Skógarstígar orðnir drullusvað eftir óvænta frægð Brúarfoss Kristján Már Unnarsson skrifar 18. apríl 2017 20:45 Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. Mörghundruð ferðamenn brjóta sér nú leið þangað í hverri viku, vaða yfir sumarbústaðalönd, og hafa áður fáfarnir skógarstígar breyst á skömmum tíma í allsherjar moldarsvað. Myndir af svæðinu má sjá í spilaranum hér að ofan en þær voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Brúarfoss er ekki einu sinni merktur á venjuleg landakort og að honum liggur enginn bílvegur. Fyrr á öldum var hann þó í alfaraleið og sagt er að Brúará taki nafn sitt af steinboga sem þar var yfir ána. Vegna konungskomunnar árið 1907 var slóðinn endurbættur og kallaður Kóngsvegur eftir það og má enn ganga hann á köflum. Gömul ljósmynd sýnir hvernig farið var á trébrú yfir gljúfrið í miðjum fossinum þegar þjóðleiðin lá þar um.Frá því Friðrik áttundi Danakonungur fór um forðum sáust fáir útlendingur við fossinn, - þar til nýlega að einhver bloggaði um staðinn og ljósmyndaði. Og síðan hefur fjandinn verið laus. Ljósmyndir tóku að birtast á netinu á hverri vefsíðunni á fætur annarri og Brúarfossi þar meðal annars líst sem fullkomnum áningarstað allan ársins hring á leiðinni að Gullfossi og Geysi. Fossinn er nú kominn á topp tíu lista yfir fegurstu fossa Íslands og á ferðasíðunni Tripadvisor er hann nú í tíunda sæti yfir það áhugaverðasta sem hægt sé að skoða í Reykjavík og í fyrsta sæti yfir náttúruskoðun, þótt hann sé 90 kílómetra í burtu. Þessi ferðahópur frá Asíu kom með litlum hópferðabíl sem lagði utan vegar við sumarbústaði. Þaðan er um 10-15 mínútna gangur um illa farna moldarslóða.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Bændurnir á Efri-Reykjum og á Brekku, sem eiga landið, segja að þetta hafi byrjað að ráði í fyrrasumar en í vetur hafi orðið sprenging. Áætla má að yfir páskahelgina hafi á annað þúsund ferðamenn farið að fossinum. Sumir gista í húsbílum yfir nótt og þar sem engin eru bílastæðin verða til ný moldarstæði þar sem áður var gróðurþekja. Ein vefsíðan vísar ferðamönnum á að aka í gegnum sumarbústaðalönd og segir óþarft að taka mark á skiltum sem á stendur einkavegur og óviðkomandi umferð bönnuð. Önnur síða vísar með korti á bílastæði sumarhúsa.Þar sem áður var mjór gönguslóði er nú drullusvað.Mynd/Þorgerður Sigurðardóttir.Verstu ummerkin sjást þó á nýjum stígum sem eru að verða til þegar ferðamennirnir brjóta sér leið í gegnum skógarkjarrið og þar sem engin eru salernin er skeinipappír orðinn áberandi í rjóðrum. Mjóir og áður fáfarnir skógarstígar eru á skömmum tíma orðnir moldarsvað sem breikkar hratt og étur sífellt meira af skóginum. En nú reyna menn að grípa til varna. Bóndinn á Brekku íhugar að loka veginum um Brekkuskóg með rafmagnshliði og bóndinn á Efri Reykjum er búinn að fá þrettánhundruð þúsund króna styrk úr framkvæmdasjóði ferðamanna. Styrkurinn dugar þó sennilega skammt upp í það verkefni að leggja þriggja kílómetra göngustíg frá þjóðveginum og meðfram árbakkanum að fossinum.Brúarfoss í Brúará. Þar til nýlega var hann óþekktur sem ferðamannastaður.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Meira má heyra um málið í umfjöllun þáttarins Reykjavík síðdegis. