Logið til um orkumálapakka Evrópusambandsins á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar 26. júlí 2018 07:00 Undanfarið hafa öfgafullir íhaldsmenn og öfgafullir vinstri menn í samtökunum Heimssýn verið að ljúga að íslenskum almenningi um orkumálapakka Evrópusambandsins sem á að leiða í lög á næstu mánuðum á Íslandi. Það er ýmsu haldið fram af þeirra hálfu og ætla ég ekki að nefna það allt saman hérna. Ég mun eingöngu fara yfir það helsta sem ég man eftir. Enda hefur Heimssýn og aðrir öfgamenn haldið ýmsu fram um Evrópusambandið í gegnum tíðina og ekkert af því er samkvæmt raunveruleikanum. Það sem er helst haldið fram er að Íslendingar muni tapa stjórn orkumála til Evrópusambandsins við innleiðingu þessara laga. Þetta er rangt. Íslendingar munu ekki tapa neinni stjórn yfir orkumálum sínum eða skipulagi. Það sem mun gerast er að umrædd lög munu tryggja að samkeppni sé virk á orkumarkaði á Íslandi og farið sé eftir lögum og reglum. Ísland er ekki beintengt hinu evrópska raforkuneti og verður það ekki í framtíðinni. Ástæðan er eðlisfræði og fjarlægð Íslands frá næsta hentuga tengipunkti á meginlandi Evrópu. Fjarlægðin er einfaldlega of mikil til þess að þetta borgi sig og rekstrarkostnaður á slíkum raforkustreng yrði of mikill í dag. Það hefur ekki stoppað Heimssýn í að halda því fram að slíkt sé krafa Evrópusambandsins, slík fullyrðing hjá Heimssýn er lygi. Það er staðreynd að ríkisstjórn Íslands hefur látið gera margar skýrslur um þetta mál og sumar sýna fram á hagnað á meðan aðrar skýrslur sýna fram á tap. Það er alveg ljóst að lagning slíks raforkustrengs yrði alltaf ákvörðun Íslendinga og aldrei Evrópusambandsins og ekki einu sinni ef Ísland mundi ganga í Evrópusambandið og gerast fullgildur meðlimur.Samræma vinnu Helsta hlutverk Agency for the Cooperation of Energy Regulat ors (ACER), eða Orkumálastofnunar Evrópusambandsins eins og ég hef ákveðið að kalla stofnunina, er að samræma vinnu annarra orkumálastofnana innan Evrópusambandsins. Ákvarða stefnumörkun í samvinnu við viðkomandi stofnanir og passa að lögum og reglum sé framfylgt í samræmi við lög Evrópusambandsins. Vegna þess hvernig orkumálum Íslendinga er háttað þá er ekki að sjá að afskipti Orkumálastofnunar Evrópusambandsins yrðu mikil á Íslandi. Þessi samskipti fara einnig fram í gegnum ESA samkvæmt ákvörðun milli EFTA ríkjanna og Evrópusambandsins. Það verður því ekki um bein samskipti að ræða milli Orkumálastofnunar Evrópusambandsins og Orkustofnunar á Íslandi. Eitt af stærri verkefnum EU ACER er að tryggja virka samkeppni á raforkumarkaði og að neytendur séu ekki sviknir af orkufyrirtækjum hvort sem um er að ræða sölu á gasi eða rafmagni. Það er einnig hlutverk EU ACER að tryggja að öllum öðrum reglum sé fylgt á innri markaði Evrópusambandsins og grípa til aðgerða ef sú er ekki raunin. Hlutverk EU ACER er margþætt og stærra en svo að ég komist yfir að útskýra það allt saman í þessari stuttu grein. Hægt er að kynna sér málið nánar á vefsíðu EU ACER. Ástæðan fyrir þessari miklu andstöðu við þessi lög frá Evrópusambandinu er mun dýpri en bara andstaða við þessi lög og reglur frá Evrópusambandinu. Hérna er verið að gera pólitíska tilraun til þess að koma Íslendingum úr EES-samningum. Stefna Heimssýnar er að svipta Íslendinga öllu því frelsi sem þeir njóta í dag innan Evrópusambandsins og þetta hefur verið stefnan hjá Heimssýn frá upphafi. Enda voru þeir sem stofnuðu Heimssýn í upphafi á móti öllu alþjóðlegu samstarfi sem Íslendingar hafa farið í á undanförnum áratugum. Ég ætla að fara nánar yfir það í annarri grein um Heimssýn og þær lygar sem samtökin hafa verið að dreifa um Evrópusambandið á Íslandi. Það er staðreynd að Heimssýn hefur reynst Íslendingum mikið böl á þeim sextán árum sem samtökin hafa starfað.Höfundur er rithöfundur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Þögnin í háskólanum Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað skrifar Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa öfgafullir íhaldsmenn og öfgafullir vinstri menn í samtökunum Heimssýn verið að ljúga að íslenskum almenningi um orkumálapakka Evrópusambandsins sem á að leiða í lög á næstu mánuðum á Íslandi. Það er ýmsu haldið fram af þeirra hálfu og ætla ég ekki að nefna það allt saman hérna. Ég mun eingöngu fara yfir það helsta sem ég man eftir. Enda hefur Heimssýn og aðrir öfgamenn haldið ýmsu fram um Evrópusambandið í gegnum tíðina og ekkert af því er samkvæmt raunveruleikanum. Það sem er helst haldið fram er að Íslendingar muni tapa stjórn orkumála til Evrópusambandsins við innleiðingu þessara laga. Þetta er rangt. Íslendingar munu ekki tapa neinni stjórn yfir orkumálum sínum eða skipulagi. Það sem mun gerast er að umrædd lög munu tryggja að samkeppni sé virk á orkumarkaði á Íslandi og farið sé eftir lögum og reglum. Ísland er ekki beintengt hinu evrópska raforkuneti og verður það ekki í framtíðinni. Ástæðan er eðlisfræði og fjarlægð Íslands frá næsta hentuga tengipunkti á meginlandi Evrópu. Fjarlægðin er einfaldlega of mikil til þess að þetta borgi sig og rekstrarkostnaður á slíkum raforkustreng yrði of mikill í dag. Það hefur ekki stoppað Heimssýn í að halda því fram að slíkt sé krafa Evrópusambandsins, slík fullyrðing hjá Heimssýn er lygi. Það er staðreynd að ríkisstjórn Íslands hefur látið gera margar skýrslur um þetta mál og sumar sýna fram á hagnað á meðan aðrar skýrslur sýna fram á tap. Það er alveg ljóst að lagning slíks raforkustrengs yrði alltaf ákvörðun Íslendinga og aldrei Evrópusambandsins og ekki einu sinni ef Ísland mundi ganga í Evrópusambandið og gerast fullgildur meðlimur.Samræma vinnu Helsta hlutverk Agency for the Cooperation of Energy Regulat ors (ACER), eða Orkumálastofnunar Evrópusambandsins eins og ég hef ákveðið að kalla stofnunina, er að samræma vinnu annarra orkumálastofnana innan Evrópusambandsins. Ákvarða stefnumörkun í samvinnu við viðkomandi stofnanir og passa að lögum og reglum sé framfylgt í samræmi við lög Evrópusambandsins. Vegna þess hvernig orkumálum Íslendinga er háttað þá er ekki að sjá að afskipti Orkumálastofnunar Evrópusambandsins yrðu mikil á Íslandi. Þessi samskipti fara einnig fram í gegnum ESA samkvæmt ákvörðun milli EFTA ríkjanna og Evrópusambandsins. Það verður því ekki um bein samskipti að ræða milli Orkumálastofnunar Evrópusambandsins og Orkustofnunar á Íslandi. Eitt af stærri verkefnum EU ACER er að tryggja virka samkeppni á raforkumarkaði og að neytendur séu ekki sviknir af orkufyrirtækjum hvort sem um er að ræða sölu á gasi eða rafmagni. Það er einnig hlutverk EU ACER að tryggja að öllum öðrum reglum sé fylgt á innri markaði Evrópusambandsins og grípa til aðgerða ef sú er ekki raunin. Hlutverk EU ACER er margþætt og stærra en svo að ég komist yfir að útskýra það allt saman í þessari stuttu grein. Hægt er að kynna sér málið nánar á vefsíðu EU ACER. Ástæðan fyrir þessari miklu andstöðu við þessi lög frá Evrópusambandinu er mun dýpri en bara andstaða við þessi lög og reglur frá Evrópusambandinu. Hérna er verið að gera pólitíska tilraun til þess að koma Íslendingum úr EES-samningum. Stefna Heimssýnar er að svipta Íslendinga öllu því frelsi sem þeir njóta í dag innan Evrópusambandsins og þetta hefur verið stefnan hjá Heimssýn frá upphafi. Enda voru þeir sem stofnuðu Heimssýn í upphafi á móti öllu alþjóðlegu samstarfi sem Íslendingar hafa farið í á undanförnum áratugum. Ég ætla að fara nánar yfir það í annarri grein um Heimssýn og þær lygar sem samtökin hafa verið að dreifa um Evrópusambandið á Íslandi. Það er staðreynd að Heimssýn hefur reynst Íslendingum mikið böl á þeim sextán árum sem samtökin hafa starfað.Höfundur er rithöfundur
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Skoðun Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Tími til að endurhugsa hagvöxt! Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffia S. Sigurgeisdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun