Jarðskjálftar í Öræfajökli geta flýtt fyrir berghlaupi Kristján Már Unnarsson skrifar 16. júlí 2018 21:00 Svínafellsjökull er einn af skriðjöklum Öræfajökuls. Sprungan er í Svínafellsheiði fyrir miðri mynd sem gnæfir yfir skriðjöklinum. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. Talið er það gæti orðið margfalt stærra en það sem féll í Hítardal fyrr í mánuðinum. Fjallað var málið í fréttum Stöðvar 2. Almannavarnir beindu þeim tilmælum til ferðaþjónustuaðila í síðasta mánuði að fara ekki með hópa ferðamanna á Svínafellsjökul vegna hættu á berghlaupi úr Svínafellsheiði. Ástæðuna sjáum við á myndbandi frá fyrirtækinu Svarma sem kortlagði svæðið með dróna.Skjáskot úr myndbandi Svarma. Sprunguna má greina á miðri mynd. Hún er talin 1,5 kílómetra löng.Mynd/Svarmi ehf.Bændur í Öræfum fundu sprunguna fyrir fjórum árum en það sem vekur sérstakan ugg er að samanburðarmyndir sýna að hún gliðnaði milli áranna 2016 og 2017 um rúman einn sentímetra. Á myndbandinu sést aðeins lítill hluti sprungunnar, eða 110 metrar. Jarðfræðingarnir Þorsteinn Sæmundsson frá Háskóla Íslands og Þjóðverjinn Daniel Ben-Yehoshua frá Svarma telja sprunguna mjög stóra, eða um 1,5 kílómetra langa, en hún sést ekki öll á yfirborði. „Efnismagn sem getur farið niður fjallið er mikið stærra en við höfðum hugsað áður,” segir Daniel.Daniel Ben-Yehoshua, jarðfræðingur hjá Svarma ehf.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Áætlað er að ef stykkið færi niður í heilu lagi gæti stærð þess numið sextíu milljón rúmmetrum, sem væri allt að sexfalt stærra en framhlaupið í Hítardal, en það er áætlað milli tíu og tuttugu milljónir rúmmetra. Ein stærsta spurningin er hve langt berghlaupið næði fram. „Fer það alla leið til þjóðvegarins? Eða verður það bara á jökli? Það er óvíst,” segir Daniel.Horft frá afleggjaranum að Svínafelli í Öræfum í átt að Svínafellsjökli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Svo veit enginn hvenær bergfyllan gæti brostið fram. „Það gæti gerst á morgun eða eftir 500 ár.“ Daniel bendir hins vegar á að Öræfajökull sé lifandi eldstöð og þar er skjálftavirkni þessa dagana. Þótt hún sé ekki öflug séu skjálftar þar alla daga. Stórir jarðskjálftar gætu hreyft við sprungunni og rifjar Daniel upp að þegar þeir skoðuðu sprunguna í október í fyrra hafi orðið skjálfti í Öræfajökli upp á 3,6 stig.Svínafellsjökull er einn af vinsælli áfangastöðum í Öræfum, eins og sjá má á bílalestinni á veginum að jökulsporðinum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Allt getur gerst á þessu svæði. Það er mjög dínamískt,” segir Daniel Ben-Yehoshua en viðamikil rannsókn er hafin á sprungunni í samstarfi Svarma við Háskólann og Veðurstofuna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Almannavarnir Tengdar fréttir Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23 Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Jarðfræðingur, sem rannsakar gliðnunarsprungu ofan Svínafellsjökuls, óttast að yfirstandandi jarðhræringar í Öræfajökli geti flýtt fyrir stóru berghlaupi niður á skriðjökulinn. Talið er það gæti orðið margfalt stærra en það sem féll í Hítardal fyrr í mánuðinum. Fjallað var málið í fréttum Stöðvar 2. Almannavarnir beindu þeim tilmælum til ferðaþjónustuaðila í síðasta mánuði að fara ekki með hópa ferðamanna á Svínafellsjökul vegna hættu á berghlaupi úr Svínafellsheiði. Ástæðuna sjáum við á myndbandi frá fyrirtækinu Svarma sem kortlagði svæðið með dróna.Skjáskot úr myndbandi Svarma. Sprunguna má greina á miðri mynd. Hún er talin 1,5 kílómetra löng.Mynd/Svarmi ehf.Bændur í Öræfum fundu sprunguna fyrir fjórum árum en það sem vekur sérstakan ugg er að samanburðarmyndir sýna að hún gliðnaði milli áranna 2016 og 2017 um rúman einn sentímetra. Á myndbandinu sést aðeins lítill hluti sprungunnar, eða 110 metrar. Jarðfræðingarnir Þorsteinn Sæmundsson frá Háskóla Íslands og Þjóðverjinn Daniel Ben-Yehoshua frá Svarma telja sprunguna mjög stóra, eða um 1,5 kílómetra langa, en hún sést ekki öll á yfirborði. „Efnismagn sem getur farið niður fjallið er mikið stærra en við höfðum hugsað áður,” segir Daniel.Daniel Ben-Yehoshua, jarðfræðingur hjá Svarma ehf.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Áætlað er að ef stykkið færi niður í heilu lagi gæti stærð þess numið sextíu milljón rúmmetrum, sem væri allt að sexfalt stærra en framhlaupið í Hítardal, en það er áætlað milli tíu og tuttugu milljónir rúmmetra. Ein stærsta spurningin er hve langt berghlaupið næði fram. „Fer það alla leið til þjóðvegarins? Eða verður það bara á jökli? Það er óvíst,” segir Daniel.Horft frá afleggjaranum að Svínafelli í Öræfum í átt að Svínafellsjökli.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Svo veit enginn hvenær bergfyllan gæti brostið fram. „Það gæti gerst á morgun eða eftir 500 ár.“ Daniel bendir hins vegar á að Öræfajökull sé lifandi eldstöð og þar er skjálftavirkni þessa dagana. Þótt hún sé ekki öflug séu skjálftar þar alla daga. Stórir jarðskjálftar gætu hreyft við sprungunni og rifjar Daniel upp að þegar þeir skoðuðu sprunguna í október í fyrra hafi orðið skjálfti í Öræfajökli upp á 3,6 stig.Svínafellsjökull er einn af vinsælli áfangastöðum í Öræfum, eins og sjá má á bílalestinni á veginum að jökulsporðinum.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Allt getur gerst á þessu svæði. Það er mjög dínamískt,” segir Daniel Ben-Yehoshua en viðamikil rannsókn er hafin á sprungunni í samstarfi Svarma við Háskólann og Veðurstofuna. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Almannavarnir Tengdar fréttir Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23 Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Möguleiki á berghlaupi vegna sprungu ofan Svínafellsjökuls Haustið 2014 fundu bændur á Svínafelli sprungu ofan jökulsins, nánar tiltekið í norðanverðri hlíðinni milli Skarðstinds og Svarthamra á ofanverðri Svínafellsheiði. 9. maí 2018 19:23
Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02