Mjúk útganga komi sér betur fyrir Ísland Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. júlí 2018 06:00 Bresk stjórnvöld undirbúa sig undir það að yfirgefa Evrópusambandið án þess að náðst hafi samningur milli deilenda. VÍSIR/AFP Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nefndarmaður í samninganefnd Íslendinga í aðildarviðræðunum við ESB, segir að það yrði besta niðurstaðan fyrir Ísland að Bretar yrðu áfram í tollabandalaginu og/eða innri markaðnum eftir útgönguna úr Evrópusambandinu. „Þannig að EES-samningurinn héldist óbreyttur,“ segir Þorsteinn. Hins vegar segir hann erfitt að sjá hvernig fer. „Bretar eru búnir að eyða tveimur árum í að slást innbyrðis og reyna að semja við sjálfa sig. Þeim hefur ekki einu sinni tekist það. Ég held að Evrópusambandið muni leggja sig mikið fram um að ná samningi. Það er heldur ekki góð staða fyrir ESB ef Bretar fara og það verður enginn samningur,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherraVísirHann segir stefnuna í útgöngumálinu sem ríkisstjórn Theresu May samþykkti á fundi á föstudag ólíklega geta orðið samningsniðurstöðu. Hún sé byggð á mikilli óskhyggju eða draumsýn. Í henni er kveðið á um að binda enda á frjálsan flutning fólks innan EES og frelsi til gerðar fríverslunarsamninga auk þess að eiga áfram aðild að innri markaðnum. Líklegt þykir að samninganefnd ESB undir forystu Michels Barnier myndi fara fram á umtalsverðar málamiðlanir. Þorsteinn segir að kenna megi plaggið sem samþykkt var á föstudag við „mjúkt“ Brexit en að það sé einfaldlega óraunsætt að stefnan gangi upp gagnvart öðrum bandalagsþjóðum. Þá hafi „hægri öfgaarmurinn í flokknum“ snúist gegn stefnunni. Tveir varaformenn breska Íhaldsflokksins sögðu af sér í gær vegna þeirrar stefnu. Varaformennirnir, Maria Caulfield og Ben Bradley, sögðu að með stefnunni væri May að færa Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, lykilinn að forsætisráðuneytinu á silfurfati. Áður höfðu þrír ráðherrar sagt af sér. Ýmsir í Íhaldsflokknum vilja svokallaða „harða“ útgöngu sem felur í sér að Bretar yfirgefi innri markaðinn og tollabandalagið alfarið og semji sjálfir um nýja fríverslunarsamninga. Staða forsætisráðherrans er því erfið. Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10 Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nefndarmaður í samninganefnd Íslendinga í aðildarviðræðunum við ESB, segir að það yrði besta niðurstaðan fyrir Ísland að Bretar yrðu áfram í tollabandalaginu og/eða innri markaðnum eftir útgönguna úr Evrópusambandinu. „Þannig að EES-samningurinn héldist óbreyttur,“ segir Þorsteinn. Hins vegar segir hann erfitt að sjá hvernig fer. „Bretar eru búnir að eyða tveimur árum í að slást innbyrðis og reyna að semja við sjálfa sig. Þeim hefur ekki einu sinni tekist það. Ég held að Evrópusambandið muni leggja sig mikið fram um að ná samningi. Það er heldur ekki góð staða fyrir ESB ef Bretar fara og það verður enginn samningur,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherraVísirHann segir stefnuna í útgöngumálinu sem ríkisstjórn Theresu May samþykkti á fundi á föstudag ólíklega geta orðið samningsniðurstöðu. Hún sé byggð á mikilli óskhyggju eða draumsýn. Í henni er kveðið á um að binda enda á frjálsan flutning fólks innan EES og frelsi til gerðar fríverslunarsamninga auk þess að eiga áfram aðild að innri markaðnum. Líklegt þykir að samninganefnd ESB undir forystu Michels Barnier myndi fara fram á umtalsverðar málamiðlanir. Þorsteinn segir að kenna megi plaggið sem samþykkt var á föstudag við „mjúkt“ Brexit en að það sé einfaldlega óraunsætt að stefnan gangi upp gagnvart öðrum bandalagsþjóðum. Þá hafi „hægri öfgaarmurinn í flokknum“ snúist gegn stefnunni. Tveir varaformenn breska Íhaldsflokksins sögðu af sér í gær vegna þeirrar stefnu. Varaformennirnir, Maria Caulfield og Ben Bradley, sögðu að með stefnunni væri May að færa Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins, lykilinn að forsætisráðuneytinu á silfurfati. Áður höfðu þrír ráðherrar sagt af sér. Ýmsir í Íhaldsflokknum vilja svokallaða „harða“ útgöngu sem felur í sér að Bretar yfirgefi innri markaðinn og tollabandalagið alfarið og semji sjálfir um nýja fríverslunarsamninga. Staða forsætisráðherrans er því erfið.
Birtist í Fréttablaðinu Brexit Tengdar fréttir Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37 Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10 Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Undirbúa vantraust á ríkisstjórn Theresu May Breskir fjölmiðlar fullyrða að vantrauststillaga verði lögð fram á ríkisstjórn Theresu May á morgun að öllu óbreyttu. 9. júlí 2018 16:37
Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10
Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. 10. júlí 2018 20:34
Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21