Aurinn gæti truflað laxveiði næstu árin Sveinn Arnarsson skrifar 10. júlí 2018 06:00 Laxastiginn á myndinni er vita gagnslaus sökum vatnsleysis. Allt að þrjátíu metra lag af drullu er í gamla árfarveginum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Svo gæti farið að afleiðingar aurskriðunnar úr Fagraskógarfjalli í Hítardal á Mýrum fyrir laxveiði í Hítará komi ekki í ljós fyrr en næsta vor eða á næstu árum. Hrygningarsvæði fóru undir aur en einnig gæti aurinn haft neikvæð áhrif á bæði hrygningarstaði og veiðistaði neðar í ánni. Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segist bíða næsta vors en vera bjartsýnn á framhaldið. „Það sem getur gerst í Hítará eftir svona gríðarlegt aurflóð er að aurinn getur litað ána í nokkur ár eins og gerðist í Eyjafirði eftir aurflóð árið 2011. Einnig getur framburðurinn haft áhrif á bæði veiðistaði neðar í ánni og hrygningarstaði. Því þarf að huga að mörgu á svæðinu til að Hítará verði áfram sú stangveiðiperla sem hún svo sannarlega hefur verið um áraraðir,“ segir Erlendur Steinar Friðriksson, sérfræðingur í málefnum laxfiska í straumvötnum á Íslandi. Í október árið 2011 féll aurskriða í Torfufellsdal í Eyjafirði sem stíflaði ána sem rennur út í Eyjafjarðará. Ari Hermóður Jafetsson.Fréttablaðið/StefánAurskriðan litaði ána í þrjú ár á eftir og gerði hana illveiðanlega auk þess að eyðileggja hrygningarstaði með framburði. Vorleysingar höfðu þar einnig mikið að segja þegar aurinn frostsprakk og rann með ánni. Slíkt gæti gerst í Hítará. Ari Hermóður Jafetsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur sem er með ána á leigu, segir það einnig geta gerst í Hítará. „Jú, það getur gerst og líklegt að eitthvað af þessu magni fari í ána en til happs virðist áin vera að finna sér nýjan farveg frá skriðunni og aurdrullunni. Það gæti því sloppið til en það kemur ekki í ljós fyrr en næsta vor,“ segir hann. „Ég er hóflega bjartsýnn á að hún verði í lagi en ég veit ekkert hvað náttúran mun henda í okkur. Hrygningarsvæðin eru full af drullu og svæðin þar fyrir neðan eru þornuð upp. Við vonumst eftir því að áin muni finna sér þennan nýja farveg og aurinn nái ekki að lita ána í nýja farveginum. Svo er líklegt að lónið ofan við aurinn verði að nýjum hrygningarstað fyrir laxinn,“ bætir Ari Hermóður við Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Stangveiði Tengdar fréttir Nýr leigjandi að Hítará hyggst flytja klakfisk upp fyrir skriðuna Nýr leigjandi að Hítará, sem tekur við ánni fyrir næsta veiðitímabil, ætlar að flytja klakfisk í stórum stíl upp fyrir skriðuna, sem féll nýverið yfir ána, í von um að klakið heppnist. 9. júlí 2018 13:30 Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00 Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Svo gæti farið að afleiðingar aurskriðunnar úr Fagraskógarfjalli í Hítardal á Mýrum fyrir laxveiði í Hítará komi ekki í ljós fyrr en næsta vor eða á næstu árum. Hrygningarsvæði fóru undir aur en einnig gæti aurinn haft neikvæð áhrif á bæði hrygningarstaði og veiðistaði neðar í ánni. Framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur segist bíða næsta vors en vera bjartsýnn á framhaldið. „Það sem getur gerst í Hítará eftir svona gríðarlegt aurflóð er að aurinn getur litað ána í nokkur ár eins og gerðist í Eyjafirði eftir aurflóð árið 2011. Einnig getur framburðurinn haft áhrif á bæði veiðistaði neðar í ánni og hrygningarstaði. Því þarf að huga að mörgu á svæðinu til að Hítará verði áfram sú stangveiðiperla sem hún svo sannarlega hefur verið um áraraðir,“ segir Erlendur Steinar Friðriksson, sérfræðingur í málefnum laxfiska í straumvötnum á Íslandi. Í október árið 2011 féll aurskriða í Torfufellsdal í Eyjafirði sem stíflaði ána sem rennur út í Eyjafjarðará. Ari Hermóður Jafetsson.Fréttablaðið/StefánAurskriðan litaði ána í þrjú ár á eftir og gerði hana illveiðanlega auk þess að eyðileggja hrygningarstaði með framburði. Vorleysingar höfðu þar einnig mikið að segja þegar aurinn frostsprakk og rann með ánni. Slíkt gæti gerst í Hítará. Ari Hermóður Jafetsson, framkvæmdastjóri Stangveiðifélags Reykjavíkur sem er með ána á leigu, segir það einnig geta gerst í Hítará. „Jú, það getur gerst og líklegt að eitthvað af þessu magni fari í ána en til happs virðist áin vera að finna sér nýjan farveg frá skriðunni og aurdrullunni. Það gæti því sloppið til en það kemur ekki í ljós fyrr en næsta vor,“ segir hann. „Ég er hóflega bjartsýnn á að hún verði í lagi en ég veit ekkert hvað náttúran mun henda í okkur. Hrygningarsvæðin eru full af drullu og svæðin þar fyrir neðan eru þornuð upp. Við vonumst eftir því að áin muni finna sér þennan nýja farveg og aurinn nái ekki að lita ána í nýja farveginum. Svo er líklegt að lónið ofan við aurinn verði að nýjum hrygningarstað fyrir laxinn,“ bætir Ari Hermóður við
Birtist í Fréttablaðinu Eldgos og jarðhræringar Stangveiði Tengdar fréttir Nýr leigjandi að Hítará hyggst flytja klakfisk upp fyrir skriðuna Nýr leigjandi að Hítará, sem tekur við ánni fyrir næsta veiðitímabil, ætlar að flytja klakfisk í stórum stíl upp fyrir skriðuna, sem féll nýverið yfir ána, í von um að klakið heppnist. 9. júlí 2018 13:30 Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00 Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Sjá meira
Nýr leigjandi að Hítará hyggst flytja klakfisk upp fyrir skriðuna Nýr leigjandi að Hítará, sem tekur við ánni fyrir næsta veiðitímabil, ætlar að flytja klakfisk í stórum stíl upp fyrir skriðuna, sem féll nýverið yfir ána, í von um að klakið heppnist. 9. júlí 2018 13:30
Afdrif laxveiði í Hítará er stærsta málið Margra mannhæða hátt lag af aur og grjóti breiddi sig yfir hluta Hítarár þegar skriða féll úr Fagraskógarfjalli aðfaranótt laugardags. Gífurlegt tjón varð á beitar- og veiðilöndum. Alls óvíst er hvort hægt er að moka framburðinum til svo áin renni í sinn gamla farveg. 9. júlí 2018 08:00
Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17
Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32
Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47