Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2018 23:30 Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir Öræfajökul sýna merki þess að vera að undirbúa sig fyrir gos. Mynd/Samsett Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. Á næstu vikum verður ákveðið hvort ástæða þyki til að hækka viðbúnaðarstig við jökulinn upp í gult. Magnús Tumi staðfestir í samtali við Vísi að fundað hafi verið um málið á Veðurstofu Íslands í dag. Hann segir viss merki um að þensla sé að aukast í Öræfajökli en leggur þó áherslu á að þar gæti verið um að ræða árstíðabundnar breytingar. Þá bendir hann einnig á að mælar við Öræfajökull voru settir upp í vetur og vor og því hafi sérfræðingar engan samanburð við fyrri ár. „Þess vegna ætlum við að sofa á þessu og sjá til hvort þetta sé raunveruleg þensluaukning,“ segir Magnús Tumi.Ekki á því stigi að eitthvað fari að gerast Viðbúnaðarstig við íslensku eldfjöllin eru fjögur: grænt, gult appelsínugult og rautt. Grænt stig þýðir að allt sé við eðlilegar aðstæður, á gulu viðbúnaðarstigi er virkni umfram meðallag, appelsínugult stig þýðir að raunverulegar líkur séu á að gos hefjist og rautt þýðir að gos sé að hefjast eða það sé hafið. Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss var til að mynda hækkað í gult stig í júlí í fyrra en hefur verið lækkað aftur niður í grænt.Sjá einnig: Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi „Við ætlum að sjá hvort þessi merki í Öræfajökli halda áfram og hvernig þau þróast á næstu tveimur vikum. Þannig að við erum róleg yfir þessu. Þetta er ekki á því stigi að við höldum að það sé eitthvað að fara að gerast.“ segir Magnús Tumi. Dregur þó ekki úr virkni Þá sé aðalatriðið að ekki sé talin ástæða til að gera neinar breytingar á viðbúnaðarstigi einmitt núna. Ákvörðun um breytinguna verði tekin, eins og áður sagði, á næstu vikum. „En það eru hins vegar engin merki um að það sé að draga neitt úr virkninni,“ segir Magnús Tumi. Öræfajökull hefur verið á óvissustigi hjá Almannavörnum síðan í nóvember síðastliðnum þegar aukinn jarðhiti mældist við jökulinn og aukin skjálftavirkni samhliða honum. Þá vakti Magnús sjálfur athygli á þenslu í Öræfajökli fyrir tæpum tveimur vikum og sagði mikilvægt að fólk hefði varann á vegna jarðhræringa í jöklinum. Öræfajökull er ekki eitt af virkustu eldfjöllum landsins en hann er stærsta eldstöðin í rúmmáli talið. Fjallið hefur gosið tvisvar síðan um landnám, annars vegar árið 1362 og hins vegar árið 1727. Fyrra gosið var stærsta sprengigos Íslandssögunnar og eyddi heilli byggð sem þá hét Litla-Hérað en heitir nú Öræfi, einmitt vegna gossins. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Við sjáum ekki að það sé neitt að hægja á þessu og þetta eru merki sem eldfjöll sýna fyrir gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að fólk verði að hafa varann á vegna jarðhræringa í Öræfajökli. Mælingar sýni að fjallið sé að þenjast út og ekkert lát sé á virkni í fjallinu. 16. júlí 2018 11:00 Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03 Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. Á næstu vikum verður ákveðið hvort ástæða þyki til að hækka viðbúnaðarstig við jökulinn upp í gult. Magnús Tumi staðfestir í samtali við Vísi að fundað hafi verið um málið á Veðurstofu Íslands í dag. Hann segir viss merki um að þensla sé að aukast í Öræfajökli en leggur þó áherslu á að þar gæti verið um að ræða árstíðabundnar breytingar. Þá bendir hann einnig á að mælar við Öræfajökull voru settir upp í vetur og vor og því hafi sérfræðingar engan samanburð við fyrri ár. „Þess vegna ætlum við að sofa á þessu og sjá til hvort þetta sé raunveruleg þensluaukning,“ segir Magnús Tumi.Ekki á því stigi að eitthvað fari að gerast Viðbúnaðarstig við íslensku eldfjöllin eru fjögur: grænt, gult appelsínugult og rautt. Grænt stig þýðir að allt sé við eðlilegar aðstæður, á gulu viðbúnaðarstigi er virkni umfram meðallag, appelsínugult stig þýðir að raunverulegar líkur séu á að gos hefjist og rautt þýðir að gos sé að hefjast eða það sé hafið. Viðbúnaðarstig vegna hugsanlegs Kötlugoss var til að mynda hækkað í gult stig í júlí í fyrra en hefur verið lækkað aftur niður í grænt.Sjá einnig: Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi „Við ætlum að sjá hvort þessi merki í Öræfajökli halda áfram og hvernig þau þróast á næstu tveimur vikum. Þannig að við erum róleg yfir þessu. Þetta er ekki á því stigi að við höldum að það sé eitthvað að fara að gerast.“ segir Magnús Tumi. Dregur þó ekki úr virkni Þá sé aðalatriðið að ekki sé talin ástæða til að gera neinar breytingar á viðbúnaðarstigi einmitt núna. Ákvörðun um breytinguna verði tekin, eins og áður sagði, á næstu vikum. „En það eru hins vegar engin merki um að það sé að draga neitt úr virkninni,“ segir Magnús Tumi. Öræfajökull hefur verið á óvissustigi hjá Almannavörnum síðan í nóvember síðastliðnum þegar aukinn jarðhiti mældist við jökulinn og aukin skjálftavirkni samhliða honum. Þá vakti Magnús sjálfur athygli á þenslu í Öræfajökli fyrir tæpum tveimur vikum og sagði mikilvægt að fólk hefði varann á vegna jarðhræringa í jöklinum. Öræfajökull er ekki eitt af virkustu eldfjöllum landsins en hann er stærsta eldstöðin í rúmmáli talið. Fjallið hefur gosið tvisvar síðan um landnám, annars vegar árið 1362 og hins vegar árið 1727. Fyrra gosið var stærsta sprengigos Íslandssögunnar og eyddi heilli byggð sem þá hét Litla-Hérað en heitir nú Öræfi, einmitt vegna gossins.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Við sjáum ekki að það sé neitt að hægja á þessu og þetta eru merki sem eldfjöll sýna fyrir gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að fólk verði að hafa varann á vegna jarðhræringa í Öræfajökli. Mælingar sýni að fjallið sé að þenjast út og ekkert lát sé á virkni í fjallinu. 16. júlí 2018 11:00 Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03 Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
„Við sjáum ekki að það sé neitt að hægja á þessu og þetta eru merki sem eldfjöll sýna fyrir gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, segir að fólk verði að hafa varann á vegna jarðhræringa í Öræfajökli. Mælingar sýni að fjallið sé að þenjast út og ekkert lát sé á virkni í fjallinu. 16. júlí 2018 11:00
Skýr merki um ókyrrð í Öræfajökli sem er sagður búa sig undir gos Eru engin merki um að hraði þenslunnar fari minnkandi þó svo að jarðskjálftavirkni hafi minnkað frá því í desember árið 2017. 13. júlí 2018 16:03
Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. 16. júlí 2018 21:00