseldur til Spánar þar sem hann hefur verið ákærður fyrir uppreisn gegn spænska ríkinu. 20. júlí 2018 06:00
Leiðtogi katalónskra sjálfstæðissinna handtekinn í Þýskalandi Fyrrverandi forseti heimastjórnarinnar í Katalóníu var handtekinn við landamæri Danmerkur. 25. mars 2018 11:11
Útlagarnir í mál við dómarann Carles Puigdemont, fyrrverandi forseti héraðsstjórnar Katalóníu, og fyrrverandi ráðherrar sem eru með honum á flótta í Brussel undan ákæru spænska ríkissaksóknarans, hafa höfðað mál gegn hæstaréttardómaranum Pablo Llarena. 6. júní 2018 06:00