Landeigendur vilja að Umhverfisstofnun loki gönguleiðum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júlí 2018 19:00 Landeigendur hafa óskað eftir því við Umhverfisstofnun að hún nýti heimildir til þess að loka gönguleiðum meðfram Brúará í Biskupstungum. Uppbygging göngustíga á svæðinu er í uppnámi en vinsældir svæðisins fara stöðugt vaxandi.„Brúarfoss er ekki einu sinni merktur á venjuleg landakort og að honum liggur enginn bílvegur,“ sagði Kristján Már Unnarsson þegar hann fjallaði fyrst um vinsældir svæðisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl í fyrra en þær eru tilkomnar vegna myndbirtinga og umsagna á netinu. Svæðið er orðið afar vinsælt útivistarsvæði. Vinsældirnar hafa hvergi dvínað. Eigendur segja að á þriðja hundrað manns gangi meðfram Brúará á hverjum degi og eðlilega lætur landið á sjá. Fossarnir þrír, Brúarfoss, Miðfoss og Hlauptungufoss í Brúará halda áfram að laða að sér ferðamenn en nú er svo komið að hluti landeigenda finnst nóg um. Rúnar Gunnarsson, á Efri Reykjum á land að Brúará og hefur í samvinnu við sveitarfélagið reynt að byggja upp svæðið til þess að stýra ágangi náttúruunnenda og til þess fékk hann styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess að byggja upp göngustíga á svæðinu. Land Efri Reykja nær nokkuð upp með ánni en til þess að flækja málin eiga landeigendur að Ártungu svæði sem kemur á milli og brýtur upp áðurnefnt svæði Efri Reykja.Rúnar Gunnarsson, landeigandi að Efri Reykjum hefur áhyggjur af frekari ároðningi á svæðinu eftir lokun annarra eigenda að svæðinu.Vísir/Einar"Fólk fer núna af þessum stíg sem hefur verið til staðar og leitar núna í austurátt þannig að það verður einhver átroðningur sem því fylgir en það verður að tækla það einhvern veginn," segir Rúnar Gunnarsson, landeigandi að Efri Reykjum. Á meðan fréttastofa skoðaði aðstæður voru þar ferðamenn sem lendu í vanda þar sem núverandi leið hefur verið lokað, leið sem er að finna á vinsælum ferðasíðum sem lýsa svæðinu. „Það er enginn stígur til austurs þannig að menn eru að fara út um allt ,“ segir Rúnar. Rúnar vonast til að ásættanleg lausn finnst sem fyrst svo hægt sé að halda uppbyggingu áfram, sem hann segir ekki gerða með hagnaðarsjónarmiði heldur til þess að stýra ágangi. Málið er komið inn á borð Umhverfisstofnunar sem ætlar að skoða aðstæður eftir helgi en lögmæti lokunarinnar eru óljós. Landeigendur hafa óskað eftir því við stofnunina að hún nýti heimildir sínar til þess að loka svæðinu og verður það meðal annars skoðað eftir helgi. „Ég mundi helst vilja sjá þessa leið opnaða aftur. Þetta er langsamlega skemmtilegasta leiðin fyrir fólk að labba, upp með ánni og í náttúrunni. Það verður einhver annar en ég að ráða því hvernig það fer, segir Rúnar. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Bláskógabyggð Umhverfismál Tengdar fréttir Ásókn ferðamanna í Brúarfoss engu minni þrátt fyrir varhugarverðar aðstæður Fjöldi ferðamanna reynir enn að ganga upp að Brúarfossi þó að þykkur klaki liggi ofan í skógarstígnum sem liggur að honum. 12. mars 2018 15:15 Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Landeigendur hafa óskað eftir því við Umhverfisstofnun að hún nýti heimildir til þess að loka gönguleiðum meðfram Brúará í Biskupstungum. Uppbygging göngustíga á svæðinu er í uppnámi en vinsældir svæðisins fara stöðugt vaxandi.„Brúarfoss er ekki einu sinni merktur á venjuleg landakort og að honum liggur enginn bílvegur,“ sagði Kristján Már Unnarsson þegar hann fjallaði fyrst um vinsældir svæðisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl í fyrra en þær eru tilkomnar vegna myndbirtinga og umsagna á netinu. Svæðið er orðið afar vinsælt útivistarsvæði. Vinsældirnar hafa hvergi dvínað. Eigendur segja að á þriðja hundrað manns gangi meðfram Brúará á hverjum degi og eðlilega lætur landið á sjá. Fossarnir þrír, Brúarfoss, Miðfoss og Hlauptungufoss í Brúará halda áfram að laða að sér ferðamenn en nú er svo komið að hluti landeigenda finnst nóg um. Rúnar Gunnarsson, á Efri Reykjum á land að Brúará og hefur í samvinnu við sveitarfélagið reynt að byggja upp svæðið til þess að stýra ágangi náttúruunnenda og til þess fékk hann styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess að byggja upp göngustíga á svæðinu. Land Efri Reykja nær nokkuð upp með ánni en til þess að flækja málin eiga landeigendur að Ártungu svæði sem kemur á milli og brýtur upp áðurnefnt svæði Efri Reykja.Rúnar Gunnarsson, landeigandi að Efri Reykjum hefur áhyggjur af frekari ároðningi á svæðinu eftir lokun annarra eigenda að svæðinu.Vísir/Einar"Fólk fer núna af þessum stíg sem hefur verið til staðar og leitar núna í austurátt þannig að það verður einhver átroðningur sem því fylgir en það verður að tækla það einhvern veginn," segir Rúnar Gunnarsson, landeigandi að Efri Reykjum. Á meðan fréttastofa skoðaði aðstæður voru þar ferðamenn sem lendu í vanda þar sem núverandi leið hefur verið lokað, leið sem er að finna á vinsælum ferðasíðum sem lýsa svæðinu. „Það er enginn stígur til austurs þannig að menn eru að fara út um allt ,“ segir Rúnar. Rúnar vonast til að ásættanleg lausn finnst sem fyrst svo hægt sé að halda uppbyggingu áfram, sem hann segir ekki gerða með hagnaðarsjónarmiði heldur til þess að stýra ágangi. Málið er komið inn á borð Umhverfisstofnunar sem ætlar að skoða aðstæður eftir helgi en lögmæti lokunarinnar eru óljós. Landeigendur hafa óskað eftir því við stofnunina að hún nýti heimildir sínar til þess að loka svæðinu og verður það meðal annars skoðað eftir helgi. „Ég mundi helst vilja sjá þessa leið opnaða aftur. Þetta er langsamlega skemmtilegasta leiðin fyrir fólk að labba, upp með ánni og í náttúrunni. Það verður einhver annar en ég að ráða því hvernig það fer, segir Rúnar. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Bláskógabyggð Umhverfismál Tengdar fréttir Ásókn ferðamanna í Brúarfoss engu minni þrátt fyrir varhugarverðar aðstæður Fjöldi ferðamanna reynir enn að ganga upp að Brúarfossi þó að þykkur klaki liggi ofan í skógarstígnum sem liggur að honum. 12. mars 2018 15:15 Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Áslaug hafi þennan „x-factor“ Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Ásókn ferðamanna í Brúarfoss engu minni þrátt fyrir varhugarverðar aðstæður Fjöldi ferðamanna reynir enn að ganga upp að Brúarfossi þó að þykkur klaki liggi ofan í skógarstígnum sem liggur að honum. 12. mars 2018 15:15
Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent