Landeigendur vilja að Umhverfisstofnun loki gönguleiðum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. júlí 2018 19:00 Landeigendur hafa óskað eftir því við Umhverfisstofnun að hún nýti heimildir til þess að loka gönguleiðum meðfram Brúará í Biskupstungum. Uppbygging göngustíga á svæðinu er í uppnámi en vinsældir svæðisins fara stöðugt vaxandi.„Brúarfoss er ekki einu sinni merktur á venjuleg landakort og að honum liggur enginn bílvegur,“ sagði Kristján Már Unnarsson þegar hann fjallaði fyrst um vinsældir svæðisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl í fyrra en þær eru tilkomnar vegna myndbirtinga og umsagna á netinu. Svæðið er orðið afar vinsælt útivistarsvæði. Vinsældirnar hafa hvergi dvínað. Eigendur segja að á þriðja hundrað manns gangi meðfram Brúará á hverjum degi og eðlilega lætur landið á sjá. Fossarnir þrír, Brúarfoss, Miðfoss og Hlauptungufoss í Brúará halda áfram að laða að sér ferðamenn en nú er svo komið að hluti landeigenda finnst nóg um. Rúnar Gunnarsson, á Efri Reykjum á land að Brúará og hefur í samvinnu við sveitarfélagið reynt að byggja upp svæðið til þess að stýra ágangi náttúruunnenda og til þess fékk hann styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess að byggja upp göngustíga á svæðinu. Land Efri Reykja nær nokkuð upp með ánni en til þess að flækja málin eiga landeigendur að Ártungu svæði sem kemur á milli og brýtur upp áðurnefnt svæði Efri Reykja.Rúnar Gunnarsson, landeigandi að Efri Reykjum hefur áhyggjur af frekari ároðningi á svæðinu eftir lokun annarra eigenda að svæðinu.Vísir/Einar"Fólk fer núna af þessum stíg sem hefur verið til staðar og leitar núna í austurátt þannig að það verður einhver átroðningur sem því fylgir en það verður að tækla það einhvern veginn," segir Rúnar Gunnarsson, landeigandi að Efri Reykjum. Á meðan fréttastofa skoðaði aðstæður voru þar ferðamenn sem lendu í vanda þar sem núverandi leið hefur verið lokað, leið sem er að finna á vinsælum ferðasíðum sem lýsa svæðinu. „Það er enginn stígur til austurs þannig að menn eru að fara út um allt ,“ segir Rúnar. Rúnar vonast til að ásættanleg lausn finnst sem fyrst svo hægt sé að halda uppbyggingu áfram, sem hann segir ekki gerða með hagnaðarsjónarmiði heldur til þess að stýra ágangi. Málið er komið inn á borð Umhverfisstofnunar sem ætlar að skoða aðstæður eftir helgi en lögmæti lokunarinnar eru óljós. Landeigendur hafa óskað eftir því við stofnunina að hún nýti heimildir sínar til þess að loka svæðinu og verður það meðal annars skoðað eftir helgi. „Ég mundi helst vilja sjá þessa leið opnaða aftur. Þetta er langsamlega skemmtilegasta leiðin fyrir fólk að labba, upp með ánni og í náttúrunni. Það verður einhver annar en ég að ráða því hvernig það fer, segir Rúnar. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Bláskógabyggð Umhverfismál Tengdar fréttir Ásókn ferðamanna í Brúarfoss engu minni þrátt fyrir varhugarverðar aðstæður Fjöldi ferðamanna reynir enn að ganga upp að Brúarfossi þó að þykkur klaki liggi ofan í skógarstígnum sem liggur að honum. 12. mars 2018 15:15 Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Landeigendur hafa óskað eftir því við Umhverfisstofnun að hún nýti heimildir til þess að loka gönguleiðum meðfram Brúará í Biskupstungum. Uppbygging göngustíga á svæðinu er í uppnámi en vinsældir svæðisins fara stöðugt vaxandi.„Brúarfoss er ekki einu sinni merktur á venjuleg landakort og að honum liggur enginn bílvegur,“ sagði Kristján Már Unnarsson þegar hann fjallaði fyrst um vinsældir svæðisins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl í fyrra en þær eru tilkomnar vegna myndbirtinga og umsagna á netinu. Svæðið er orðið afar vinsælt útivistarsvæði. Vinsældirnar hafa hvergi dvínað. Eigendur segja að á þriðja hundrað manns gangi meðfram Brúará á hverjum degi og eðlilega lætur landið á sjá. Fossarnir þrír, Brúarfoss, Miðfoss og Hlauptungufoss í Brúará halda áfram að laða að sér ferðamenn en nú er svo komið að hluti landeigenda finnst nóg um. Rúnar Gunnarsson, á Efri Reykjum á land að Brúará og hefur í samvinnu við sveitarfélagið reynt að byggja upp svæðið til þess að stýra ágangi náttúruunnenda og til þess fékk hann styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til þess að byggja upp göngustíga á svæðinu. Land Efri Reykja nær nokkuð upp með ánni en til þess að flækja málin eiga landeigendur að Ártungu svæði sem kemur á milli og brýtur upp áðurnefnt svæði Efri Reykja.Rúnar Gunnarsson, landeigandi að Efri Reykjum hefur áhyggjur af frekari ároðningi á svæðinu eftir lokun annarra eigenda að svæðinu.Vísir/Einar"Fólk fer núna af þessum stíg sem hefur verið til staðar og leitar núna í austurátt þannig að það verður einhver átroðningur sem því fylgir en það verður að tækla það einhvern veginn," segir Rúnar Gunnarsson, landeigandi að Efri Reykjum. Á meðan fréttastofa skoðaði aðstæður voru þar ferðamenn sem lendu í vanda þar sem núverandi leið hefur verið lokað, leið sem er að finna á vinsælum ferðasíðum sem lýsa svæðinu. „Það er enginn stígur til austurs þannig að menn eru að fara út um allt ,“ segir Rúnar. Rúnar vonast til að ásættanleg lausn finnst sem fyrst svo hægt sé að halda uppbyggingu áfram, sem hann segir ekki gerða með hagnaðarsjónarmiði heldur til þess að stýra ágangi. Málið er komið inn á borð Umhverfisstofnunar sem ætlar að skoða aðstæður eftir helgi en lögmæti lokunarinnar eru óljós. Landeigendur hafa óskað eftir því við stofnunina að hún nýti heimildir sínar til þess að loka svæðinu og verður það meðal annars skoðað eftir helgi. „Ég mundi helst vilja sjá þessa leið opnaða aftur. Þetta er langsamlega skemmtilegasta leiðin fyrir fólk að labba, upp með ánni og í náttúrunni. Það verður einhver annar en ég að ráða því hvernig það fer, segir Rúnar. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Bláskógabyggð Umhverfismál Tengdar fréttir Ásókn ferðamanna í Brúarfoss engu minni þrátt fyrir varhugarverðar aðstæður Fjöldi ferðamanna reynir enn að ganga upp að Brúarfossi þó að þykkur klaki liggi ofan í skógarstígnum sem liggur að honum. 12. mars 2018 15:15 Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Sjá meira
Ásókn ferðamanna í Brúarfoss engu minni þrátt fyrir varhugarverðar aðstæður Fjöldi ferðamanna reynir enn að ganga upp að Brúarfossi þó að þykkur klaki liggi ofan í skógarstígnum sem liggur að honum. 12. mars 2018 15:15
Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. 18. apríl 2017 20:45