Skipan dómstóla í Póllandi veki hugrenningatengsl við Ísland Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. júlí 2018 07:00 Vilhjálmur Vilhjálmsson krafðist þess fyrir Landsrétti að Arnfríður Einarsdóttir viki sæti í máli skjólstæðings hans. Fréttablaðið/Eyþór „Þótt ég vilji ekki jafna því saman sem gerst hefur hér á landi og stöðu dómstóla í Póllandi og Tyrklandi, þá eru auðvitað viss líkindi, sérstaklega með Póllandi, sem vekja með manni ákveðin hugrenningatengsl,“ segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, um líkindi umdeildra afskipta pólskra stjórnvalda af skipun hæstaréttar landsins er fjölda dómara var vikið úr dómstólnum og nýir skipaðir í staðinn.Í aðsendri grein í blaðinu í gær varpar Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður upp áleitnum spurningum um líkindi með þeirri réttaróvissu sem ríkir í Póllandi og skipan dómara í Landsrétt hér á landi, sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæta. Pólsk stjórnvöld hafa undanfarið sætt harðri gagnrýni vegna málsins og framkvæmdastjórn ESB hefur þegar vísað málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Í umfjöllun um málið á alþjóðavettvangi hefur verið vísað til réttaróöryggis vegna óvissu um gildi þeirra dóma sem nýju dómararnir við hæstarétt Póllands munu dæma. Þó að MDE geti ekki fellt dóma úr gildi, heldur eingöngu kveðið upp úr um hvort skipan dómsins brjóti í bága við Mannréttindasáttmálann, lýtur kvörturnarefnið til Mannréttindadómstólsins vegna Landsréttarmálsins að þeirri sömu réttaróvissu og ríkir í Póllandi. Małgorzata Gersdorf, forseti Hæstaréttar Póllands, hefur barist hatrammlega gegn breytingunum.Wikipedia Commons Það er, hvort þeir dómar Landsréttar sem dæmdir hafa verið af dómurum sem skipaðir voru með ólögmætum hætti samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar frá því í fyrra, geti talist í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Landsréttarmálið fær flýtimeðferð hjá MDE sem svaraði kvörtuninni og óskaði viðbragða frá íslenskum stjórnvöldum, með vísan til þess að málið væri mögulega fordæmismál. „Hvernig dómstóllinn bregst við og hvernig hann hefur brugðist við fram til þessa, varpar ljósi á hve alvarlegt málið er og sýnir hvernig afskipti framkvæmdarvaldsins hafa verið með skipun dómara sem er áhyggjuefni,“ segir Ingibjörg. Hún ítrekar þó að dómstóllinn geti ekki fellt dóma úr gildi. „En ef kveðinn yrði upp áfellisdómur yfir þessari meðferð framkvæmdarvaldsins er auðvitað ekkert annað í stöðunni en að axla ábyrgð á því,“ segir Ingibjörg. Hún segir orðspor íslenska dómskerfisins í húfi. „Þetta er auðvitað vandi okkar í hnotskurn. Það er svo erfitt að byggja upp traust ef við getum ekki skapað varanlegan frið um hluti eins og skipan dómara. Og það er okkar innanlandsvandi sem nú vekur athygli út fyrir landsteinana.” Vísað til rússneskra fordæma frá Mannréttindadómstólnum Í erindi Mannréttindadómstólsins til íslenskra stjórnvalda er vísað til fyrri fordæma dómsins. Meðal annars til dóms í máli Ilatovskiy gegn Rússlandi frá 2009 en í niðurstöðu þess máls segir að skilyrði Mannréttindasáttmálans um að skipun dómstóla skuli ákveðin með lögum, taki ekki eingöngu til þess að dómstólar séu settir á laggirnar með lögum heldur einnig til lögmætis skipunar dóms í hverju máli fyrir sig. Í málinu komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að tveir dómarar í máli þess sem kvartaði hefðu ekki verið skipaðir með lögmætum hætti og þar af leiðandi gæti dómstóllinn ekki fallist á að skipan dómstólsins sem dæmdi mál hans væri ákveðin með lögum, eins og 6. gr. sáttmálans mælir fyrir um. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ísland Pólland Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 10. júlí 2018 07:00 Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00 Ætlar að mæta áfram til vinnu þrátt fyrir ný lög Forseti hæstaréttar Póllands sór þess eið í gær að berjast gegn nýjum lögum þar í landi sem lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. 4. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
„Þótt ég vilji ekki jafna því saman sem gerst hefur hér á landi og stöðu dómstóla í Póllandi og Tyrklandi, þá eru auðvitað viss líkindi, sérstaklega með Póllandi, sem vekja með manni ákveðin hugrenningatengsl,“ segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands, um líkindi umdeildra afskipta pólskra stjórnvalda af skipun hæstaréttar landsins er fjölda dómara var vikið úr dómstólnum og nýir skipaðir í staðinn.Í aðsendri grein í blaðinu í gær varpar Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður upp áleitnum spurningum um líkindi með þeirri réttaróvissu sem ríkir í Póllandi og skipan dómara í Landsrétt hér á landi, sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæta. Pólsk stjórnvöld hafa undanfarið sætt harðri gagnrýni vegna málsins og framkvæmdastjórn ESB hefur þegar vísað málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE). Í umfjöllun um málið á alþjóðavettvangi hefur verið vísað til réttaróöryggis vegna óvissu um gildi þeirra dóma sem nýju dómararnir við hæstarétt Póllands munu dæma. Þó að MDE geti ekki fellt dóma úr gildi, heldur eingöngu kveðið upp úr um hvort skipan dómsins brjóti í bága við Mannréttindasáttmálann, lýtur kvörturnarefnið til Mannréttindadómstólsins vegna Landsréttarmálsins að þeirri sömu réttaróvissu og ríkir í Póllandi. Małgorzata Gersdorf, forseti Hæstaréttar Póllands, hefur barist hatrammlega gegn breytingunum.Wikipedia Commons Það er, hvort þeir dómar Landsréttar sem dæmdir hafa verið af dómurum sem skipaðir voru með ólögmætum hætti samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar frá því í fyrra, geti talist í samræmi við Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Landsréttarmálið fær flýtimeðferð hjá MDE sem svaraði kvörtuninni og óskaði viðbragða frá íslenskum stjórnvöldum, með vísan til þess að málið væri mögulega fordæmismál. „Hvernig dómstóllinn bregst við og hvernig hann hefur brugðist við fram til þessa, varpar ljósi á hve alvarlegt málið er og sýnir hvernig afskipti framkvæmdarvaldsins hafa verið með skipun dómara sem er áhyggjuefni,“ segir Ingibjörg. Hún ítrekar þó að dómstóllinn geti ekki fellt dóma úr gildi. „En ef kveðinn yrði upp áfellisdómur yfir þessari meðferð framkvæmdarvaldsins er auðvitað ekkert annað í stöðunni en að axla ábyrgð á því,“ segir Ingibjörg. Hún segir orðspor íslenska dómskerfisins í húfi. „Þetta er auðvitað vandi okkar í hnotskurn. Það er svo erfitt að byggja upp traust ef við getum ekki skapað varanlegan frið um hluti eins og skipan dómara. Og það er okkar innanlandsvandi sem nú vekur athygli út fyrir landsteinana.” Vísað til rússneskra fordæma frá Mannréttindadómstólnum Í erindi Mannréttindadómstólsins til íslenskra stjórnvalda er vísað til fyrri fordæma dómsins. Meðal annars til dóms í máli Ilatovskiy gegn Rússlandi frá 2009 en í niðurstöðu þess máls segir að skilyrði Mannréttindasáttmálans um að skipun dómstóla skuli ákveðin með lögum, taki ekki eingöngu til þess að dómstólar séu settir á laggirnar með lögum heldur einnig til lögmætis skipunar dóms í hverju máli fyrir sig. Í málinu komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að tveir dómarar í máli þess sem kvartaði hefðu ekki verið skipaðir með lögmætum hætti og þar af leiðandi gæti dómstóllinn ekki fallist á að skipan dómstólsins sem dæmdi mál hans væri ákveðin með lögum, eins og 6. gr. sáttmálans mælir fyrir um.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Ísland Pólland Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 10. júlí 2018 07:00 Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00 Ætlar að mæta áfram til vinnu þrátt fyrir ný lög Forseti hæstaréttar Póllands sór þess eið í gær að berjast gegn nýjum lögum þar í landi sem lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. 4. júlí 2018 06:00 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
Ísland Pólland Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. 10. júlí 2018 07:00
Þvinga dómara fyrr á eftirlaun Pólsk stjórnvöld ætla að þvinga 27 af 72 hæstaréttardómurum til að fara fyrr á eftirlaun, það er 65 ára í stað 70 ára. 3. júlí 2018 06:00
Ætlar að mæta áfram til vinnu þrátt fyrir ný lög Forseti hæstaréttar Póllands sór þess eið í gær að berjast gegn nýjum lögum þar í landi sem lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara. 4. júlí 2018 06:00