Er hið smáa stærst? Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 17. júlí 2018 07:00 Ég sá afar hjartnæma heimildarmynd í síðustu viku. Hreint hjarta heitir hún, og eins og með öll góð verk fékk hún mig til að brjóta heilann um lífsins leyndardóma. Fór ég meðal annars að hugsa um heimþrána sem gerir stundum vart við sig þegar ég sé myndefni frá Íslandi. Ég komst hins vegar að því að það örlar síst á henni þegar ég sé einhverja stórviðburði, stjörnufans eða hátíðarhöld. Fjölmennt víkingaklapp, Júróvisjón gilli, kosningavaka og troðfullt sófasett af frægu fólki hjá Gísla Marteini, allt er þetta ósköp skemmtilegt en vekur engan veginn hjá mér heimþrá, söknuð eða frekari sannfæringu um ágæti lands og þjóðar. Svo var ég að horfa á þessa dásamlegu mynd og heyri í hrossagauki, sé gamlan prest ösla snjó á myrkvuðum mánudegi, skafa af bíl sínum, tala við dauðvona vin sinn, bíða í öngum sínum eftir óstundvísum hringjara og þá fer gamla heimahjartað að slá ótt og títt og vitund mín veit allt í einu ekkert fegurra en lífið á Íslandi. Ég spyr eins og unglingarnir; hvað er þetta? Er það þá þannig sem hugur og hjarta virka? Með öðrum orðum, er það hugsanlegt að þegar maður er kominn að grafarbakkanum og hugsar til baka að þá staldri maður síður við brúðkaupin, útskriftirnar, afrekin á ferlinum og húllumhæið eftir Englandsleikinn en hugsi af þeim mun meira hjartnæmi um það þegar maður lagaði kaffi á morgnana, átti viðtal við vini í vanda, heyrði fuglasöng í vornóttinni og alla þessa litlu hluti sem virðast svo yfirmáta hversdagslegir á meðan á þeim stendur? Kannski er lífsfjörið þarna þó vissulega megi hafa gaman af því þegar kóngurinn má vera að því að klingja við mann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Ég sá afar hjartnæma heimildarmynd í síðustu viku. Hreint hjarta heitir hún, og eins og með öll góð verk fékk hún mig til að brjóta heilann um lífsins leyndardóma. Fór ég meðal annars að hugsa um heimþrána sem gerir stundum vart við sig þegar ég sé myndefni frá Íslandi. Ég komst hins vegar að því að það örlar síst á henni þegar ég sé einhverja stórviðburði, stjörnufans eða hátíðarhöld. Fjölmennt víkingaklapp, Júróvisjón gilli, kosningavaka og troðfullt sófasett af frægu fólki hjá Gísla Marteini, allt er þetta ósköp skemmtilegt en vekur engan veginn hjá mér heimþrá, söknuð eða frekari sannfæringu um ágæti lands og þjóðar. Svo var ég að horfa á þessa dásamlegu mynd og heyri í hrossagauki, sé gamlan prest ösla snjó á myrkvuðum mánudegi, skafa af bíl sínum, tala við dauðvona vin sinn, bíða í öngum sínum eftir óstundvísum hringjara og þá fer gamla heimahjartað að slá ótt og títt og vitund mín veit allt í einu ekkert fegurra en lífið á Íslandi. Ég spyr eins og unglingarnir; hvað er þetta? Er það þá þannig sem hugur og hjarta virka? Með öðrum orðum, er það hugsanlegt að þegar maður er kominn að grafarbakkanum og hugsar til baka að þá staldri maður síður við brúðkaupin, útskriftirnar, afrekin á ferlinum og húllumhæið eftir Englandsleikinn en hugsi af þeim mun meira hjartnæmi um það þegar maður lagaði kaffi á morgnana, átti viðtal við vini í vanda, heyrði fuglasöng í vornóttinni og alla þessa litlu hluti sem virðast svo yfirmáta hversdagslegir á meðan á þeim stendur? Kannski er lífsfjörið þarna þó vissulega megi hafa gaman af því þegar kóngurinn má vera að því að klingja við mann.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun