Álitinn klikkaður þegar hann sagðist á leið í sjóinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. júlí 2018 06:00 „Ég var eins og dauðadrukkinn þegar ég kom í land og studdist eiginlega við fánann,“ segir Benedikt. Fáninn hafði farið víða, á báða pólana og yfir Grænlandsjökul, en með í för yfir sundið var Ingþór Bjarnason, pólfari og sálfræðingur. Ingþór Bjarnason „Það hefur allt gjörbreyst hérna síðan þá hvað iðkun sjósunds varðar,“ segir Benedikt Hjartarson sundkappi en í dag eru tíu ár liðin frá því að Benedikt afrekaði það fyrstur Íslendinga að synda yfir Ermarsundið. Síðan þá hafa þrír Íslendingar til viðbótar náð þeim áfanga. „Áður fyrr, þegar maður var á leið í sjóinn, þá fór maður frekar hljótt með það. Þá þótti maður frekar klikkaður en í dag er maður ekki maður með mönnum nema að hafa að minnsta kosti prófað. Það hefur safnast gífurleg þekking og reynsla í þessum efnum og við vitum betur hvað við erum að gera,“ segir Benedikt. Ári áður hafði Benedikt reynt við sundið í tilefni af fimmtugsafmæli sínu en náði ekki í land. Í síðari atrennunni gekk betur en þó ekki áfallalaust. Til að mynda missti hann af hinum vanalega lendingarstað og þurfti því að vera lengur í sjónum til að ná landi. „Ég var sextán tíma og eina mínútu að fara yfir. Ég stend eiginlega enn þá við það að til að þetta teljist sem sund þá þurfi maður að vera sextán tíma eða skemur. Ég eiginlega flaut þarna yfir,“ segir hann. Þegar Benedikt þreytti sundið var annar Íslendingur, nafni hans Lafleur, einnig að reyna við sundið. Jón Karl Helgason gerði heimildarmyndina Sundið árið 2012 um keppni þeirra nafna um hvor yrði fyrstur Íslendinga til að komast yfir Ermarsundið.Miklu munaði í síðara skiptið að hafa betri skipstjóra.Sléttum mánuði eftir að Benedikt synti yfir Ermarsundið synti hann „óvart“ út í Drangey. Vinir hans stefndu á það sund og ákváðu að grípa hann með. Einn úr hópnum var eitthvað efins með sundið og fór Benedikt honum til halds og trausts. Þegar yfir lauk var Benedikt sá eini sem náði alla leið. „Ég synti líka Alcatraz-sundið árið 2012 og hélt að það væri stórkostlegt sund. Það reyndist alveg þræleinfalt og auðvelt. Það ættu allir að synda þetta sem sjósund stunda og helst í sundskýlu og með gleraugu. Það er ekkert mál að synda það, í raun bara eins og skemmtiskokk í Reykjavíkurmaraþoninu,“ segir Benedikt. Í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá afrekinu ætlar kappinn að sjálfsögðu að kíkja örlítið í sjóinn hér heima og hitta félaga sína. Benedikt er nýkominn úr Ermarsundinu en hann var öðrum Íslendingi, lögreglumanninum Jóni Kristni Þórissyni, til halds og trausts við tilraun hans við sundið nú. Sá náði ekki alla leið. „Ef maður hefði tíma væri gaman að prófa að synda Gíbraltar-sundið, Katalínu og stóru sundin í Ástralíu. Það krefst þó gríðarlegrar æfingar, maður verður helst að synda fimmtíu kílómetra á viku til að eiga séns. Sem stendur hef ég eiginlega ekki tíma í það,“ segir Benedikt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Það hefur allt gjörbreyst hérna síðan þá hvað iðkun sjósunds varðar,“ segir Benedikt Hjartarson sundkappi en í dag eru tíu ár liðin frá því að Benedikt afrekaði það fyrstur Íslendinga að synda yfir Ermarsundið. Síðan þá hafa þrír Íslendingar til viðbótar náð þeim áfanga. „Áður fyrr, þegar maður var á leið í sjóinn, þá fór maður frekar hljótt með það. Þá þótti maður frekar klikkaður en í dag er maður ekki maður með mönnum nema að hafa að minnsta kosti prófað. Það hefur safnast gífurleg þekking og reynsla í þessum efnum og við vitum betur hvað við erum að gera,“ segir Benedikt. Ári áður hafði Benedikt reynt við sundið í tilefni af fimmtugsafmæli sínu en náði ekki í land. Í síðari atrennunni gekk betur en þó ekki áfallalaust. Til að mynda missti hann af hinum vanalega lendingarstað og þurfti því að vera lengur í sjónum til að ná landi. „Ég var sextán tíma og eina mínútu að fara yfir. Ég stend eiginlega enn þá við það að til að þetta teljist sem sund þá þurfi maður að vera sextán tíma eða skemur. Ég eiginlega flaut þarna yfir,“ segir hann. Þegar Benedikt þreytti sundið var annar Íslendingur, nafni hans Lafleur, einnig að reyna við sundið. Jón Karl Helgason gerði heimildarmyndina Sundið árið 2012 um keppni þeirra nafna um hvor yrði fyrstur Íslendinga til að komast yfir Ermarsundið.Miklu munaði í síðara skiptið að hafa betri skipstjóra.Sléttum mánuði eftir að Benedikt synti yfir Ermarsundið synti hann „óvart“ út í Drangey. Vinir hans stefndu á það sund og ákváðu að grípa hann með. Einn úr hópnum var eitthvað efins með sundið og fór Benedikt honum til halds og trausts. Þegar yfir lauk var Benedikt sá eini sem náði alla leið. „Ég synti líka Alcatraz-sundið árið 2012 og hélt að það væri stórkostlegt sund. Það reyndist alveg þræleinfalt og auðvelt. Það ættu allir að synda þetta sem sjósund stunda og helst í sundskýlu og með gleraugu. Það er ekkert mál að synda það, í raun bara eins og skemmtiskokk í Reykjavíkurmaraþoninu,“ segir Benedikt. Í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá afrekinu ætlar kappinn að sjálfsögðu að kíkja örlítið í sjóinn hér heima og hitta félaga sína. Benedikt er nýkominn úr Ermarsundinu en hann var öðrum Íslendingi, lögreglumanninum Jóni Kristni Þórissyni, til halds og trausts við tilraun hans við sundið nú. Sá náði ekki alla leið. „Ef maður hefði tíma væri gaman að prófa að synda Gíbraltar-sundið, Katalínu og stóru sundin í Ástralíu. Það krefst þó gríðarlegrar æfingar, maður verður helst að synda fimmtíu kílómetra á viku til að eiga séns. Sem stendur hef ég eiginlega ekki tíma í það,“ segir Benedikt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent