Pia Kjærsgaard ekki móðguð en skýtur á Samfylkinguna Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2018 18:01 Pia Kjærsgaard forseti danska þingsins segist ekki persónulega móðguð vegna framkomu Pírata og þingmanns Samfylkingarinnar í hennar garð á Þingvöllum í gær enda ýmsu vön eftir 35 ár í stjórnmálum. Forseti Alþingis segir gagnrýni á elítulegt yfirbragð fundarins ómaklega. Þingflokkur Pírata ákvað á síðustu stundu í gær að taka ekki þátt í hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum vegna nærveru Piu Kjærsgaard forseta danska þingsins og eins stofnenda Danska þjóðarflokksins, sem hefur stranga stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar kom skilaboðum til Kjærsgaard til skila í ræðu sinni á dönsku og Helga Vala Helgadóttir þingmaður flokksins gekk af fundi undir ræðu hennar. Kjærsgaard segist ekki hafa móðgast persónulega vegna þessa. „Nei það þarf meira til að móðga mig. Ég hef verið í stjórnmálum í þrjátíu og fimm ár og er því ýmsu vön,“ segir danski þingforsetinn. Aðgerðir þingmannanna hafi í raun snúið að Danmörku en ekki henni og það sé þeirra vandamál. En ertu undrandi á að þau stjórnmál sem þú stendur fyrir varðandi innflytjendur og flóttafólk njóti ekki vinsælda hjá mörgum á Íslandi? „Það kemur málinu ekkert við. Ég er ekki hér sem þingmaður Danska þjóðarflokksins. Ég er hér sem forseti danska þingsins. En ef menn vilja endilega ræða þessi mál gæti verið að sósíaldemókratar á Íslandi ættu að kynna sér stefnu systurflokka víða um Evrópu og einnig í Danmörku,“ segir Pía og bætir glettnislega við: „En ég held að þetta hafi meira verið keppni á milli Pírata og sósíaldemókrata um athygli fjölmiðla. Sem þeir fengu en á leiðinlegan hátt.“ Og þú þekkir það úr dönskum stjórnmálum? „Ó já, það geri ég,“ segir Kjærgaard.Pia ásamt forstahjónum Íslands, þeim Guðna og Elizu Reed.Steingrímur segist ekki vera elíta Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir að það hafi legið fyrir lengi að forseti danska þingsins yrði á hátíðarfundinum á Þingvöllum í gær. Það hafi verið íslenska þingið og danska þingið sem sömdu um fullveldi Íslendinga og því sjálfsagt og eðlilegt að bjóða forseta danska þingsins til hátíðarfundarins. Fyrst hafi verið rætt um komu Kjærsgaard í forsætisnefnd í ágúst í fyrra, oft rætt síðan og tilkynnt á vef Alþingis í apríl. En ákveðið var með ályktun Alþingis árið 2015 að halda fund sem þennan. „Og mér finnst langt gengið þegar í hlut á Danmörk okkar vina- og bræðraþjóð á hinum Norðurlöndunum að við setjum okkur þá á svo háan hest að við getum ekki átt eðlileg samskipti við þá manneskju sem danska þingið hefur kosið sér sem forseta,“ segir Steingrímur. En fundurinn á Þingvöllum hefur einnig verið gagnrýndur af mörgum á samfélagsmiðlum fyrir elítulegt yfirbragð. Steingrímur segir það ómaklega og ósanngjarna gagnrýni. Allir hafi verið velkomnir á Þingvöll og tryggt að þjóðin gæti fylgst með vandaðri sjónvarpsútsendingu frá fundinum sem hafi verið einn af um 300 viðburðum vegna afmælisársins víðs vegar um landið. „Er það virkilega þannig nálgun sem við viljum? Að þú sért orðinn elíta ef þú ert kosinn á þing eða kosinn í sveitarstjórn þótt þú komir beint úr slorinu. Ég hafna þessari uppsetningu. Ég er engin elíta. Ég er bara bóndasonur að norðan. Alinn upp á venjulegu sveitaheimili,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Pia í skýjunum með Íslandsferðina Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga. 19. júlí 2018 08:23 Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52 Þingmaður Pírata birtir fyrirspurn til forseta Alþingis Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, krefur Steingrín J. Sigfússon, forseta Alþingis, svara vegna ræðu sem umdeildur stjórnmálamaður, Pia Kjærsgaard, var fengin til að halda á hátíðarþingfundi vegna hundrað ára afmælis fullveldis Íslands. 19. júlí 2018 15:18 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Þingkonur skiptu þjóðbúningum út fyrir kvöldkjóla á Hótel Sögu Á meðal þingkvennanna sem fóru þjóðlegu leiðina á Þingvöllum í gær voru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórunn Egilsdóttir. 19. júlí 2018 17:22 Hvatti Pírata til að láta Piu „fá það óþvegið“ Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. 19. júlí 2018 07:35 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Sjá meira
Pia Kjærsgaard forseti danska þingsins segist ekki persónulega móðguð vegna framkomu Pírata og þingmanns Samfylkingarinnar í hennar garð á Þingvöllum í gær enda ýmsu vön eftir 35 ár í stjórnmálum. Forseti Alþingis segir gagnrýni á elítulegt yfirbragð fundarins ómaklega. Þingflokkur Pírata ákvað á síðustu stundu í gær að taka ekki þátt í hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum vegna nærveru Piu Kjærsgaard forseta danska þingsins og eins stofnenda Danska þjóðarflokksins, sem hefur stranga stefnu í málefnum innflytjenda og flóttafólks. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar kom skilaboðum til Kjærsgaard til skila í ræðu sinni á dönsku og Helga Vala Helgadóttir þingmaður flokksins gekk af fundi undir ræðu hennar. Kjærsgaard segist ekki hafa móðgast persónulega vegna þessa. „Nei það þarf meira til að móðga mig. Ég hef verið í stjórnmálum í þrjátíu og fimm ár og er því ýmsu vön,“ segir danski þingforsetinn. Aðgerðir þingmannanna hafi í raun snúið að Danmörku en ekki henni og það sé þeirra vandamál. En ertu undrandi á að þau stjórnmál sem þú stendur fyrir varðandi innflytjendur og flóttafólk njóti ekki vinsælda hjá mörgum á Íslandi? „Það kemur málinu ekkert við. Ég er ekki hér sem þingmaður Danska þjóðarflokksins. Ég er hér sem forseti danska þingsins. En ef menn vilja endilega ræða þessi mál gæti verið að sósíaldemókratar á Íslandi ættu að kynna sér stefnu systurflokka víða um Evrópu og einnig í Danmörku,“ segir Pía og bætir glettnislega við: „En ég held að þetta hafi meira verið keppni á milli Pírata og sósíaldemókrata um athygli fjölmiðla. Sem þeir fengu en á leiðinlegan hátt.“ Og þú þekkir það úr dönskum stjórnmálum? „Ó já, það geri ég,“ segir Kjærgaard.Pia ásamt forstahjónum Íslands, þeim Guðna og Elizu Reed.Steingrímur segist ekki vera elíta Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis segir að það hafi legið fyrir lengi að forseti danska þingsins yrði á hátíðarfundinum á Þingvöllum í gær. Það hafi verið íslenska þingið og danska þingið sem sömdu um fullveldi Íslendinga og því sjálfsagt og eðlilegt að bjóða forseta danska þingsins til hátíðarfundarins. Fyrst hafi verið rætt um komu Kjærsgaard í forsætisnefnd í ágúst í fyrra, oft rætt síðan og tilkynnt á vef Alþingis í apríl. En ákveðið var með ályktun Alþingis árið 2015 að halda fund sem þennan. „Og mér finnst langt gengið þegar í hlut á Danmörk okkar vina- og bræðraþjóð á hinum Norðurlöndunum að við setjum okkur þá á svo háan hest að við getum ekki átt eðlileg samskipti við þá manneskju sem danska þingið hefur kosið sér sem forseta,“ segir Steingrímur. En fundurinn á Þingvöllum hefur einnig verið gagnrýndur af mörgum á samfélagsmiðlum fyrir elítulegt yfirbragð. Steingrímur segir það ómaklega og ósanngjarna gagnrýni. Allir hafi verið velkomnir á Þingvöll og tryggt að þjóðin gæti fylgst með vandaðri sjónvarpsútsendingu frá fundinum sem hafi verið einn af um 300 viðburðum vegna afmælisársins víðs vegar um landið. „Er það virkilega þannig nálgun sem við viljum? Að þú sért orðinn elíta ef þú ert kosinn á þing eða kosinn í sveitarstjórn þótt þú komir beint úr slorinu. Ég hafna þessari uppsetningu. Ég er engin elíta. Ég er bara bóndasonur að norðan. Alinn upp á venjulegu sveitaheimili,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Pia í skýjunum með Íslandsferðina Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga. 19. júlí 2018 08:23 Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52 Þingmaður Pírata birtir fyrirspurn til forseta Alþingis Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, krefur Steingrín J. Sigfússon, forseta Alþingis, svara vegna ræðu sem umdeildur stjórnmálamaður, Pia Kjærsgaard, var fengin til að halda á hátíðarþingfundi vegna hundrað ára afmælis fullveldis Íslands. 19. júlí 2018 15:18 Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56 Þingkonur skiptu þjóðbúningum út fyrir kvöldkjóla á Hótel Sögu Á meðal þingkvennanna sem fóru þjóðlegu leiðina á Þingvöllum í gær voru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórunn Egilsdóttir. 19. júlí 2018 17:22 Hvatti Pírata til að láta Piu „fá það óþvegið“ Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. 19. júlí 2018 07:35 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Sjá meira
Pia í skýjunum með Íslandsferðina Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga. 19. júlí 2018 08:23
Pia segir gagnrýni þingmanna fáránlega og til skammar Þetta kemur fram í frétt á vef danska miðilsins TV2 þar sem rætt er við Piu og Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem gekk af hátíðarfundinum þegar sú fyrrnefnda tók til máls. 19. júlí 2018 12:52
Þingmaður Pírata birtir fyrirspurn til forseta Alþingis Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, krefur Steingrín J. Sigfússon, forseta Alþingis, svara vegna ræðu sem umdeildur stjórnmálamaður, Pia Kjærsgaard, var fengin til að halda á hátíðarþingfundi vegna hundrað ára afmælis fullveldis Íslands. 19. júlí 2018 15:18
Vilja vita meira um ákvörðunarferlið: „Það var ekki óhjákvæmilegt að bjóða forseta danska þingsins“ Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Þorsteinn Víglundsson segjast hvorugir hafa vitað um fyrirætlanir Steingríms, að bjóða forseta danska þjóðþingsins, fyrr en í fyrradag. 19. júlí 2018 11:56
Þingkonur skiptu þjóðbúningum út fyrir kvöldkjóla á Hótel Sögu Á meðal þingkvennanna sem fóru þjóðlegu leiðina á Þingvöllum í gær voru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Þórunn Egilsdóttir. 19. júlí 2018 17:22
Hvatti Pírata til að láta Piu „fá það óþvegið“ Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. 19. júlí 2018 07:35