Sveinstindur við Langasjó Tómas Guðbjartsson og Sigtryggur Ari Jóhannsson skrifar 26. júlí 2018 06:00 Útsýni frá Sveinstindi til norðurs, yfir Langasjó til Vatnajökuls. Fögrufjöll eru hægra megin á myndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ari Sveinn Pálsson fæddist árið 1762 í Skagafirði og var ekki einungis merkilegur læknir heldur einn merkasti náttúrufræðingur Íslendinga fyrr og síðar. Hann stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn en þar sem læknisfræði þótti á þeim tíma ótryggt nám til framfærslu og ekki á vísan að róa með læknisstörf að námi loknu lagði hann stund á náttúrufræði samhliða. Sóttist honum námið vel og varð hann fyrsti Íslendingurinn sem útskrifaðist með próf í náttúrufræði í Danmörku. Sveinn er talinn hafa gengið fyrstur á Sveinstind við Langasjó líkt og Sveinstind í Öræfajökli, sem einnig er nefndur eftir honum og er annar hæsti tindur landsins (2.044 m) á eftir Hvannadalshnúki (2.110 m). Það er Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur sem á heiðurinn af nafngiftinni þegar hann rannsakaði svæðið í kringum Langasjó í lok 19. aldar. Sveinstindur við Langasjó er mun auðgengnari en stóri bróðir hans í Öræfajökli og af fjallinu er gríðarlegt útsýni þótt aðeins sé það 1.090 metra hátt. Auðvelt er að komast að rótum fjallsins á jepplingum eftir vegarslóða sem opinn er frá júlí og fram í september. Langisjór á lygnum sumarmorgni. Margir gera sér ferð og ganga hringinn í kring um Langasjó.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ariFyrst er ekið sem leið liggur eftir Fjallabaksleið nyrðri þar til komið er að merktum slóða til norðausturs. Slóðinn er merktur Langasjó og Sveinstindi og liggur sunnan Grænafjallgarðs, rétt norðan Eldgjár. Stikuð gönguleið liggur á toppinn frá merktu bílastæði og ná flestir toppnum á skemmri tíma en klukkustund. Af toppnum sést á góðum degi yfir fagurbláan Langasjóinn inn að vesturhluta Vatnajökuls, en meðfram eystri hluta Langasjávar liggja mosagróin fjöll sem heita því fallega nafni Fögrufjöll. Einnig sést í upptök Skaftár, Skaftárafrétt, Lakagíga og hrjóstrugt miðhálendið með ótal tindum, vötnum, ám og söndum. Gönguleiðin hentar göngufólki á öllum aldri, jafnt öldruðum sem fjölskyldum með börn. Útsýnið yfir Langasjó er einkar fallegt á uppgöngunni og fá fjöll hér á landi trompa það útsýni sem við blasir af tindinum á góðviðrisdegi. Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Skál fyrir drottningunni Herðubreið, oft nefnd drottning íslenskra fjalla, er eitt fegursta fjall á Íslandi. 12. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Sveinn Pálsson fæddist árið 1762 í Skagafirði og var ekki einungis merkilegur læknir heldur einn merkasti náttúrufræðingur Íslendinga fyrr og síðar. Hann stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn en þar sem læknisfræði þótti á þeim tíma ótryggt nám til framfærslu og ekki á vísan að róa með læknisstörf að námi loknu lagði hann stund á náttúrufræði samhliða. Sóttist honum námið vel og varð hann fyrsti Íslendingurinn sem útskrifaðist með próf í náttúrufræði í Danmörku. Sveinn er talinn hafa gengið fyrstur á Sveinstind við Langasjó líkt og Sveinstind í Öræfajökli, sem einnig er nefndur eftir honum og er annar hæsti tindur landsins (2.044 m) á eftir Hvannadalshnúki (2.110 m). Það er Þorvaldur Thoroddsen náttúrufræðingur sem á heiðurinn af nafngiftinni þegar hann rannsakaði svæðið í kringum Langasjó í lok 19. aldar. Sveinstindur við Langasjó er mun auðgengnari en stóri bróðir hans í Öræfajökli og af fjallinu er gríðarlegt útsýni þótt aðeins sé það 1.090 metra hátt. Auðvelt er að komast að rótum fjallsins á jepplingum eftir vegarslóða sem opinn er frá júlí og fram í september. Langisjór á lygnum sumarmorgni. Margir gera sér ferð og ganga hringinn í kring um Langasjó.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ariFyrst er ekið sem leið liggur eftir Fjallabaksleið nyrðri þar til komið er að merktum slóða til norðausturs. Slóðinn er merktur Langasjó og Sveinstindi og liggur sunnan Grænafjallgarðs, rétt norðan Eldgjár. Stikuð gönguleið liggur á toppinn frá merktu bílastæði og ná flestir toppnum á skemmri tíma en klukkustund. Af toppnum sést á góðum degi yfir fagurbláan Langasjóinn inn að vesturhluta Vatnajökuls, en meðfram eystri hluta Langasjávar liggja mosagróin fjöll sem heita því fallega nafni Fögrufjöll. Einnig sést í upptök Skaftár, Skaftárafrétt, Lakagíga og hrjóstrugt miðhálendið með ótal tindum, vötnum, ám og söndum. Gönguleiðin hentar göngufólki á öllum aldri, jafnt öldruðum sem fjölskyldum með börn. Útsýnið yfir Langasjó er einkar fallegt á uppgöngunni og fá fjöll hér á landi trompa það útsýni sem við blasir af tindinum á góðviðrisdegi.
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Skál fyrir drottningunni Herðubreið, oft nefnd drottning íslenskra fjalla, er eitt fegursta fjall á Íslandi. 12. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Skál fyrir drottningunni Herðubreið, oft nefnd drottning íslenskra fjalla, er eitt fegursta fjall á Íslandi. 12. júlí 2018 06:00