Þarf að markaðssetja mig betur Hjörvar Ólafsson skrifar 26. júlí 2018 09:00 Haraldur kemur til Eyja frá Skotlandi. vísir/getty Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er kominn hingað til lands til þess að taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer í Vestmannaeyjum um helgina. Haraldur Franklín mætir til leiks á mótið eftir að að hafa tekið þátt í Opna breska meistaramótinu fyrstur íslenskra karlkylfinga. Eftir fínan fyrsta hring lenti hann í kröppum dansi á öðrum hringnum. Þar af leiðandi þurfti hann að spila árásargjarnara golf á seinni hluta annars hringsins til þess að freista þess að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Honum tókst ekki ætlunarverk sitt og hann kveðst vera með blendnar tilfinningar eftir þátttöku sína í mótinu. „Þetta var auðvitað mjög gaman, að fá að spreyta sig á svona stóru sviði var eitthvað sem ég hef stefnt að og það var mikil upplifun að vera þarna. Ég hefði hins vegar viljað gera betur. Eftir að hafa misst flugið á tveimur holum á öðrum hringnum þurfti ég að taka áhættu á lokaholunum og þær holur á þessum velli eru ekki hentugar fyrir þannig spilamennsku,“ sagði Haraldur um frumraun sína á Opna breska sem fram fór á Carnoustie-vellinum í Skotlandi sem þykir ansi erfiður á köflum. „Það er mér hins vegar efst í huga eftir þessa helgi hvað mig langar að endurtaka þetta og ég stefni að því að fara þangað aftur. Þá langar mig mikið að taka þátt í fleiri sterkum boðsmótum og komast í Áskorendamótaröðina eða Evrópumótaröðina. Það er vonandi að spilamennska mín í Nordic-mótaröðinni tryggi mér sæti í Áskorendamótaröðinni, en ég var nálægt því í fyrra. Ég ætla svo taka þátt í Qualifying school í september síðar á þessu ári og freista þess að komast inn á Evrópumótaröðina þar,“ sagði hann um markmið sín í golfinu. „Ég lærði mikið af því að spila á Opna breska, bæði hvað varðar að spila fyrir fleiri áhorfendur en ég er vanur og takast á við aukna fjölmiðlaathygli. Það er ekki mín sterka hlið að ræða við fjölmiðla og selja sjálfan mig með markaðsstarfi. Ég verð annaðhvort að fækka fjölmiðlaviðtölum eða læra betur að tækla fjölmiðla. Líklega er blanda af hvoru tveggja heillavænlegust. Það er að veita fjölmiðlum hæfilega athygli og gefa meira af mér þegar ég geri það. Þannig eyk ég líkurnar á að fá fleiri tækifæri á boðsmótum. Það er pirrandi að sjá kylfinga sem ég tel vera á mínu kalíberi fá að taka þátt á þeim mótum sökum þess að þeir eru öflugri en ég að láta vita af sér,“ sagði hinn hógværi og lítilláti Vesturbæingur. „Nú er hugur minn hins vegar á næstu helgi og mótinu í Vestmannaeyjum. Það er orðið allt of langt síðan ég vann þetta mót og ég stefni á að bæta úr því um helgina. Það verður gaman að takast á við völlinn og veðrið í Vestmannaeyjum. Það eru þrjú ár síðan ég spilaði þennan völl síðast, en ég þekki hann ágætlega og hef spilað hann þó nokkrum sinnum. Síðan fer ég út í upphafi næstu viku og geri mig kláran fyrir næsta mót í Nordic-mótaröðinni,“ sagði hann um næstu verkefni sín, en hann varð síðast Íslandsmeistari í höggleik árið 2012. Golf Tengdar fréttir Axel hættur við að vera í fríi og mætir til að verja titilinn Haraldur Franklín Magnús fær alvöru samkeppni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 24. júlí 2018 15:15 Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30 Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er kominn hingað til lands til þess að taka þátt í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer í Vestmannaeyjum um helgina. Haraldur Franklín mætir til leiks á mótið eftir að að hafa tekið þátt í Opna breska meistaramótinu fyrstur íslenskra karlkylfinga. Eftir fínan fyrsta hring lenti hann í kröppum dansi á öðrum hringnum. Þar af leiðandi þurfti hann að spila árásargjarnara golf á seinni hluta annars hringsins til þess að freista þess að komast í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Honum tókst ekki ætlunarverk sitt og hann kveðst vera með blendnar tilfinningar eftir þátttöku sína í mótinu. „Þetta var auðvitað mjög gaman, að fá að spreyta sig á svona stóru sviði var eitthvað sem ég hef stefnt að og það var mikil upplifun að vera þarna. Ég hefði hins vegar viljað gera betur. Eftir að hafa misst flugið á tveimur holum á öðrum hringnum þurfti ég að taka áhættu á lokaholunum og þær holur á þessum velli eru ekki hentugar fyrir þannig spilamennsku,“ sagði Haraldur um frumraun sína á Opna breska sem fram fór á Carnoustie-vellinum í Skotlandi sem þykir ansi erfiður á köflum. „Það er mér hins vegar efst í huga eftir þessa helgi hvað mig langar að endurtaka þetta og ég stefni að því að fara þangað aftur. Þá langar mig mikið að taka þátt í fleiri sterkum boðsmótum og komast í Áskorendamótaröðina eða Evrópumótaröðina. Það er vonandi að spilamennska mín í Nordic-mótaröðinni tryggi mér sæti í Áskorendamótaröðinni, en ég var nálægt því í fyrra. Ég ætla svo taka þátt í Qualifying school í september síðar á þessu ári og freista þess að komast inn á Evrópumótaröðina þar,“ sagði hann um markmið sín í golfinu. „Ég lærði mikið af því að spila á Opna breska, bæði hvað varðar að spila fyrir fleiri áhorfendur en ég er vanur og takast á við aukna fjölmiðlaathygli. Það er ekki mín sterka hlið að ræða við fjölmiðla og selja sjálfan mig með markaðsstarfi. Ég verð annaðhvort að fækka fjölmiðlaviðtölum eða læra betur að tækla fjölmiðla. Líklega er blanda af hvoru tveggja heillavænlegust. Það er að veita fjölmiðlum hæfilega athygli og gefa meira af mér þegar ég geri það. Þannig eyk ég líkurnar á að fá fleiri tækifæri á boðsmótum. Það er pirrandi að sjá kylfinga sem ég tel vera á mínu kalíberi fá að taka þátt á þeim mótum sökum þess að þeir eru öflugri en ég að láta vita af sér,“ sagði hinn hógværi og lítilláti Vesturbæingur. „Nú er hugur minn hins vegar á næstu helgi og mótinu í Vestmannaeyjum. Það er orðið allt of langt síðan ég vann þetta mót og ég stefni á að bæta úr því um helgina. Það verður gaman að takast á við völlinn og veðrið í Vestmannaeyjum. Það eru þrjú ár síðan ég spilaði þennan völl síðast, en ég þekki hann ágætlega og hef spilað hann þó nokkrum sinnum. Síðan fer ég út í upphafi næstu viku og geri mig kláran fyrir næsta mót í Nordic-mótaröðinni,“ sagði hann um næstu verkefni sín, en hann varð síðast Íslandsmeistari í höggleik árið 2012.
Golf Tengdar fréttir Axel hættur við að vera í fríi og mætir til að verja titilinn Haraldur Franklín Magnús fær alvöru samkeppni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 24. júlí 2018 15:15 Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30 Mest lesið „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn „Vorum bara heppnir að landa þessu“ Körfubolti Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Körfubolti „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Körfubolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Axel hættur við að vera í fríi og mætir til að verja titilinn Haraldur Franklín Magnús fær alvöru samkeppni í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. 24. júlí 2018 15:15
Haraldur og þeir bestu reyna við 16 ára gamalt vallarmet í Eyjum Maðurinn sem á vallarmetið á golfvellinum í Vestmannaeyjum ætlaði ekki einu sinni að keppa á mótinu sem að hann setti það á. 23. júlí 2018 17:30