Er hið smáa stærst? Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 17. júlí 2018 07:00 Ég sá afar hjartnæma heimildarmynd í síðustu viku. Hreint hjarta heitir hún, og eins og með öll góð verk fékk hún mig til að brjóta heilann um lífsins leyndardóma. Fór ég meðal annars að hugsa um heimþrána sem gerir stundum vart við sig þegar ég sé myndefni frá Íslandi. Ég komst hins vegar að því að það örlar síst á henni þegar ég sé einhverja stórviðburði, stjörnufans eða hátíðarhöld. Fjölmennt víkingaklapp, Júróvisjón gilli, kosningavaka og troðfullt sófasett af frægu fólki hjá Gísla Marteini, allt er þetta ósköp skemmtilegt en vekur engan veginn hjá mér heimþrá, söknuð eða frekari sannfæringu um ágæti lands og þjóðar. Svo var ég að horfa á þessa dásamlegu mynd og heyri í hrossagauki, sé gamlan prest ösla snjó á myrkvuðum mánudegi, skafa af bíl sínum, tala við dauðvona vin sinn, bíða í öngum sínum eftir óstundvísum hringjara og þá fer gamla heimahjartað að slá ótt og títt og vitund mín veit allt í einu ekkert fegurra en lífið á Íslandi. Ég spyr eins og unglingarnir; hvað er þetta? Er það þá þannig sem hugur og hjarta virka? Með öðrum orðum, er það hugsanlegt að þegar maður er kominn að grafarbakkanum og hugsar til baka að þá staldri maður síður við brúðkaupin, útskriftirnar, afrekin á ferlinum og húllumhæið eftir Englandsleikinn en hugsi af þeim mun meira hjartnæmi um það þegar maður lagaði kaffi á morgnana, átti viðtal við vini í vanda, heyrði fuglasöng í vornóttinni og alla þessa litlu hluti sem virðast svo yfirmáta hversdagslegir á meðan á þeim stendur? Kannski er lífsfjörið þarna þó vissulega megi hafa gaman af því þegar kóngurinn má vera að því að klingja við mann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég sá afar hjartnæma heimildarmynd í síðustu viku. Hreint hjarta heitir hún, og eins og með öll góð verk fékk hún mig til að brjóta heilann um lífsins leyndardóma. Fór ég meðal annars að hugsa um heimþrána sem gerir stundum vart við sig þegar ég sé myndefni frá Íslandi. Ég komst hins vegar að því að það örlar síst á henni þegar ég sé einhverja stórviðburði, stjörnufans eða hátíðarhöld. Fjölmennt víkingaklapp, Júróvisjón gilli, kosningavaka og troðfullt sófasett af frægu fólki hjá Gísla Marteini, allt er þetta ósköp skemmtilegt en vekur engan veginn hjá mér heimþrá, söknuð eða frekari sannfæringu um ágæti lands og þjóðar. Svo var ég að horfa á þessa dásamlegu mynd og heyri í hrossagauki, sé gamlan prest ösla snjó á myrkvuðum mánudegi, skafa af bíl sínum, tala við dauðvona vin sinn, bíða í öngum sínum eftir óstundvísum hringjara og þá fer gamla heimahjartað að slá ótt og títt og vitund mín veit allt í einu ekkert fegurra en lífið á Íslandi. Ég spyr eins og unglingarnir; hvað er þetta? Er það þá þannig sem hugur og hjarta virka? Með öðrum orðum, er það hugsanlegt að þegar maður er kominn að grafarbakkanum og hugsar til baka að þá staldri maður síður við brúðkaupin, útskriftirnar, afrekin á ferlinum og húllumhæið eftir Englandsleikinn en hugsi af þeim mun meira hjartnæmi um það þegar maður lagaði kaffi á morgnana, átti viðtal við vini í vanda, heyrði fuglasöng í vornóttinni og alla þessa litlu hluti sem virðast svo yfirmáta hversdagslegir á meðan á þeim stendur? Kannski er lífsfjörið þarna þó vissulega megi hafa gaman af því þegar kóngurinn má vera að því að klingja við mann.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar