Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Stefán Ó. Jónsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 10. júlí 2018 12:00 Hér má sjá hluta hópsins sem setið hefur fastur í hellinum undanfarna 17 sólarhringa. Facebook Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. Björgunin er afrakstur aðgerða sem staðið hafa yfir í þrjá sólarhringa. Þetta kemur fram í beinni textalýsingu Guardian af björgunaraðgerðunum en vísað er í færslu af Facebook-síðu taílenska sjóhersins þar sem greint er frá því að öllum hafi verið bjargað. Enn eru fjórir inni í hellinum, læknirinn og þrír kafarar úr taílenska sjóhernum sem hafa verið drengjunum og þjálfara þeirra til halds og trausts síðustu daga. Alþjóðasamfélagið hefur fylgst grannt með því hvernig drengirnir hafa hver af öðrum komið upp úr hellinum í fylgd sérþjálfaðra kafara. Á meðal þeirra sem hafa fylgst með gangi mála er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, en samkvæmt textalýsingu Guardian var hún fyrsti ráðamaðurinn í heiminum til þess að fagna fréttunum.Today, hope, compassion, and courage has won. Warmest wishes for a speedy recovery to all of you brave boys from your friends in Iceland. #ThaiCaveRescue— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) July 10, 2018 Fjórum drengjum var bjargað á sunnudag, öðrum fjórum í gær og síðasta hluta hópsins var fylgt út úr hellinum í dag. Hópurinn hafði komið sér fyrir á klettasyllu í um 4 kílómetra fjarlægð frá hellismunnanum þangað sem þeir leituðu þann 23. júní síðastliðinn. Lokahnykkurinn í björgunaraðgerðunum hófst klukkan 10:08 að staðartíma, eða klukkan 3:08 í nótt að íslenskum tíma. Það tók því um níu klukkustundir að koma síðustu drengjunum og þjálfara þeirra út en nítján kafarar fóru inn í hellinn í nótt til björgunaraðgerða. Drengirnir jafnt sem þjálfarinn eru við ágæta heilsu og eru þeir ýmist komnir undir læknishendur eða verið að flytja þá á sjúkrahús. Þeir hafa þó þurft að vera í einangrun af ótta við að þeir kunni að hafa nælt sér í smitsjúkdóma.Cheers, applause, relief at the volunteer site #ThamLuangCave pic.twitter.com/vao6YEih8S— michael safi (@safimichael) July 10, 2018 Þeir munu dvelja hið minnsta í viku í viðbót á sjúkrahúsinu. Það þýðir að þeir geta ekki verið viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer um næstu helgi - eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Hér að neðan má sjá myndband sem eiginkona eins þjálfara fóboltaliðsins, þó ekki þess sem er fastur í hellinum, birti á Facebook-síðu sinni í gær. Þar má sjá áður óséðar myndir af drengjunum sem fastir voru, sem og þjálfaranum sem fylgdi þeim ofan í hellinn.Fréttin hefur verið uppfærð. Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Ellefu komnir út, aðeins tveir eftir Það sem af er degi hefur þremur drengjum verið bjargað upp úr hellakerfinu í Tælandi. 10. júlí 2018 09:42 Nítján kafarar komnir inn í hellinn Vonast er til að fótboltaþjálfaranum og síðustu drengjunum fjórum sem eftir eru í hellinum í norðurhluta Tælands verði bjargað í dag. 10. júlí 2018 06:24 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. Björgunin er afrakstur aðgerða sem staðið hafa yfir í þrjá sólarhringa. Þetta kemur fram í beinni textalýsingu Guardian af björgunaraðgerðunum en vísað er í færslu af Facebook-síðu taílenska sjóhersins þar sem greint er frá því að öllum hafi verið bjargað. Enn eru fjórir inni í hellinum, læknirinn og þrír kafarar úr taílenska sjóhernum sem hafa verið drengjunum og þjálfara þeirra til halds og trausts síðustu daga. Alþjóðasamfélagið hefur fylgst grannt með því hvernig drengirnir hafa hver af öðrum komið upp úr hellinum í fylgd sérþjálfaðra kafara. Á meðal þeirra sem hafa fylgst með gangi mála er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, en samkvæmt textalýsingu Guardian var hún fyrsti ráðamaðurinn í heiminum til þess að fagna fréttunum.Today, hope, compassion, and courage has won. Warmest wishes for a speedy recovery to all of you brave boys from your friends in Iceland. #ThaiCaveRescue— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) July 10, 2018 Fjórum drengjum var bjargað á sunnudag, öðrum fjórum í gær og síðasta hluta hópsins var fylgt út úr hellinum í dag. Hópurinn hafði komið sér fyrir á klettasyllu í um 4 kílómetra fjarlægð frá hellismunnanum þangað sem þeir leituðu þann 23. júní síðastliðinn. Lokahnykkurinn í björgunaraðgerðunum hófst klukkan 10:08 að staðartíma, eða klukkan 3:08 í nótt að íslenskum tíma. Það tók því um níu klukkustundir að koma síðustu drengjunum og þjálfara þeirra út en nítján kafarar fóru inn í hellinn í nótt til björgunaraðgerða. Drengirnir jafnt sem þjálfarinn eru við ágæta heilsu og eru þeir ýmist komnir undir læknishendur eða verið að flytja þá á sjúkrahús. Þeir hafa þó þurft að vera í einangrun af ótta við að þeir kunni að hafa nælt sér í smitsjúkdóma.Cheers, applause, relief at the volunteer site #ThamLuangCave pic.twitter.com/vao6YEih8S— michael safi (@safimichael) July 10, 2018 Þeir munu dvelja hið minnsta í viku í viðbót á sjúkrahúsinu. Það þýðir að þeir geta ekki verið viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer um næstu helgi - eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Hér að neðan má sjá myndband sem eiginkona eins þjálfara fóboltaliðsins, þó ekki þess sem er fastur í hellinum, birti á Facebook-síðu sinni í gær. Þar má sjá áður óséðar myndir af drengjunum sem fastir voru, sem og þjálfaranum sem fylgdi þeim ofan í hellinn.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Ellefu komnir út, aðeins tveir eftir Það sem af er degi hefur þremur drengjum verið bjargað upp úr hellakerfinu í Tælandi. 10. júlí 2018 09:42 Nítján kafarar komnir inn í hellinn Vonast er til að fótboltaþjálfaranum og síðustu drengjunum fjórum sem eftir eru í hellinum í norðurhluta Tælands verði bjargað í dag. 10. júlí 2018 06:24 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Ellefu komnir út, aðeins tveir eftir Það sem af er degi hefur þremur drengjum verið bjargað upp úr hellakerfinu í Tælandi. 10. júlí 2018 09:42
Nítján kafarar komnir inn í hellinn Vonast er til að fótboltaþjálfaranum og síðustu drengjunum fjórum sem eftir eru í hellinum í norðurhluta Tælands verði bjargað í dag. 10. júlí 2018 06:24
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent