Ógnandi ummæli Sigríður Á. Andersen skrifar 27. júlí 2018 07:00 Fréttir bárust af því í vikunni að ímam (klerkur múslima) nokkur í Danmörku hafi verið ákærður fyrir að hvetja í prédikun sinni til morða á gyðingum. Líkt og hér á landi er það refsivert í Danmörku að hvetja til refsiverðs verknaðar. Málflutningur af þessu tagi á auðvitað ekkert skylt við tjáningarfrelsi það sem við viljum standa vörð um og er nokkuð til umfjöllunar þessi dægrin. Við hér á Íslandi höfum sem betur fer ekki þurft að bregðast við andstyggilegri ræðu eins og þessari. Ég vil leyfa mér að vona að það sé vegna þess að Íslendingar eru almennt vel upp aldir í góðum siðum og náungakærleik, vel upplýstir og umburðarlyndir þótt við séum mögulega þrætugjörn og stundum stóryrt á opinberum vettvangi. Hatur á einstökum hópum manna, sem endurspeglast í máli áhrifavalds eins og því sem nú verður ákært fyrir í Danmörku, þekkjum við ekki hér á landi og skulum aldrei kynnast. Ég funda reglulega með dóms- og innanríkisráðherrum sem fara með löggæslu- og öryggismál á landamærum í Evrópusambandinu vegna Schengen samstarfsins. Austurríki tók nýverið við formennsku í ráðherraráði ESB. Á óformlegum fundi sem Austurríki boðaði til um daginn var fjallað sérstaklega um vaxandi gyðingahatur í Evrópu. Sérstakir gestir fundarins voru m.a. fulltrúar samtaka gyðinga í Evrópu sem lýstu ótrúlegu öryggisleysi gyðingafjölskyldna í stórborgum Evrópu. Þetta kemur okkur á óvart sem höfum tilhneigingu til að líta á evrópskar borgir sem griðastað fólks af ólíkum uppruna. Það var vægast sagt fróðlegt að heyra lýsingar kollega minna á aðgerðum sem ríkin hafa þurft að grípa til til að stemma stigu við þessari óværu til viðbótar við almenna öryggisgæslu á götum úti. Það er til marks um áhyggjur manna af þessari þróun að gyðingahatur hafi yfirleitt verið til sérstakrar umræðu á þessum nýlega ráðherrafundi.Höfundur er dómsmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigríður Á. Andersen Trúmál Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Fréttir bárust af því í vikunni að ímam (klerkur múslima) nokkur í Danmörku hafi verið ákærður fyrir að hvetja í prédikun sinni til morða á gyðingum. Líkt og hér á landi er það refsivert í Danmörku að hvetja til refsiverðs verknaðar. Málflutningur af þessu tagi á auðvitað ekkert skylt við tjáningarfrelsi það sem við viljum standa vörð um og er nokkuð til umfjöllunar þessi dægrin. Við hér á Íslandi höfum sem betur fer ekki þurft að bregðast við andstyggilegri ræðu eins og þessari. Ég vil leyfa mér að vona að það sé vegna þess að Íslendingar eru almennt vel upp aldir í góðum siðum og náungakærleik, vel upplýstir og umburðarlyndir þótt við séum mögulega þrætugjörn og stundum stóryrt á opinberum vettvangi. Hatur á einstökum hópum manna, sem endurspeglast í máli áhrifavalds eins og því sem nú verður ákært fyrir í Danmörku, þekkjum við ekki hér á landi og skulum aldrei kynnast. Ég funda reglulega með dóms- og innanríkisráðherrum sem fara með löggæslu- og öryggismál á landamærum í Evrópusambandinu vegna Schengen samstarfsins. Austurríki tók nýverið við formennsku í ráðherraráði ESB. Á óformlegum fundi sem Austurríki boðaði til um daginn var fjallað sérstaklega um vaxandi gyðingahatur í Evrópu. Sérstakir gestir fundarins voru m.a. fulltrúar samtaka gyðinga í Evrópu sem lýstu ótrúlegu öryggisleysi gyðingafjölskyldna í stórborgum Evrópu. Þetta kemur okkur á óvart sem höfum tilhneigingu til að líta á evrópskar borgir sem griðastað fólks af ólíkum uppruna. Það var vægast sagt fróðlegt að heyra lýsingar kollega minna á aðgerðum sem ríkin hafa þurft að grípa til til að stemma stigu við þessari óværu til viðbótar við almenna öryggisgæslu á götum úti. Það er til marks um áhyggjur manna af þessari þróun að gyðingahatur hafi yfirleitt verið til sérstakrar umræðu á þessum nýlega ráðherrafundi.Höfundur er dómsmálaráðherra
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar