Öllum drengjunum bjargað úr hellinum Stefán Ó. Jónsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 10. júlí 2018 12:00 Hér má sjá hluta hópsins sem setið hefur fastur í hellinum undanfarna 17 sólarhringa. Facebook Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. Björgunin er afrakstur aðgerða sem staðið hafa yfir í þrjá sólarhringa. Þetta kemur fram í beinni textalýsingu Guardian af björgunaraðgerðunum en vísað er í færslu af Facebook-síðu taílenska sjóhersins þar sem greint er frá því að öllum hafi verið bjargað. Enn eru fjórir inni í hellinum, læknirinn og þrír kafarar úr taílenska sjóhernum sem hafa verið drengjunum og þjálfara þeirra til halds og trausts síðustu daga. Alþjóðasamfélagið hefur fylgst grannt með því hvernig drengirnir hafa hver af öðrum komið upp úr hellinum í fylgd sérþjálfaðra kafara. Á meðal þeirra sem hafa fylgst með gangi mála er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, en samkvæmt textalýsingu Guardian var hún fyrsti ráðamaðurinn í heiminum til þess að fagna fréttunum.Today, hope, compassion, and courage has won. Warmest wishes for a speedy recovery to all of you brave boys from your friends in Iceland. #ThaiCaveRescue— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) July 10, 2018 Fjórum drengjum var bjargað á sunnudag, öðrum fjórum í gær og síðasta hluta hópsins var fylgt út úr hellinum í dag. Hópurinn hafði komið sér fyrir á klettasyllu í um 4 kílómetra fjarlægð frá hellismunnanum þangað sem þeir leituðu þann 23. júní síðastliðinn. Lokahnykkurinn í björgunaraðgerðunum hófst klukkan 10:08 að staðartíma, eða klukkan 3:08 í nótt að íslenskum tíma. Það tók því um níu klukkustundir að koma síðustu drengjunum og þjálfara þeirra út en nítján kafarar fóru inn í hellinn í nótt til björgunaraðgerða. Drengirnir jafnt sem þjálfarinn eru við ágæta heilsu og eru þeir ýmist komnir undir læknishendur eða verið að flytja þá á sjúkrahús. Þeir hafa þó þurft að vera í einangrun af ótta við að þeir kunni að hafa nælt sér í smitsjúkdóma.Cheers, applause, relief at the volunteer site #ThamLuangCave pic.twitter.com/vao6YEih8S— michael safi (@safimichael) July 10, 2018 Þeir munu dvelja hið minnsta í viku í viðbót á sjúkrahúsinu. Það þýðir að þeir geta ekki verið viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer um næstu helgi - eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Hér að neðan má sjá myndband sem eiginkona eins þjálfara fóboltaliðsins, þó ekki þess sem er fastur í hellinum, birti á Facebook-síðu sinni í gær. Þar má sjá áður óséðar myndir af drengjunum sem fastir voru, sem og þjálfaranum sem fylgdi þeim ofan í hellinn.Fréttin hefur verið uppfærð. Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Ellefu komnir út, aðeins tveir eftir Það sem af er degi hefur þremur drengjum verið bjargað upp úr hellakerfinu í Tælandi. 10. júlí 2018 09:42 Nítján kafarar komnir inn í hellinn Vonast er til að fótboltaþjálfaranum og síðustu drengjunum fjórum sem eftir eru í hellinum í norðurhluta Tælands verði bjargað í dag. 10. júlí 2018 06:24 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Sjá meira
Öllum tólf drengjunum og fótboltaþjálfara þeirra, sem hírst hafa í helli í norðurhluta Taílands í 17 daga, hefur verið bjargað. Björgunin er afrakstur aðgerða sem staðið hafa yfir í þrjá sólarhringa. Þetta kemur fram í beinni textalýsingu Guardian af björgunaraðgerðunum en vísað er í færslu af Facebook-síðu taílenska sjóhersins þar sem greint er frá því að öllum hafi verið bjargað. Enn eru fjórir inni í hellinum, læknirinn og þrír kafarar úr taílenska sjóhernum sem hafa verið drengjunum og þjálfara þeirra til halds og trausts síðustu daga. Alþjóðasamfélagið hefur fylgst grannt með því hvernig drengirnir hafa hver af öðrum komið upp úr hellinum í fylgd sérþjálfaðra kafara. Á meðal þeirra sem hafa fylgst með gangi mála er Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, en samkvæmt textalýsingu Guardian var hún fyrsti ráðamaðurinn í heiminum til þess að fagna fréttunum.Today, hope, compassion, and courage has won. Warmest wishes for a speedy recovery to all of you brave boys from your friends in Iceland. #ThaiCaveRescue— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) July 10, 2018 Fjórum drengjum var bjargað á sunnudag, öðrum fjórum í gær og síðasta hluta hópsins var fylgt út úr hellinum í dag. Hópurinn hafði komið sér fyrir á klettasyllu í um 4 kílómetra fjarlægð frá hellismunnanum þangað sem þeir leituðu þann 23. júní síðastliðinn. Lokahnykkurinn í björgunaraðgerðunum hófst klukkan 10:08 að staðartíma, eða klukkan 3:08 í nótt að íslenskum tíma. Það tók því um níu klukkustundir að koma síðustu drengjunum og þjálfara þeirra út en nítján kafarar fóru inn í hellinn í nótt til björgunaraðgerða. Drengirnir jafnt sem þjálfarinn eru við ágæta heilsu og eru þeir ýmist komnir undir læknishendur eða verið að flytja þá á sjúkrahús. Þeir hafa þó þurft að vera í einangrun af ótta við að þeir kunni að hafa nælt sér í smitsjúkdóma.Cheers, applause, relief at the volunteer site #ThamLuangCave pic.twitter.com/vao6YEih8S— michael safi (@safimichael) July 10, 2018 Þeir munu dvelja hið minnsta í viku í viðbót á sjúkrahúsinu. Það þýðir að þeir geta ekki verið viðstaddir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer um næstu helgi - eins og Guðni Th. Jóhannesson og forseti FIFA höfðu vonað. Hér að neðan má sjá myndband sem eiginkona eins þjálfara fóboltaliðsins, þó ekki þess sem er fastur í hellinum, birti á Facebook-síðu sinni í gær. Þar má sjá áður óséðar myndir af drengjunum sem fastir voru, sem og þjálfaranum sem fylgdi þeim ofan í hellinn.Fréttin hefur verið uppfærð.
Fastir í helli í Taílandi Taíland Tengdar fréttir Ellefu komnir út, aðeins tveir eftir Það sem af er degi hefur þremur drengjum verið bjargað upp úr hellakerfinu í Tælandi. 10. júlí 2018 09:42 Nítján kafarar komnir inn í hellinn Vonast er til að fótboltaþjálfaranum og síðustu drengjunum fjórum sem eftir eru í hellinum í norðurhluta Tælands verði bjargað í dag. 10. júlí 2018 06:24 Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Sjá meira
Ellefu komnir út, aðeins tveir eftir Það sem af er degi hefur þremur drengjum verið bjargað upp úr hellakerfinu í Tælandi. 10. júlí 2018 09:42
Nítján kafarar komnir inn í hellinn Vonast er til að fótboltaþjálfaranum og síðustu drengjunum fjórum sem eftir eru í hellinum í norðurhluta Tælands verði bjargað í dag. 10. júlí 2018 06:24