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Verulegar skemmdir vegna átroðnings ferðamanna hafa orðið í vetur á skóglendi í kringum Brúará í Biskupstungum eftir að Brúarfoss hlaut óvænta frægð á netinu. Mörghundruð ferðamenn brjóta sér nú leið þangað í hverri viku, vaða yfir sumarbústaðalönd, og hafa áður fáfarnir skógarstígar breyst á skömmum tíma í allsherjar moldarsvað. Myndir af svæðinu má sjá í spilaranum hér að ofan en þær voru sýndar í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Brúarfoss er ekki einu sinni merktur á venjuleg landakort og að honum liggur enginn bílvegur. Fyrr á öldum var hann þó í alfaraleið og sagt er að Brúará taki nafn sitt af steinboga sem þar var yfir ána. Vegna konungskomunnar árið 1907 var slóðinn endurbættur og kallaður Kóngsvegur eftir það og má enn ganga hann á köflum. Gömul ljósmynd sýnir hvernig farið var á trébrú yfir gljúfrið í miðjum fossinum þegar þjóðleiðin lá þar um.Frá því Friðrik áttundi Danakonungur fór um forðum sáust fáir útlendingur við fossinn, - þar til nýlega að einhver bloggaði um staðinn og ljósmyndaði. Og síðan hefur fjandinn verið laus. Ljósmyndir tóku að birtast á netinu á hverri vefsíðunni á fætur annarri og Brúarfossi þar meðal annars líst sem fullkomnum áningarstað allan ársins hring á leiðinni að Gullfossi og Geysi. Fossinn er nú kominn á topp tíu lista yfir fegurstu fossa Íslands og á ferðasíðunni Tripadvisor er hann nú í tíunda sæti yfir það áhugaverðasta sem hægt sé að skoða í Reykjavík og í fyrsta sæti yfir náttúruskoðun, þótt hann sé 90 kílómetra í burtu. Þessi ferðahópur frá Asíu kom með litlum hópferðabíl sem lagði utan vegar við sumarbústaði. Þaðan er um 10-15 mínútna gangur um illa farna moldarslóða.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Bændurnir á Efri-Reykjum og á Brekku, sem eiga landið, segja að þetta hafi byrjað að ráði í fyrrasumar en í vetur hafi orðið sprenging. Áætla má að yfir páskahelgina hafi á annað þúsund ferðamenn farið að fossinum. Sumir gista í húsbílum yfir nótt og þar sem engin eru bílastæðin verða til ný moldarstæði þar sem áður var gróðurþekja. Ein vefsíðan vísar ferðamönnum á að aka í gegnum sumarbústaðalönd og segir óþarft að taka mark á skiltum sem á stendur einkavegur og óviðkomandi umferð bönnuð. Önnur síða vísar með korti á bílastæði sumarhúsa.Þar sem áður var mjór gönguslóði er nú drullusvað.Mynd/Þorgerður Sigurðardóttir.Verstu ummerkin sjást þó á nýjum stígum sem eru að verða til þegar ferðamennirnir brjóta sér leið í gegnum skógarkjarrið og þar sem engin eru salernin er skeinipappír orðinn áberandi í rjóðrum. Mjóir og áður fáfarnir skógarstígar eru á skömmum tíma orðnir moldarsvað sem breikkar hratt og étur sífellt meira af skóginum. En nú reyna menn að grípa til varna. Bóndinn á Brekku íhugar að loka veginum um Brekkuskóg með rafmagnshliði og bóndinn á Efri Reykjum er búinn að fá þrettánhundruð þúsund króna styrk úr framkvæmdasjóði ferðamanna. Styrkurinn dugar þó sennilega skammt upp í það verkefni að leggja þriggja kílómetra göngustíg frá þjóðveginum og meðfram árbakkanum að fossinum.Brúarfoss í Brúará. Þar til nýlega var hann óþekktur sem ferðamannastaður.Stöð 2/Kristján Már Unnarsson.Meira má heyra um málið í umfjöllun þáttarins Reykjavík síðdegis.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira