Tryggvi hefur aðeins fengið að spreyta sig í einum af þeim fjórum leikjum sem Raptors hefur spilað. Hann fékk þá fjórar mínútur í tapi gegn Minnesota Timberwolves.
Raptors vann leikinn í nótt með átta stiga mun, 85-77 og er þetta fyrsti sigur liðsins í sumardeildinni. Bretinn OG Anunoby var stigahæstur í liði Raptors með 22 stig en hann var í nokkuð stóru hlutverki hjá liðinu í NBA á síðustu leiktíð eftir að hafa verið valinn númer 23 í nýliðavalinu síðasta sumar.
Tryggvi á enn möguleika á að spreyta sig í sumardeildinni þar sem Raptors á að lágmarki einn leik eftir.