Landsvirkjun skoðar breytingar á Búrfellslundi til að mæta athugasemdum um sjónmengun Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. júlí 2018 18:30 Búrfellslundur eins og hann mun líta út samkvæmt hönnun Landsvirkjunar. Raforkuframleiðsla með vindmyllum er algjörlega afturkræf framkvæmd enda er hægt að taka vindmyllurnar niður hvenær sem er. Vísir/ÞÞ Sveitarstjóri Rangárþings ytra segist vongóður um að vindmyllugarður Landsvirkjunar í Búrfellslundi verði að veruleika enda sé þetta ákjósanlegasti staður á landinu til að beisla vind. Landsvirkjun hefur til skoðunar að gera breytingar á vindmyllugarðinum í því skyni að mæta athugasemdum um neikvæða sjónræna upplifun göngufólks sem á leið um svæðið. Vindorka er endurnýjanleg orkulind og ein umhverfisvænasta framleiðsluaðferð rafmagns sem þekkist. Ísland er meðal þeirra svæða í heiminum þar sem vindur á landi er hvað mestur og því aðstæður til rafmagnsframleiðslu með vindi afar hagstæðar. Eins og við greindum frá á þriðjudag er framtíð raforkuframleiðslu í Þykkvabæ í lausu lofti því Biokraft hefur ekki fengið samþykktar breytingar á deiluskipulagi til að setja upp nýjar stærri vindmyllur á staðnum í stað þeirra sem þar eru fyrir. Landsvirkjun hefur í nokkur ár haft áform um að reisa 200 megavatta vindmyllugarð með allt að 67 vindmyllum á sandsléttunni austan Þjórsár og á hafinu, þar sem Landsvirkjun rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Myllurnar eiga að vera 150 metrar háar með spaða í hæstu hæð. Verkefnið, sem nefnist Búrfellslundur, hefur ekki komist í nýtingarflokk rammaáætlunar vegna neikvæðra sjónrænna áhrifa fyrir útivistarfólk sem gengur um svæðið. Í lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar kemur fram að það eru helst neikvæð áhrif á gönguferðir á nærliggjandi svæðum sem mæla gegn Búrfellslundi. Vindmyllurnar sjáist langt að og hafi því mikil sjónræn áhrif. Þær muni gera umhverfið minna náttúrulegt í hugum ferðamanna og „upplifun þeirra á landslaginu og svæðinu í heild, verður síðri,“eins og segir í skýrslunni. Uppbygging Búrfellslundar mun hafa neikvæð áhrif á varpfugla innan svæðisins og einnig á farleiðir fugla en eru þessi áhrif metin óveruleg. Umfjöllun Stöðvar 2 um Búrfellslund frá 7. október 2016 Engir staðir á landinu henta betur til að beisla vindinn Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra segist vongóður um að áform um Búrfellslund verði að veruleika enda séu engir staðir á landinu sem henti betur til að beisla vindinn. „Ég held að það sé samdóma álit allra að það sé besti staður landsins, frá hagvæmnissjónarmiðum, til að framleiða raforku með vindi. Þar er líka allt okkar tengslanet svo það þarf ekki að gera annað en að setja í samband og þá ertu kominn inn á kerfið. Hins vegar hefur þetta sjónræna þótt erfiðast þar. Að við séum þá að skemma upplifun þeirra sem keyra, ganga eða hjóla inn á hálendið. Þetta er á mörkum hálendisins og neðri byggðar. Hið sjónræna hefur þótt vera það mikilvægt þarna að menn hafa ekki vilja stíga frekari skref enn sem komið er. Og þetta er örugglega besti staðurinn á landinu,“ segir Ágúst. Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra segir það ekki undirorpið vafa að Búrfellslundur sé besti staður á landinu til að framleiða rafmagn með vindorku.Vísir/ÞÞ Landsvirkjun hefur haft til skoðunar að gera breytingar á hönnun Búrfellslundar með það fyrir augum að koma betur til móts við athugasemdir um neikvæða sjónræna upplifun af vindmyllunum. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvaða breytingar eru í skoðun en ein breyting gæti falist í því að dreifa röðum vindmyllanna með öðrum hætti. Þriðji áfangi rammaáætlunar var hins vegar aldrei afgreiddur frá Alþingi og því er óvíst hvort eða hvenær verkefnisstjórn um rammaáætlun muni fjalla um Búrfellslund sem virkjanakost fyrir raforkuframleiðslu í fjórða áfanga. Vindmyllur í Þykkvabæ Vindorkuver í Búrfellslundi Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Sveitarstjóri Rangárþings ytra segist vongóður um að vindmyllugarður Landsvirkjunar í Búrfellslundi verði að veruleika enda sé þetta ákjósanlegasti staður á landinu til að beisla vind. Landsvirkjun hefur til skoðunar að gera breytingar á vindmyllugarðinum í því skyni að mæta athugasemdum um neikvæða sjónræna upplifun göngufólks sem á leið um svæðið. Vindorka er endurnýjanleg orkulind og ein umhverfisvænasta framleiðsluaðferð rafmagns sem þekkist. Ísland er meðal þeirra svæða í heiminum þar sem vindur á landi er hvað mestur og því aðstæður til rafmagnsframleiðslu með vindi afar hagstæðar. Eins og við greindum frá á þriðjudag er framtíð raforkuframleiðslu í Þykkvabæ í lausu lofti því Biokraft hefur ekki fengið samþykktar breytingar á deiluskipulagi til að setja upp nýjar stærri vindmyllur á staðnum í stað þeirra sem þar eru fyrir. Landsvirkjun hefur í nokkur ár haft áform um að reisa 200 megavatta vindmyllugarð með allt að 67 vindmyllum á sandsléttunni austan Þjórsár og á hafinu, þar sem Landsvirkjun rekur tvær vindmyllur í rannsóknarskyni. Myllurnar eiga að vera 150 metrar háar með spaða í hæstu hæð. Verkefnið, sem nefnist Búrfellslundur, hefur ekki komist í nýtingarflokk rammaáætlunar vegna neikvæðra sjónrænna áhrifa fyrir útivistarfólk sem gengur um svæðið. Í lokaskýrslu verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar kemur fram að það eru helst neikvæð áhrif á gönguferðir á nærliggjandi svæðum sem mæla gegn Búrfellslundi. Vindmyllurnar sjáist langt að og hafi því mikil sjónræn áhrif. Þær muni gera umhverfið minna náttúrulegt í hugum ferðamanna og „upplifun þeirra á landslaginu og svæðinu í heild, verður síðri,“eins og segir í skýrslunni. Uppbygging Búrfellslundar mun hafa neikvæð áhrif á varpfugla innan svæðisins og einnig á farleiðir fugla en eru þessi áhrif metin óveruleg. Umfjöllun Stöðvar 2 um Búrfellslund frá 7. október 2016 Engir staðir á landinu henta betur til að beisla vindinn Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra segist vongóður um að áform um Búrfellslund verði að veruleika enda séu engir staðir á landinu sem henti betur til að beisla vindinn. „Ég held að það sé samdóma álit allra að það sé besti staður landsins, frá hagvæmnissjónarmiðum, til að framleiða raforku með vindi. Þar er líka allt okkar tengslanet svo það þarf ekki að gera annað en að setja í samband og þá ertu kominn inn á kerfið. Hins vegar hefur þetta sjónræna þótt erfiðast þar. Að við séum þá að skemma upplifun þeirra sem keyra, ganga eða hjóla inn á hálendið. Þetta er á mörkum hálendisins og neðri byggðar. Hið sjónræna hefur þótt vera það mikilvægt þarna að menn hafa ekki vilja stíga frekari skref enn sem komið er. Og þetta er örugglega besti staðurinn á landinu,“ segir Ágúst. Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra segir það ekki undirorpið vafa að Búrfellslundur sé besti staður á landinu til að framleiða rafmagn með vindorku.Vísir/ÞÞ Landsvirkjun hefur haft til skoðunar að gera breytingar á hönnun Búrfellslundar með það fyrir augum að koma betur til móts við athugasemdir um neikvæða sjónræna upplifun af vindmyllunum. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvaða breytingar eru í skoðun en ein breyting gæti falist í því að dreifa röðum vindmyllanna með öðrum hætti. Þriðji áfangi rammaáætlunar var hins vegar aldrei afgreiddur frá Alþingi og því er óvíst hvort eða hvenær verkefnisstjórn um rammaáætlun muni fjalla um Búrfellslund sem virkjanakost fyrir raforkuframleiðslu í fjórða áfanga.
Vindmyllur í Þykkvabæ Vindorkuver í Búrfellslundi Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira