Ýtti bréferfingjum úr 100 milljóna búi föður síns Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. júlí 2018 16:30 Héraðsdómur Vesturlands hefur aðsetur í Borgarnesi. Vísir/pjetur Karlmaður mun erfa föður sinn eftir að erfðaskrá hins látna var ógilt með úrskurði Héraðsdóms Vesturlands. Tíu bréferfingjar mannsins fá ekkert úr dánarbúinu en virði eigna þess er rúmar 97 milljónir króna. Hinn látni hafði aldrei gengið í hjónaband og átti engin skilgetin börn. Sonur hans kom í heiminn 1951 og var þá skráður sonur nýs eiginmanns móður sinnar. Blóðfeðgarnir áttu afar takmörkuð samskipti alla tíð. Þegar maðurinn lést árið 2016 höfðaði maðurinn véfengingarmál til að fá staðfest að hann væri sonur hans. Lífsýnarannsókn leiddi það í ljós og var hinn látni skráður faðir hans eftir það. Maðurinn gerði erfðaskrár árin 2002 og 2004 og var deilt um gildi þeirrar síðarnefndu í málinu. Í henni lýsti hann því yfir að hann ætti enga lögerfingja og að eignir hans skyldu ganga til þriggja systra sinna, uppeldissystur og tveggja vina sinna. Meðal annars skyldi fasteign hans ganga til annars vinar hans en sá fékk eignina í fyrirframgreiddan arf árið 2016, nokkrum mánuðum áður en maðurinn lést. Samkvæmt erfðalögum er óheimilt að ráðstafa meira en þriðjungi eigna sinna með erfðaskrá þegar niðjum eða maka er til að dreifa. Sonur mannsins byggði á að erfðaskrá föður hans hefði byggt á misskilningi og að hinn látni hefði ráðstafað eignum sínum á annan veg hefði hann vitað af syni sínum. Bréferfingjarnir töldu á móti að virða ætti vilja hins látna enda hefði hann vitað af syni sínum, sem þá var feðraður öðrum manni, og kosið að ráðstafa eignunum á þennan veg að sér liðnum. Héraðsdómur féllst á röksemdir sonarins og taldi hinn látna hafa verið í villu þegar erfðaskráin var gerð. Hún var því ógilt. Ráðstöfun fasteignarinnar í fyrirframgreiddan arf byggði á skilmálum hinnar ógildu erfðaskrár. Var það niðurstaða dómsins að sú ráðstöfun væri ógild af þeim sökum. Fasteignin var því færð inn í dánarbúið á ný. „Við teljum þetta ranga niðurstöðu og reiknum með að þetta verði kært til Landsréttar,“ segir Pétur Kristinsson, lögmaður sjö bréferfingjanna Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Karlmaður mun erfa föður sinn eftir að erfðaskrá hins látna var ógilt með úrskurði Héraðsdóms Vesturlands. Tíu bréferfingjar mannsins fá ekkert úr dánarbúinu en virði eigna þess er rúmar 97 milljónir króna. Hinn látni hafði aldrei gengið í hjónaband og átti engin skilgetin börn. Sonur hans kom í heiminn 1951 og var þá skráður sonur nýs eiginmanns móður sinnar. Blóðfeðgarnir áttu afar takmörkuð samskipti alla tíð. Þegar maðurinn lést árið 2016 höfðaði maðurinn véfengingarmál til að fá staðfest að hann væri sonur hans. Lífsýnarannsókn leiddi það í ljós og var hinn látni skráður faðir hans eftir það. Maðurinn gerði erfðaskrár árin 2002 og 2004 og var deilt um gildi þeirrar síðarnefndu í málinu. Í henni lýsti hann því yfir að hann ætti enga lögerfingja og að eignir hans skyldu ganga til þriggja systra sinna, uppeldissystur og tveggja vina sinna. Meðal annars skyldi fasteign hans ganga til annars vinar hans en sá fékk eignina í fyrirframgreiddan arf árið 2016, nokkrum mánuðum áður en maðurinn lést. Samkvæmt erfðalögum er óheimilt að ráðstafa meira en þriðjungi eigna sinna með erfðaskrá þegar niðjum eða maka er til að dreifa. Sonur mannsins byggði á að erfðaskrá föður hans hefði byggt á misskilningi og að hinn látni hefði ráðstafað eignum sínum á annan veg hefði hann vitað af syni sínum. Bréferfingjarnir töldu á móti að virða ætti vilja hins látna enda hefði hann vitað af syni sínum, sem þá var feðraður öðrum manni, og kosið að ráðstafa eignunum á þennan veg að sér liðnum. Héraðsdómur féllst á röksemdir sonarins og taldi hinn látna hafa verið í villu þegar erfðaskráin var gerð. Hún var því ógilt. Ráðstöfun fasteignarinnar í fyrirframgreiddan arf byggði á skilmálum hinnar ógildu erfðaskrár. Var það niðurstaða dómsins að sú ráðstöfun væri ógild af þeim sökum. Fasteignin var því færð inn í dánarbúið á ný. „Við teljum þetta ranga niðurstöðu og reiknum með að þetta verði kært til Landsréttar,“ segir Pétur Kristinsson, lögmaður sjö bréferfingjanna
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent