Innlit í gámasamfélagið 14. júlí 2018 08:00 Þórsteinn Sigurðsson Ljósmyndarinn Þórsteinn Sigurðsson hefur vakið athygli síðustu ár fyrir ljósmyndir sem fanga íslenska jaðarmenningu. Þann 21. júlí heldur hann ljósmyndasýningu í Gallery Porti og gefur út bók sem prýða ljósmyndir úr lífi tveggja manna sem búa í gámum úti á Granda í Reykjavík: Úrræði Reykjavíkurborgar fyrir heimilislaust fólk sem stríðir við fíknivanda. Allur ágóði af sölu rennur til Frú Ragnheiðar og sýningin stendur yfir aðeins þetta kvöld og verður ekki endurtekin. „Ég hafði séð ljósmyndir af íbúum í gámunum, lesið blaðagreinar um þetta úrræði. Þetta togaði í mig. Ég byrjaði á því að taka borgarlandslagsmyndir af gámunum og var í ákveðinni fjarlægð. Þegar ég var búinn að því þá ákvað ég að láta slag standa og banka upp á,“ segir Þórsteinn. Sá sem opnaði fyrir Þórsteini var Ólafur Kristjánsson. Í öðrum gámi nálægt Ólafi bjó á þessum tíma Guðmundur Jónsson. „Það er alltaf óþægilegt að banka upp á hjá ókunnugum. Sér í lagi ef maður ætlar að krefjast einhvers af þeim. Mér fannst það að minnsta kosti óþægilegt. En Óli er þekktur fyrir vinalegt viðmót. Hann er einstaklega blíð manneskja. Eftir stutt spjall við hann fékk ég að taka af honum portrett og ég fann að ég væri velkominn aftur. Þannig byrjaði verkefnið,“ segir Þórsteinn frá. Næstu vikur og mánuði heimsótti Þórsteinn þá Gumma og Óla í gámana. Hann var alltaf með myndavélina á sér en tók ekki alltaf myndir. Hann fékk sér stundum kaffisopa og spjallaði. „Þetta var langt ferli. Mér fannst ég þurfa að vera með þeim í lengri tíma og fá að upplifa alls konar líf. Tengjast þeim. Ég var farinn að hlakka til að fara til þeirra og á milli okkar þróaðist gott vinasamband. Það búa fleiri þarna núna en ég ákvað að einblína á að mynda þá tvo. Gumma og Óla,“ segir Þórsteinn. „Þetta er óvenjulegt líf sem þeir lifa. Það hefur örugglega margt gengið á áður en íbúar fá skjól í þessu úrræði. Leiðin þangað er mjög erfið. En að búa þarna er hins vegar mjög gott fyrir manneskju sem hefur í langan tíma ekki átt heimili. Úrræðið er gott og það ætti að fjölga þeim. En það þarf að setja þau í fastari skorður. Húsin eru ekki til í kerfinu. Það er ekkert húsnúmer, íbúar geta ekki fengið sendan til sín póst. Þeir geta ekki skráð lögheimili sitt í húsunum. Þeir eru aftast í öftustu röðinni. Þeir finna alveg fyrir því. Maður finnur sjálfur fyrir því þegar maður er í heimsókn. Nú á til dæmis að færa gámana, þeir vita ekki hvert á að færa þá. Maður getur sett sig í þeirra spor. Þetta er heimili þeirra og óvissan er erfið,“ segir Þórsteinn. „Þeim finnst nefnilega gott að búa þarna, þetta er fallegur staður. Sjórinn er þarna rétt hjá og Grandinn í uppbyggingu.“ Þórsteinn reynir ekki að leyna fíkniefnaneyslu þeirra á nokkurn hátt. „Að vera í kringum þann hluta er auðvitað á einhverjum tímapunktum óþægilegt. En þeir einhvern veginn létu mér líða eins vel og mér gat liðið. Þeir virtu mörk mín,“ segir Þórsteinn sem segist hafa verið með fordóma sem hann hafi þurft að takast á við. „Ég, eins og aðrir, var með einhvers konar fordóma sem voru byggðir á vanþekkingu. En svo uppgötvar maður manneskjuna. Manneskjan er þarna líka, ekki bara neyslan. Þeir fá ættingja og vini í heimsókn. Þeir fylgdust með HM. Þeir eru bara venjulegar manneskjur með áhugamál og langanir. Þú getur alveg búið einhvers staðar í blokk í Vesturbænum og það er fíkill í húsinu sem notar vímuefni í æð. Þetta er alls staðar í samfélaginu. En í þessu gámasamfélagi erum við farin út fyrir mengið. Þetta er lítið samfélag og það sést að þeir eru að reyna að búa sér heimili. Þeir búa sér til sitt hreiður eins og við hin. Ég upplifði þeirra lífsbaráttu þannig að þeir vildu eins og við komast af, láta sér líða vel. Óli er til dæmis mjög tengdur fjölskyldu sinni. Þau eru dugleg að kíkja á hann og samskiptin einkennast af ást og hlýju.“ Lífið Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Ljósmyndarinn Þórsteinn Sigurðsson hefur vakið athygli síðustu ár fyrir ljósmyndir sem fanga íslenska jaðarmenningu. Þann 21. júlí heldur hann ljósmyndasýningu í Gallery Porti og gefur út bók sem prýða ljósmyndir úr lífi tveggja manna sem búa í gámum úti á Granda í Reykjavík: Úrræði Reykjavíkurborgar fyrir heimilislaust fólk sem stríðir við fíknivanda. Allur ágóði af sölu rennur til Frú Ragnheiðar og sýningin stendur yfir aðeins þetta kvöld og verður ekki endurtekin. „Ég hafði séð ljósmyndir af íbúum í gámunum, lesið blaðagreinar um þetta úrræði. Þetta togaði í mig. Ég byrjaði á því að taka borgarlandslagsmyndir af gámunum og var í ákveðinni fjarlægð. Þegar ég var búinn að því þá ákvað ég að láta slag standa og banka upp á,“ segir Þórsteinn. Sá sem opnaði fyrir Þórsteini var Ólafur Kristjánsson. Í öðrum gámi nálægt Ólafi bjó á þessum tíma Guðmundur Jónsson. „Það er alltaf óþægilegt að banka upp á hjá ókunnugum. Sér í lagi ef maður ætlar að krefjast einhvers af þeim. Mér fannst það að minnsta kosti óþægilegt. En Óli er þekktur fyrir vinalegt viðmót. Hann er einstaklega blíð manneskja. Eftir stutt spjall við hann fékk ég að taka af honum portrett og ég fann að ég væri velkominn aftur. Þannig byrjaði verkefnið,“ segir Þórsteinn frá. Næstu vikur og mánuði heimsótti Þórsteinn þá Gumma og Óla í gámana. Hann var alltaf með myndavélina á sér en tók ekki alltaf myndir. Hann fékk sér stundum kaffisopa og spjallaði. „Þetta var langt ferli. Mér fannst ég þurfa að vera með þeim í lengri tíma og fá að upplifa alls konar líf. Tengjast þeim. Ég var farinn að hlakka til að fara til þeirra og á milli okkar þróaðist gott vinasamband. Það búa fleiri þarna núna en ég ákvað að einblína á að mynda þá tvo. Gumma og Óla,“ segir Þórsteinn. „Þetta er óvenjulegt líf sem þeir lifa. Það hefur örugglega margt gengið á áður en íbúar fá skjól í þessu úrræði. Leiðin þangað er mjög erfið. En að búa þarna er hins vegar mjög gott fyrir manneskju sem hefur í langan tíma ekki átt heimili. Úrræðið er gott og það ætti að fjölga þeim. En það þarf að setja þau í fastari skorður. Húsin eru ekki til í kerfinu. Það er ekkert húsnúmer, íbúar geta ekki fengið sendan til sín póst. Þeir geta ekki skráð lögheimili sitt í húsunum. Þeir eru aftast í öftustu röðinni. Þeir finna alveg fyrir því. Maður finnur sjálfur fyrir því þegar maður er í heimsókn. Nú á til dæmis að færa gámana, þeir vita ekki hvert á að færa þá. Maður getur sett sig í þeirra spor. Þetta er heimili þeirra og óvissan er erfið,“ segir Þórsteinn. „Þeim finnst nefnilega gott að búa þarna, þetta er fallegur staður. Sjórinn er þarna rétt hjá og Grandinn í uppbyggingu.“ Þórsteinn reynir ekki að leyna fíkniefnaneyslu þeirra á nokkurn hátt. „Að vera í kringum þann hluta er auðvitað á einhverjum tímapunktum óþægilegt. En þeir einhvern veginn létu mér líða eins vel og mér gat liðið. Þeir virtu mörk mín,“ segir Þórsteinn sem segist hafa verið með fordóma sem hann hafi þurft að takast á við. „Ég, eins og aðrir, var með einhvers konar fordóma sem voru byggðir á vanþekkingu. En svo uppgötvar maður manneskjuna. Manneskjan er þarna líka, ekki bara neyslan. Þeir fá ættingja og vini í heimsókn. Þeir fylgdust með HM. Þeir eru bara venjulegar manneskjur með áhugamál og langanir. Þú getur alveg búið einhvers staðar í blokk í Vesturbænum og það er fíkill í húsinu sem notar vímuefni í æð. Þetta er alls staðar í samfélaginu. En í þessu gámasamfélagi erum við farin út fyrir mengið. Þetta er lítið samfélag og það sést að þeir eru að reyna að búa sér heimili. Þeir búa sér til sitt hreiður eins og við hin. Ég upplifði þeirra lífsbaráttu þannig að þeir vildu eins og við komast af, láta sér líða vel. Óli er til dæmis mjög tengdur fjölskyldu sinni. Þau eru dugleg að kíkja á hann og samskiptin einkennast af ást og hlýju.“
Lífið Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira